Björn og Dagur í Kastljósinu

Það er ekki oft sem ég horfi á Kastljósþátt tvisvar sama kvöldið. Ég og Emil horfðum á Björn Inga og Dag B í Kastljósþættinum og ég var svo hissa að ég varð að horfa aftur á þáttinn seinna um kvöldið.

Ég held að frammistaða Björns Inga hljóti að vera einhver hræðilegasta framganga stjórnmálamanns, sem ég hef séð í svona þætti. Ég hef hvorki tíma né þekkingu til að skrifa um allt sem tengist málinu. En [Guðmundur Steingrímsson skrifar frábæran pistil](http://www.gummisteingrims.blog.is/blog/gummisteingrims/entry/90504/) um málið, sem ég get verið 100% sammála. Mæli með þeim [pistli](http://www.gummisteingrims.blog.is/blog/gummisteingrims/entry/90504/).

Eftir síðustu tvo Kastljósþætti hef ég haft góðar ástæður til þess að vera stoltur af því að vera í Samfylkingunni.

One thought on “Björn og Dagur í Kastljósinu”

  1. Ég get alveg verið fullkomlega sammála þér, en hverjum þykir sinn fugl fagur, Björn Bjarna hrósaði Birni Inga í hástert fyrir framistöðuna. Ég velti því fyrir mér hvort maður með einhverja sjálfsvirðingu vilji láta kenna sig við Björn Bjarnason og þekkjast hrós frá honum.

Comments are closed.