Castró

Við Björgvin höldum áfram umræðum um pólitík. Hann svarar skrifum mínum á síðunni sinni í dag. Svarið er langt og ítarlegt, þannig að endilega kíkið á það.

Ég og Björgvin erumsennilega sammála um meira en hann heldur, enda erum við báðirhagfræðinemendur. Í þessari umræðu ætlaði ég mér aldrei að vera einhververjandi Kúbu, eða stjórnkerfisins í því landi, enda hef ég séð það meðeigin augum og ég er algerlega á móti Fídel Castró og öllu, sem hann stendurfyrir í dag.

Ég skil ekki nákvæmlega þennan orðaleik með það hvort íhaldsmenn hafi ríkt íMexíkó. Ég stend þó enn fyrir því að PRI sé íhaldsflokkur. En það skiptir ekki öllu máli. Með sama hætti og Björgvin gerðiget ég óhikað haldið fram því að á Kúbu í dag ríki eitthvað, sem er einslangt frá kommúnisma og hægt er að komast. Þar ríkir jú einræðisherra oglögreglan er mjög áberandi, nokkuð sem margir vilja tengja við kommúnisma.Aftur á móti býr Kúba í dag við tegund af markaðskerfi, sem er kapítalismi ísinni viðbjóðslegustu mynd. Þar eiga læknar, kennarar og annað menntafólk ívandræðum með að eiga fyrir mat. En þeir, sem vinna við ferðaþjónustu, aðselja stolna vindla, eða við vændi, vinna sér inn margfalt meiri peninga.

Þetta fólk lifir á dollurum, sem ferðamenn veita því í þjórfé. Þetta erhrikalegt kerfi og Castró veit býsna vel af því, en hann gerir nákvæmlegaekkert í því. Á diskótekum reyna ungar Kúbverskar stelpur frekar viðsveitta, gamla kalla heldur en unga og myndarlega menn, einfaldlega vegnaþess að þær halda að þeir gömlu séu líklegri til að eiga dollara, svo þærgeti selt sig. Ég hef séð þetta ástand og það er hreinlega ekki hægt aðloka augunum fyrir þessu. Hver sá, sem enn styður Castró, eftir að hafa séðástandið á Kúbu er annað hvort samviskulaus eða hefur ekki þroskann tilað skipta um skoðun.

Með þessu er ég ekki að halda því fram að ég telji að kommúnisminn í sinnieinu réttu mynd væri fyrirmyndarstjórnkerfi, eða eitthvað, sem ég vildi sjáí dag. Heimurinn hefur vissulega séð margar tilraunirnar fara illa meðfólk, og ég tel í dag að við höfum ekki efni á fleiri illa gerðum tilraunum.Ég er hagfræðinemandi, og ég á ennþá í dag eftir að hitta þannhagfræðinemanda, sem hefur mælt á móti frjálsu hagkerfi, svo ég ætla ekki aðverða fyrstur.

Ef að frjálshyggjumenn óttast ekki frjálsan flutning á milli landa, þá ernokkuð augljóst að frjálshyggjumenn ráða engu í heiminum í dag, og að það erekki nokkur einasti frjálshyggjumaður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta sannarþví það, sem ég hef haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsflokkuraf verstu gerð. Ég hvet því Björgvin og fleiri, sem hafa deilt við mig ígegnum árin (t.d. Hafsteinn Þór Hauksson) að taka sig til, segja sig úrSjálfstæðisflokknum og stofna á Íslandi almennilegan frjálshyggjuflokk.

Ég skil reyndar ekki hvers vegna Björgvin reynir svona að verja íhaldsmenn,því hann er það alls ekki. Ég skil því ekki hvers vegna Björgvin, sem er frjálshyggjumaðurer að verja íhaldsstefnuna. Því ég tel það stórslys í pólitískri sögu aðfrjálshyggjustefna og íhaldsstefna hafi orðið eitthvað tengdar.

Ég ítreka því áskorun mína til Björgvins, að hætta stuðningi viðSjálfstæðisflokkinn og stofna frjálhsyggjuflokk. Það gæti vel verið að égmyndi styðja þann flokk.