Ógeðslegasti viðbjóður í heimi er…

Þessi cover útgáfa af einu af mínum uppáhaldslögum: Comfortably Numb. Ég heyrði þetta á FM í dag. Að mínu mati væri réttast að skjóta alla meðlimi þessarar hljómsveitar fyrir þessa nauðgun á þessu yndislega lagi.

Allavegana, ég er búinn að vera þunnur í allan fokking dag. Viðbjóðslegasta þynnka sem ég hef verið með lengi. Ekki bætti það úr skák að ég er að reyna að selja rúmið mitt og einhver kona sagðist ætla að koma og skoða það. Þess vegna þurfti ég að fara frammúr og líða vítiskvalir á meðan ég beið eftir þessari konu, sem kom ALDREI

By the way, ég er semsagt að selja Serta Queen Size dýnu. Ég er tilbúinn að selja hana á 15.000 kall, sem er ekki neitt. Aðallega bara vegna þess að ég vill losna við hana útúr íbúðinni. Dýnan kostar ný um 70.000 kall hérna heima.

Allavegana, ég var með vini mínum á djammi í gær. Þetta átti ekki að verða djamm. Við kíktum á opnun á De Palace, nýjum djass bar, sem var að opna við hliðiná Serrano í Hafnarstræti. Mér líst vel á staðinn og vona að þetta gangi. Þarna var ókeypis bjór og ætluðum við að fá okkur einn eða tvo, en stelpan á barnum var svo sæt og bjórinn var svo rosalega ókeypis að við ílengdumst á staðnum og enduðum á að fá okkur aðeins fleiri en tvo bjóra. Fórum svo á Hverfis, þar sem var fínt. Af einhverjum undarlegum ástæðum hitti ég fullt af fólki úr Garðabæ, sem ég hef ekki hitt heillengi í gær. Finnst ykkur það ekki merkilegt?


Já, og ég veit að ég minntist á það fyrir rúmri viku, en ég vil bara segja það aftur. Franz Ferdinand er SNILLDARBAND!

Barça, sætar flugfreyjur og Bill Bryson

Einhvern veginn líður mér einsog ég hafi verið í útlöndum í heillangan tíma, þrátt fyrir að á endanum hafi ég bara verið í 3 daga.

Síðasta laugardag fengu vinir mínir þá snilldarhugmynd að djamma akkúrat daginn áður en ég átti að fljúga út. Ég lét það þó ekki hindra mig, heldur fór á Hverfisbarinn. Þar upplifði maður skemmtilega og ekki svo skemmtilega hluti einsog vanalega. Samt, mjög fínt kvöld sko.

Þegar ég var á barnum eitt skiptið, þá kom uppað mér stelpa sem ég hafði aldrei séð áður og spurði hvort ég væri sá, sem væri með eoe.is. Ég sagði já, og fór hún þá að segja mér að vinkona hennar (sem var að hennar sögn ýkt sæt) væri skotin í mér eftir að hafa lesið síðuna í einhverja mánuði. Þetta var einhver sú allra súrealískasta stund sem ég hef upplifað á Hverfisbarnum. En samt gaman sko. 🙂


Jæja, ég var á Hverfis til 4. Klukkan 4.15 var ég kominn heim að sofa. Klukkan 5 var ég vaknaður og hálftíma síðar á leiðinni útá flugvöll.

Þetta var svosem ekki merkileg ferð. Við vorum í Barcelona í tvo daga, fórum á sýningu á mánudaginn. Ég elska Barcelona og um leið og ég kom niðrí miðbæ rifjuðust upp fyrir mér fulltaf góðum minningum frá þessari borg. Það eru svo sem ekki margar borgir, sem mig langar að búa í, en Barcelona er ein af þeim. Ólíkt til dæmis London, þá höfðar allt í Barcelona til mín.

Allavegana, veðrið var fínt og ég var sáttur. Ég er þó að fara til Barcelona eftir rúman mánuð í aðra vinnuferð, þannig að ég ætla að túristast eitthvað um borgina þá.


Gærdeginum eyddi ég svo í London. Til að nýta daginn betur tók ég næturflugið heim og því gat ég eytt deginum í London. Kíkti niðrí miðbæ og verslaði eitthvað af fötum þar.

London er ekki ennþá að heilla mig. Sennilega er stór partur af ástæðunni sá að í borginni eru ENGAR sætar stelpur. Ég labbaði og labbaði og labbaði en sá enga sæta stelpu allan daginn. Það var ekki fyrr en við vorum komin inní Icelandair vél, að maður sá aftur sæta stelpu, en ein flugfreyjanna var æði. Ef ég hefði verið í einhvern lengri tíma í London þá hefði ég sennilega stokkið á flugfreyjuna og faðmað hana.

Ólíkt stelpum í London eru stelpur í Barcelona hins vegar sætar. Sérstaklega voru stelpurnar á sýningunni sætar. Það er alltaf sama sagan að básarnir eiga greinilega að höfða til karlmanna, sérstaklega þá bjórbásarnir. Það er almenn regla að sætustu stelpurnar eru alltaf á bjórbásunum. En þetta virðist virka. Til dæmis var bás Mjólkursamsölunnar valinn flottasti básinn á Matur 2004. Ég leyfi mér að fullyrða að það var einfaldlega vegna þess að stelpan í samkvæmiskjólnum, sem var að gefa Aloe Vera drykkinn, var geðveikt sæt.

Anyhow, talandi um staffið í fluginu. Flugmaðurinn sem flaug með okkur er hetja. Ég er ennþá alltaf pínku flughræddur og því var það ótrúlega gott að flugmaðurinn varaði okkur alltaf við áður en við lentum í hristingi og tók fram að það hefði ekkert með öryggi að gera. Þetta gerði hann til að mynda fyrir lendinguna, sem fór fram í brjáluðu veðri og þessi stuttu ummæli frá honum hjálpuðu mér mikið. Fleiri flugmenn mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.


Kláraði tvær bækur í ferðinni, báðar ferðasögur eftir Bill Bryson, sem er mikill snillingur. Las The Lost Continent (þar sem hann flakkar á milli smábæja í Bandaríkjunum) og Neither here nor there (þar sem hann ferðast um í Evrópu) og eru báðar bækurnar alveg hrikalega fyndnar. Mæli með þeim fyrir alla, sem finnst gaman að ferðast. Já, og reyndar fyrir alla sem finnst gaman af fyndnum bókum.

Út

Ok, ég er að fara í fyrramálið út til Barcelona í bissnes ferð.

Sem þýðir að þessi síða verður ekki uppfærð fyrr en í fyrsta lagi næsta fimmtudag. Bæjó!

Bla bla bla Röfl bla bla bla

Jæja, Liverpool tókst að eyðileggja enn einn sunnudaginn fyrir mér.

Laugardagskvöldinu eyddi ég heima hjá mér. Horfði á vídeó og reyndi að sannfæra sjálfan mig um að það væru einhverjir kostir við það að sitja einn heima og horfa á DVD á laugardagskvöldi. Það gekk hins vegar erfiðlega.

Ég komst líka að því að það að vera single fer ekki svo mikið í taugarnar á mér. Það sem fer fyrst og fremst í taugarnar á mér er það að eiga enga vini, sem eru single. Ég á fullt af frábærum vinum, en þeir eru annaðhvort giftir eða í langtíma samböndum.

Einhvern veginn þá finnst mér þeir verða ólíkari mér með hverju partíinu sem ég fer í. Ég er 26 ára, sem er ekki neitt, en með sumum af vinum mínum líður mér einsog ég sé litli óþekki krakkinn í hópi hinna fullorðnu. Á meðan að allir vilja fara heim að sofa, vill ég fara í bæinn. Kannski tekst mér að draga einn eða tvo vini með mér og þarf þá að þola illt augnaráð frá kærustum þeirra, sem vilja miklu frekar að strákarnir fari heim að sofa heldur en að þeir séu að djamma með mér. Ég fæ hálfpartinn samviskubit yfir því að reyna að draga einhverja vini með mér á djammið.

Ó, stundum langar mig helst að fara aftur út til Bandaríkjanna til alla single vina minna. En auðvitað er þetta ekki vinum mínum að kenna og það er kannski ekki sanngjarnt að ég sé að röfla yfir þessu. Ég væri bara til í að eiga einhverja single vini. Það væri indælt. 🙂


Á föstudag fór ég á Kaffibrennsluna og drakk nokkra bjóra. Akkúrat nógu marga bjóra til að verða ekki fullur, en nógu marga til að verða þunnur daginn eftir. Því var það ekki gaman að vera vakinn klukkan 10 í gærmorgun. Eyddi deginum á Serrano í ýmsum matarpælingum. Þar erum við að hugsa um nokkrar breytingar, sem eru smáar en mikilvægar.

Vegna djammskorts í gær vaknaði ég snemma í dag, fór í World Class og var í frábæru skapi þegar ég settist niður við sjónvarpið til að horfa á Liverpool.

Síðasta sunnudag hét Friðrik vinur minn því að hann myndi ekki koma aftur í heimsókn og horfa á Liverpool vegna þess hversu lélegan fótbolta Liverpool lék. Við erum báðir með lélegt minni og því var hann aftur mættur til mín í dag, þar sem við horfðum á annan hörmungarleikinn í röð.

Ég er farinn að efast um geðheilsu Houlliers. Hvernig honum dettur í hug að byrja leikinn með Emile Heskey á vinstri kanti og Diouf ekki einu sinni í hópnum er ofar mínum skilning.

Allavegana, leikurinn var hörmung, einsog maður er nú orðinn vanur. Ég rakst á þennan póst á aðalspjallborðinu á Liverpool heimasíðunni. Mér fannst þetta fyndið.

EXLUSIVE: Houllier’s team for Thursday’s UEFA cup match

GoalKeeper: Scmicer
Right-Back: Kewell
Left-Back: Baros
Centre-Back: Owen
Centre-Back: Biscan
Right-Wing Henchoz
Left-Wing: Hyppia
Central-Midfield: Pongolle
Central-Midfield Houllier (Capt) Pen taker/Free kicks
Forward: Dudek
Forward: Kirkland

Æi, hættu núna Houllier. Plííííís!

Don't you know that you're toxic

Ó, sunnudagar. Alveg er yndislega dásamlegt að vakna óþunnur á sunnudögum. Þá líður mér einsog dagurinn eigi eftir að verða ótrúlega gagnlegur, en svo tekst mér alltaf að gera nákvæmlega ekkert gagnlegt. En þetta er búinn að vera æðislega næs dagur. Vinur minn kom í heimsókn og við spiluðum Top Spin tennis í marga klukkutíma án þess að takast að vinna einn einasta fokking leik. Djöfull og dauði! Ekki bætti það úr skák þegar annar vinur okkar bættist í hópinn og fór að gera grín að spilamennsku okkar.

Annars ákvað ég að ég yrði nú að gera eitthvað gagnlegt, þannig að ég tók fram straubretti og ætlaði að strauja buxur af mér. Ég get straujað skyrtur, en buxur eru alltof erfiðar. Mamma hafði sagt mér að sprauta vatni á buxurnar og það myndi hjálpa, sem það gerði (mamma er sko snillingur). Hins vegar þá fóru helv.*x?* krumpurnar aldrei úr buxunum, þannig að ég ákvað að gefast upp og fara með þær í hreinsun.


Annars fór ég á djamm á föstudaginn. Var í mat á Vegamótum og fór svo á Sólon. Fyrir föstudagskvöldið vissi ég ekki að þybbnar 14 ára gellur hefðu stofnað landssamtök, en árshátíð þeirra var einmitt haldin á Sólon á föstudag. Það er greinilegt að vegna veðurs ákváðu dyraverðir á Sólon að útrýma öllum aldurstakmörkunum. Við entumst á staðnum til kl. 3, sem er sennilega ágætt miðað við þessa mögnuðu frásögn.

Annars var kvöldið á Sólon fínt. Öllum að óvörum var Justin spilaður svona 5 sinnum og ég lenti í því að útskýra fyrir einum félaga að Justin væri snillingur, en ekki væminn aumingi einsog hann hélt fram.

Já, og Postal Service eru snilldar band!

Og Damien Rice er að koma til Íslands og ætlar að halda tónleika. O er einmitt mjög góð plata. Núna þarf ég sennilega að gefa einhverjum vini þann disk til að sannfæra viðkomandi um að fara á tónleikana með mér. Cannonball er eitt af mínum uppáhaldslögum þessa dagana.


Sá Wonderbra þáttinn af America’s next top model. Svei mér þá ef þessi Robin er ekki mest pirrandi gella ever. Og Adrianne er snillingur. Svo lengi sem hún sé Cubs aðdáandi, þá á hún að vinna.

Oooooog svo byrjar Queer Eye aftur á þriðjudag. Jibbí jibbí jibbí jei. Ég verð svooo glaður þá. Ó hvað ég elska þá þætti.

Ok, 24 er að byrja. Þeir þættir byrja vel. Fyrir utan það að Kim er ekki ennþá dauð. Var alltaf að vonast að það væri loka twistið í síðustu seríu. En nei, hún er enn í fullu fjöri þessi elska.

Já, og eitt enn: Þetta er hneyksli

Köln

Ok, kominn heim eftir nokkra daga í Köln.

Það er svo sem ekki mikið að segja um þetta allt. Þetta var erfitt en gaman. Í raun voru þetta þrír dagar af nær stanslausu labbi um sýninguna og fundir með einhverjum 10 sælgætisbirgjum. Allt saman mjög fróðlegt.

Kvöldin voru líka bissí, þrjú kvöld í röð voru plönuð í boðum hjá erlendum fyrirtækjum. Þau voru öll fín. Síðasta daginn var svo seinni parturinn laus og verslaði ég því slatta, enda Köln flott verslunarborg. Samt skrítið að ég sá ekki eina einustu tónlistarbúð í öllu miðbænum.


Sá magnaði atburður gerðist í ferðinni að ég byrjaði að drekka sódavatn. Þar sem ég drekk ekki gos og vatnið í Þýskalandi er verra en hland á bragðið, þá greip ég til þess örþrifaráðs að drekka sódavatn (maður getur ekki drukkið bjór á fastandi maga og ég vakna alltaf svo þyrstur, svo þetta voru örþrifaráð).

Það magnaðasta við Köln fyrir utan vonda vatnið er hversu mikið er auglýst af hringitónum í síma. Auglýsingatímarnir á MTV eru nánast eingöngu fyrir hringitóna. Come on! Ég keypti mér reyndar síma útaf því að mínum síma var stolið um áramótin og tónarnir í honum eru svo hræðilegir að ég hálfskammast mín þegar hringt er í mig, en samt… Ég er m.a.s. búinn að læra þýska orðið yfir hringitón: Schicketon, eða eitthvað þannig.


Horfði líka á þýskt idol. Allir gaurarnir voru jafn glataðir og gaurinn, sem söng Maniac í World Idol. Einsog allir séu í áheyrnarprófi fyrir Westlife eða hvað þessi strákabönd heita öll.

Annars er ég geðveikt skotinn í Köln. Þetta er mjög skemmtileg borg, fínir veitingastaðir, frábær miðbær, og svo framvegis. Mæli með þessari borg.


Heimferðin var svo hreinasta martröð. Það var seinkun á fluginu frá Amsterdam til London og því misstum við af Icelandair fluginu heim. Þess vegna þurftum við að bíða í 7 tíma í London. Ég meikaði ekki að fara inní bæ, svo ég fann mér bara eitthvað horn, þar sem ég lagði mig á bekk í 4-5 klukkutíma. Borðaði svo vondan Burger King með köldum frönskum (hvað fólk sér við Burger King verður mér hulin ráðgáta um allar aldir. Að mínu mati ber McDonald’s höfuð og herðar yfir BK!!). Kom ekki heim fyrr en um 3 í gærnótt, eftir 20 fokking tíma ferðalag frá Köln.

Hérna heima er allt í hassi, enda var ég fárveikur tvo síðustu dagana á Íslandi áður en ég fór út. Ældi áður en ég fór í flugið og allt, þannig að kvöldið á eftir að fara í að reyna að koma hlutum í lag.

Kom svo heim og sá að þetta fokking sparisjóðamál er ENNÞÁ í fréttum. Kræst!

Já, og Patriots unnu (Jei!!!!) og ég missti af leiknum (hræðilegt!), Vona að Boston vinir mínir geti nú jafnað sig á 8. lotunni af Pedro í New York.

Vinna=Spennó, Einkalíf=leiðinlegt

Jedúddamía hvað það er lítið að gerast í mínu lífi utan vinnu. Síðustu vikur hafa verið mjög spennandi, skemmtilegar og erfiðar í vinnunni en utan vinnu hefur nánast ekki neitt gerst.

Jú, hélt starfsmannapartý Serrano hérna á föstudaginn, sem var alger snilld. Fyrir utan það hefur nánast ekkert gerst. Það er hálf skrítið að hafa ekkert að gera á kvöldin núna þegar mesta íbúðarvesenið er búið í bili.

Þegar vinnan spilar svona stóran hluta í lífi manns, þá er nú ekkert ýkja spennandi að halda úti þessari vefsíðu. Flestallt af því, sem ég geri í vinnunni vil ég ekki tala um, og auk þess efa ég að það yrði mjög spennandi.

Á morgun er ég að fara á ISM, sem er stærsta sælgætissýning í heimi, haldin í Köln. Það er tiltölulega stutt síðan ég var í Köln síðast og þetta er svosem ágætisborg. Höfum smá tíma lausan og ætli maður versli ekki eitthvað en það er fullt af skemmtilegum búðum í miðbænum.

Ok, þessi færsla er leiðinlegri en ég þorði að trúa. Vonandi hef ég eitthvað meira spennandi að skrifa um þegar ég kem heim.

Vikan búin

Vá, hvað þetta er búin að vera vangefin vinnuvika. Ég hef aldrei farið að sofa fyrir klukkan 1 og aldrei komið heim úr vinnunni fyrir klukkan 7. Þannig að ég er frekar þreyttur í lok vikunnar. Verð að hrista það úr mér enda er starfsmannapartí á Serrano í kvöld.

Annars, þá er nýja myndbandið með Britney æææææææði!!! Mæli sérstaklega með því fyrir alla Britney aðdáendur (Emil, Friðrik, o.s.frv.). Ó, ég er ástfanginn af Britney!!!

Fyrir alla, sem vilja komast í stuð fyrir kvöldið, þá er ekkert betra en að skella Strokes á fóninn. Reptilia er lag dagsins. Ef þú kemst ekki í stuð við að hlusta á það lag, þá er eitthvað mikið að heima hjá þér.

Hárið mitt, þriðji hluti

Á laugardaginn lét ég verða af því að snoða mig. Ég var kominn með algert ógeð á hárinu á mér. Nennti ekki lengur að hafa áhyggjur af síddinni eða greiðslunni eða öllu þessu kjaftæði.

Ég meina hei. Þannig að í mótmælaskyni er ég búinn að snoða mig. Er ekki ágætt að byrja þetta ár á upphafsreit?

Einar Örn með hár (á Jóladag)

Einar Örn snoðaður (12. janúar)

Uppfært: Hérna er þriðja myndin: Ég að snoða mig. Reyndar byrjaði ég bara sjálfur, en svo fékk ég aðstoð frá Þórdísi hárgreiðsluséní. 🙂

Einar setur saman húsgögn á föstudagskvöldi

Jedúddafokkingmía hvað þetta föstudagskvöld er búið að vera viðbjóðslega leiðinlegt.

Ég ákvað nefnilega fyrir nokkru að kaupa mér hillur í stofuna til þess að ég gæti losað mig við fermingarhúsgögnin mín. Ég keypti hillur í Innx og indæl afgreiðslukona þar sagði mér að samstæðan væri auðveld og skemmtileg í uppsetningu.

Jæja, hún laug! Þetta er djöfullega erfitt og veeeðbjóðslega leiðinlegt í uppsetningu. Þvílík ósköp! Ég er búinn að bogra yfir þessu kófsveittur í þrjá tíma og ég er ekki einu sinni hálfnaður. Já, ég segi það og skrifa: Sjálfur Anti-Kristur vinnur við það að hanna húsgögn hjá dönsku húsgagnafyrirtæki.

Það eina, sem stendur uppúr kvöldinu var frábær Simpsons þáttur og fyndin svínasúpa. “Stjórnarfundabrandarinn” var hrikalega fyndinn. Eða kannski er ég bara karlremba.

Já, og djöfull er “Wonder of You” með Elvis gott lag. Ójeeee.

Takk fyrir og góða nótt