Buena Vista

Við erum að fara að sjá Buena Vista Social Club í Chicago Theatre í kvöld. Ég var að horfa á Wim Wenders myndina um þessa kalla og þetta er alveg ótrúleg sveit. Allir komnir vel yfir sextugt og þeir elstu er eldri en 90 ára. En þetta eru algerir snillingar á hljóðfæri. Þetta verður sennilega mjög ólíkt þeim tónleikum, sem ég hef farið á hingað til.