Ó nei!

Ó nei! Ég var að lesa í 24-7 að Wyclef Jean, hinn ágæti rappari úr Fugees ætlaði að endurgera eitt af uppáhaldslögunum mínum, Wish you were here með Pink Floyd. Það er alls ekki gott mál. Þetta lag er heilagt! Ef maðurinn ætlar að bæta danstakti við lagið, þá er hann algerlega að eyðileggja það. Svona má ekki gera.