Bíó

Hér er mynd sem ég er verulega spenntur fyrir: Where in the world is Osama Bin Laden. Í þessari mynd reynir Morgan Spurlock, sem gerði SuperSize Me, að finna Osama Bin Laden. Fín hugmynd!

* * *

Svo er ég búinn að sjá þrjár myndir síðustu tvær vikur, sem ég mæli með. Fyrir það fyrst er það Cloverfield, sem er heiladauð skemmtun, en samt verulega góð. Hinar tvær myndirnar eru svo öllu merkilegri. Útí Boston sá ég No Country for old men, sem er besta mynd sem ég hef séð síðan ég sá The Departed. Ég hef fengið skammir frá vinum mínum fyrir að dásama bæði Knocked Up og Departed svo mikið að þeir hafi farið með algjörlega uppblásnar vonir og orðið fyrir vonbrigðum – þannig að ég ætla ekki að nota mjög sterk lýsingarorð til að lýsa No Country for old men, en læt nægja að segja að hún er besta mynd sem ég hef séð síðan ég sá The Departed fyrir um 18 mánuðum.

Svo sá ég líka Before the Devil Knows your Dead með Ethan Hawke, Marisu Tomei og Philip Seymour Hoffman. Ég hafði ekki lesið einn staf um þá mynd, þannig að hún kom mér verulega á óvart. Myndin fjallar um bræður (leikna af Hawke og Hoffman!!) sem ákveða að ræna skartgripabúð foreldra sinna. Frábær mynd, sem ég mæli líka hiklaust með. Já, og ég komst að því að Marisa Tomei er 43 ára gömul. Það finnst mér magnað.

Þannig að núna hafið þið þrjár myndir til að horfa á. Ekkert að þakka!

One thought on “Bíó”

  1. vá hvað ég ótrúlega sammála þér með no country for old men. Ég horfði á hana og hugsaði nákvæmlega það sem þú skrfaðir með the departed. high five

Comments are closed.