Bestu plöturnar 2002

Fréttablaðið birtir í dag lista yfir bestu plöturnar 2002 að mati gagnrýnenda blaðsins en sá hópur inniheldur m.a. Birgi Örn, söngvara Maus.

Núna er líka Pitchfork búið að gefa út lista yfir bestu plöturnar. Hjá þeim eru Interpol í fyrsta sæti, Wilco í öðru og Trail of Dead í þriðja sætinu. Hjá Fréttablaðinu er Sage Francis í fyrsta, Damon Albarn í öðru og The Streets í þriðja sæti.

Ég er greinilega ekki eins mikið “inn” í tónlistinni í dag, því ég verð að játa að ég hafði aldrei heyrt um Trail of Dead, en nýja plata þeirra fær 10 í einkunn hjá Pitchfork. Einnig hafði ég ekki hugmynd um það að Damon Albarn hefði gert plötu með listamönnum frá Malí.

Allavegana, hérna er minn listi yfir bestu plöturnar árið 2002.

  1. The Flaming Lips – Yoshimi battles the Pink Robots
  2. Eminem – The Eminem Show
  3. Beck – Sea Change
  4. Sigur Rós – ( )
  5. Coldplay – A Rush of Blood to the Head

Ef ég tek bara íslenskar plötur, þá væri listinn svona:

  1. Sigur Rós – ( )
  2. Quarashi – Jinx
  3. Móri – Atvinnukrimmi
  4. XXX Rotweiler – Þú skuldar
  5. Afkvæmi Guðanna – Ævisögur

One thought on “Bestu plöturnar 2002”

  1. Nokkuð sammála erlendu deildinni. Vildi bara skipta Eminem út fyrir hmmm.. veit samt ekki alveg hvað… hmmm ok fjórar bestu plötur ársins hafa verið valdar.

    Tónleikarnir með Flaming Lips á klakanum gerðu væntingarnar um nýju plötuna miklar og YBTPR stóð undir þeim – magnað.

Comments are closed.