Jæja jæja, ætli rökræðum okkar Björgvins sé ekki lokið í bili. Það er alltaf gaman að geta talað um hlutina á málefnalegan og skynsaman hátt. Ég hef séð komment á þetta á nokkrum síðum og vona ég bara að einhverjir hafi haft gaman af.
Ég vona bara að einvhern tímann muni Björgvin og félagar hafa dug í sér til að stofna frjálshyggjuflokk.
Ég sá að Ágúst lýsti yfir stuðningi við þá hugmynd, þannig að það er vonandi að vefleiðarasamfélagið taki sig til og umbylti stjórnmálum á Íslandi. Þrátt fyrir að ég hafi nú oftast talið mig vinstri-mann, þá er það alveg ofboðslega margt, sem fer í taugarnar á mér í stefnuskrá vinstri manna. Eins leiðist mér margt, sem íhaldið er með og svo allt, sem framsókn býður uppá.
Ég held að umræðan myndi breytast til hins betra ef stofnaður yrði frjálshyggjuflokkur, sem myndi beita sér fyrir minni ríkisafskiptum, aðskilnaði ríkis og kirkju, lækkandi sköttum og einkavæðingu asnalegra ríkisyrirtkækja einsog ÁTVR og RÚV.