Björk

Nýji Bjarkar diskurinn, Vespertine fær fjórar stjörnur hjá Rollingstone. Gagnrýnandinn kallar þetta bestu plötu Bjarkar. Það er ekki slæm gagnrýni. Ég ætla einmitt að kaupa mér diskinn sem allra fyrst, enda á ég allar Bjarkar plöturnar.

Björk verður með tónleika hér í Chicago í október og reyndi ég að kaupa miða á þá tónleika, en þeir seldust upp á minna en 5 mínútum.