Kvót dagsins

Þetta er náttúrulega snilld: Þvagblaðra Haraldar (af Örvitanum)

Einu skiptin sem ég vil heyra af fræga og ríka fólkinu er þegar það hefur álpast til að taka upp myndbönd með kynlífi sínu og glutrað spólunni. Meira slíkt, minna slúður.

Ég var að fatta aftur hvað Odelay með Beck er hrikalega góð plata. Hlustaði á hana í World Class í hádeginu og var algerlega ofvirkur fyrir vikið. Diskobox er snilld.

Annars er lítið búið að komast í spilarann nema Muse og Mínus. Tvö snilldarbönd. Var ekkert smá sáttur þegar ég sá að Mínus var að hita upp fyrir Muse. Halldór Laxness er ein besta íslenska rokkplatan, sem ég held að ég hafi bara heyrt. Djöfull verður gaman á miðvikudaginn. Hæ hó jibbí jei!!

"Slappað af"

Í dag ákvað ég að fresta öllu íbúðarstússi til að bjarga geðheilsu minni. Þess í stað skellti ég mér á snjóbretti og seinni partinn barðist ég við skrímsli í Írak. Mikið var það gaman.

Ég er reyndar ennþá haldinn einhverjum skólakomplex, því ég get aldrei slappað almennilega af, án þess að líða einsog ég sé að skorast undan því að gera eitthvað nytsamlegra.

Það var nefnilega þannig í skóla að ef ég var eitthvað að slappa af um helgar, þá fékk ég alltaf samviskubit, því það voru allta einhver verkefni, sem maður átti eftir að gera. Þess vegna gat ég aldrei notið afslöppunarinnar almennilega.

Enn þann dag í dag get ég ekki losnað við þessa tilfinningu. Ég ákvað að gera ekki nokkurn skapaðan hlut í dag nema sitja fyrir framan sjónvarpið, en samt var ég alltaf að kíkja á tölvupóstinn minn og tékka hvort síminn minn væri ekki örugglega í lagi. Svo fékk ég líka geðveikt samviskubit yfir því að ég nennti ekki að fara í Byko að kaupa gólflista í íbúðina. Ég bara nennti því svooo ekki.

Þrátt fyrir þessi afslappsvandræði, þá var alveg fáránlega gott að geta eytt heilum sunnudegi í leti án þess að vera einu sinni þunnur. Ég ætti að gera þetta oftar.

Málning dregur úr mér kraft

Ég held svei mér þá að það sé ekkert leiðinlegra en að mála ofna. Jedúddamía, hvílík hörmung.

Síðustu daga hef ég verið að klára að mála svefnherbergið mitt, sem er síðasti ómálaði hluti íbúðarinnar minnar. Reyndar var herbergið málað fyrir, en ég var ekki ánægður með litinn. Vegna þessarar vinnu svaf ég frammi á stofugólfi í nótt, sem var skringilega þægilegt.

Annars, þá er það eitthvað við málningu eða málningarvinnu, sem dregur úr mér allan lífskraft. Kannski ætti ég að opna fleiri glugga. Allavegana, get ekki hugsað eða skrifað um neitt nema málningu!! Þetta er hræðilegt! Ég veit að þetta er leiðinlegt umræðuefni, en ég er bara orðinn andlega og líkamlega tómur. Vonandi klára ég þetta á morgun, svo ég geti hafið nýtt líf án málningar.


Annars, þá var ég snjall og setti sjónvarpið við svefnhergishurðina á meðan ég málaði ofnana í herberginu. Þannig gat ég horft á Survivor. Markaðsmenn þess þáttar hljóta að vera í sjálfsmorðshugleiðingum þessa vikuna, því í síðustu viku var skemmtilegasti þáttakandinn kosinn burt og svo var eina gellan kosin burt í kvöld.


Og bæ the way, ef þið fenguð ekki minnisblaðið, þá virðast hattar vera komnir í tísku! (allar myndirnar teknar á einni helgi á Sólon!!). Er ég sá eini, sem er ekki alveg að fíla þetta?

Spray, delay, and walk away

Einhvern veginn hef ég verið voðalega latur við að skrifa eitthvað hérna undanfarið. Ætli maður sé ekki miku duglegri að skrifa þegar það er eitthvað drama í gangi. Þegar hlutirnir bara ganga nokkuð smooth, þá er minna til að skrifa um.

Allavegana, ég verð að koma því að að Queer eye for the straight guy er mesti snilldarþáttur í heimi! Þátturinn er svo skemmtilegur að ég er nær hættur að horfa á Amazing Race, sem er á sama tíma. Svo er þetta náttúrulega mikil og góð fræðsla í þessum þáttum. Ég passa mig til dæmis alltaf á því núna að setja vaxið í hárið aftan frá. 🙂


Annars djammaði ég ekki um helgina, sem þýðir að ég hef ekki djammað 3 helgar af síðustu 4, sem hefur ekki gerst í gríðarlega langan tíma. Það er svo sem ágætt að sleppa þessu svona af og til. Ég held að það sé líka ástæðan fyrir því að ég sé ekki svo melódramatískur. Maður hugsar ósjálfrátt minna um stelpur þegar maður er ekki að djamma um helgar.

Ég held líka að ég sé búinn að komast að því að ég muni ekki hitta réttu stelpuna á djamminu. Held að sá vettvangur sé ekki að virka. Var ekki Eddie Murphy í Coming to America ráðlagt að fara í kirkjur til að finna góðar stelpur? En nei, það er kannski ekki alveg málið. Það er svo sem nóg af sætum stelpum á djamminu og allt það. Held bara að ég sé ekki að fíla of fullar stelpur, og ég fíla líka ekki að vera að reyna við stelpur þegar ég er of fullur. Það er ekki sniðugt… Svo eru líka prófin í skólum að byrja og þá fækkar sætum stelpum á skemmtistöðunum til muna. Kannski að maður ætti bara að hætta að djamma fram að jólum? Eða kannski ekki


Helgin fór í íbúðarstúss. Var málandi bæði föstudags- og laugardagskvöld. Það að mála er einmitt eitt það leiðinlegasta sem ég geri, þannig að ég er virkilega stoltur yfir því að hafa afrekað að standa í slíkum leiðindum á laugardagskvöldi. Horfði meira að segja á Laugardagskvöld með Gísla Marteini (eða hlustaði á það meðan ég málaði). Ég gat ekki annað en horft á þáttinn þegar Leoncie kom fram. Sú kona er snillingur, á því leikur enginn vafi!

50 staðir til að fara á áður en þú deyrð (uppfært)

Nokkuð skemmtilegar pælingar á BBC: 50 Places to see before you die

Þetta var könnun, sem BBC gerðu meðal lesenda. Listinn er áhugaverður og þarna er fullt af stöðum, sem mig langar gríðarlega til að heimsækja, en listinn er líka býsna skrítinn á köflum. Til dæmis skil ég ekki hvernig í andsk** Florida komst í þriðja sæti. Ef það er eitthvað merkilegt að sjá á Florida, þá missti ég af því.

Ég verð að segja að ég hefði nú til dæmis skipt Florida út fyrir Saltvötnin í Bólivíu. Einnig mundi ég taka út Rio og setja inn til dæmis Havana eða Buenos Aires (útaf besta næturlífi í heimi).

Ég hef komið á 9 staði á þessum lista :

Florida: Fór til Florida með fjölskyldunni þegar ég var 14 ára gamall. Fór í Disney World og allt það dót. Fór síðan aftur þegar ég var 24 ára í Spring Break með Hildi og Dan vini mínum.

New York: Hef komið tvisvar til New York. Fyrst þegar ég var 19 ára, þegar til að heimsækja vinkonu mína, sem var í skóla þar nálægt. Einnig fórum við Hildur þarna þegar ég var 21 árs. Í bæði skiptin vorum við þar um vor og í bæði skiptin var ég afskaplega hrifinn. Frábær borg, en samt var ég ofboðslega feginn að koma aftur til Chicago eftir seinni ferðina.

Macchu Picchu: Á þennan magnaða stað hef ég komið tvisvar. Þegar ég var skiptinmei í Venezuela fór ég með fósturfjölskyldunni minni til Perú í einn mánuð. Þá var ég á Macchu Picchu í æðislegu veðri. Í seinna skiptið fór ég með þrem vinum mínum og löbbuðum við Inka slóðina í 3 daga upp til Macchu Picchu, þar sem var þoka stóran hluta dagsins, en samt gátum við vel notið þessarar mögnðu borgar.

Niagara Falls. Þegar ég var 24 ára fór ég með Hildi til Niagara Falls í Kanadaferðinni okkar. Fossarnir eru magnaðir, en bærinn í kringum þá er hreinasta túristahelvíti.

Iguassu Fossa: Stórkostlegir fossar á landamærum Paragvæ, Brasilíu og Argentínu. Ég og Emil eyddum tveim heilum dögum við að skoða fossana og það var alls ekki of mikill tími.

Rio de Janeiro: Þarna var ég þegar ég var 21 árs gamall. Mjög skemmtileg borg, en samt ekki eins heillandi og Salvador. Samt frábær borg.

Barcelona: Fallegasta borg, sem ég hef komið til. Næstbesta fótboltalið í heimi, æðislega fallegar byggingar en allt allt allt of mikið af fólki.

Ísland: Held að ég hafi séð nokkurn veginn allt landið. Mamma og pabbi sáu til þess.

Angel Falls: Sá þennan foss í Suður-Ameríkuferð okkar vinanna. Tókum litla flugvél frá Ciudad Bolivar og flugum framhjá þessum ótrúlega fossi. Veðrið var ekki alveg eins gott og við hefðum óskað, en samt mögnuð sjón. Mig langar alltaf að fara aftur á rigningartímabilinu, því þá er hægt að sigla nálægt fossunum (þeir eru það afskekktir að það liggur enginn vegur í mörg hundruð kílómetra radíus frá þeim)
Continue reading 50 staðir til að fara á áður en þú deyrð (uppfært)

Vááááá

Ja hérna, alltaf kem ég sjálfum mér á óvart. Ég varð að horfa á Ísland í Dag og ég var í fyrsta skipti sammála því, sem Sólveig Pétursdóttir var að segja!! Hún var að rökræða við Jónínu Bjartmarz um vændisfrumvarpsvitleysuna.

Reyndar, þá er Jónína framsóknarmaður, sem gerir það að verkum að þetta er ekki eins merkilegur viðburður. Ég held að ef að framsóknarmaður væri settur í rökræður við rimlagardínu, þá yrði ég sammála gardínunni.


Annars var það geðveikt fyndið að það var viðtal við Ólaf forseta á CNN um helgina. Við það viðtal voru sýndar myndir frá Reykjavík, sem voru það gamlar að Samvinnuferðir-Landsýn voru með skilti á Austurvelli. Þannig að allir, sem sjá þetta, halda að allir Íslendingar séu ýkt lummó enda allir í fötum frá 1990 eða eitthvað.


Og já, mynd af mér á Hverfisbarnum (í BBQ bolnum). Ja hérna! Ég var sko ekki að panta þessi staup. Held að það hafi verið stelpan, sem er að drepast þarna við hliðiná mér (þekki hana sko ekki).


Jamm og netkærastan fór bara á Serrano, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hún fílaði ekki mexíkóskan mat. Hún segir að kjúklingaburrito númer 1 sé snilld! Ég er sammála, enda borða ég það alltaf 🙂


By the way, hvenær var þetta orð “mansal” fundið upp? Ég held að ég hafi aldrei heyrt það fyrstu 25 ár ævi minnar en svo 15 sinnum á dag síðasta árið.

uppfært: Þessi færsla hjá Jens er fyndin. Gaman að hann hefur meira álit á rökfærslum Jónínu en ég. Og svo er brandarinn um Davíð sniiiiilld.

Ó, ég er svo latur

Ég er ekki þunnur, en samt er ég of latur til að gera eitthvað af viti. Er að reyna að sannfæra mig um að ef ég geri eitthvað af viti, þá taki þynnka sig upp, þannig að best sé að liggja í leti. Það gengur ekkert alltof vel.

Fór á skemmtilegt djamm með skemmtilegu fólki í gær. Hitti netkærustuna mína, Katrínu.is þegar ég var að kaupa biðraðarbjór á GrandRokk (vorum í biðröð á Hverfis, sem leit ekki vel út, svo ég stökk og keypti bjór to go). Allavegana, gat ég lítið talað við hana, þar sem að vinir hennar virtust ekkert hafa sérstaklega mikinn áhuga á því að hanga þarna lengi. Hún hélt því líka fram að hún myndi ekki komast inná Hverfis, sem mér fannst nú hæpin afsökun 🙂

Anyhooo, þetta var gaman, þrátt fyrir að ég sé farinn að hafa efasemdir um Hverfisbarinn. Er ekki alveg að höndla þetta tónlistarval inná staðnum. Fyrir menn einsog mig, sem fara þarna mjög oft, þá er það orðið frekar þreytandi að heyra sum lög, sérstaklega öll íslensku klisjulögin. Er einhver með tillögu að nýjum uppáhaldsstað?

Fyrirlestur, Rollur, IKEA, Rivaldo og A-Rod

Fyrirlesturinn í hádeginu gekk sæmilega. Ég talaði blaðlaust, sem gekk fínt, þangað til að ég gleymdi gjörsamlega hvað ég ætlaði að segja og var einhverjar 10 sekúndur að muna hvað ég ætti að segja.

Allavegana, þá mættu einhverjir 15 manns á fyrirlesturinn, sem er ásættanlegt miðað við áhugann á fyrirlestri Namibíu forseta.


Ég fékk vægt sjokk þegar ég fór í IKEA eftir vinnu og sá að þeir eru hættir að selja fallega stellið mitt. Ég keypti 12 bolla, diska og slíkt á einhvern 2000 kall fyrir tæpu ári. Svo bara án þess að láta mann vita, þá hætta þeir að framleiða þetta. Ætli ég verði að byrja að safna nýju IKEA stelli? Emil var að kvarta yfir því hversu mikil læti væri í diskunum þegar hann drægi gaffal eftir þeim, svo núna er ég farinn að hlusta eftir skrítnum hljóðum á morgnana þegar ég borða Weetabix-ið mitt. Kannski ætti ég að prófa að hlusta á útvarp á morgnana?


Vissir þú að samkvæmt ríkisstjórninni þá er almenn sátt um íslenska landbúnaðarkerfið meðal íslensku þjóðarinnar? Ætli þeir trúi sjálfir þessari vitleysu? Hvar er Alþýðuflokkurinn þegar þjóðin þarf á honum að halda?


The Onion: Mom finds out about Blog (via Kottke). Sniðugt.


Já, og svo vil ég fá Rivaldo til Liverpool og A-Rod til Cubs. Þá verður Einar Örn glaður! Mjög glaður! Reyndar alveg í skýjunum!

Leiðrétting

Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að línan um að ég ætti að vera að djamma vegna þess að ein sætasta stelpan í bænum væri aftur komin á laust VAR DJÓK!

Ég var bara að skjóta á vinkonu mína, en ég er ekki viss um að hún hafi einu sinni fattað djókið og ég held að ansi margir lesendur hafi misskilið þetta sem einhverja voðalega höstl statement hjá mér. Svo var ekki, enda myndi ég aldrei skrifa neitt svona í alvöru 🙂