Home improvement, part deux

Það er ekki fyndið hvað ég ótrúlega vitlaus og ómögulegur í öllu, sem viðkemur smíðum og endurbætum á íbúðinni minni. Ég er gersamlega ófær um að gera einfalda hluti rétt. Ég hef reyndar áður skrifað um þessa fötlun mína.

Í kvöld er ég búinn að baksa við að koma snúrum í rennur hérna í íbúðinni, svo stofan mín líti aðeins betur út. Það hefur hins vegar gengið alveg stórkostlega illa, sem er magnað því þetta ætti ekki að vera neitt mál. Ég hélt að ég myndi vippa þess upp í hléi á Arsenal-Inter, en núna er leikurinn búinn og ég varla hálfnaður. Af hverju ætli þessi fötlun stafi? Nú er bróðir minn sæmilega fær í svona málum og á eitthvað stærsta verkfærasett á Norðurlöndum. Ég er hins vegar alveg laus við allan slíkan áhuga og á bara borvél, hamar og tvö skrúfjárn.

Ég er eiginlega alveg uppgefinn eftir að hafa staðið uppá stól með hamar í tvo tíma. Og ekki bætir úr skák að ég er með harðsperrur í höndunum eftir átök í líkamsrækt í gær.

Annars verð ég hálf sorgmæddur þegar ég horfi á Meistaradeildina núna, því að Liverpool eru ekki með. Hugsa frekar dapur til þess að maður gæti verið að drekka bjór á Ölveri með 200 brjáluðum Liverpool stuðningsmönnum, en í staðinn er maður bara fastur heima horfandi á Bayern-Celtic eða einhverja ámóta spennandi leiki.

… já, og ef þessi djöfulsins vaskur í eldhúsinu hættir ekki að leka, þá fæ ég taugaáfall.

Ég er fullur

Ja hérna, ég er fullur.

Ætti maður ekki að skrifa um öll einkamál sín. Allar stelpur, sem ég er skotinn í, allar stelpur sem ég hef reynt við? Ætti ég ekki að bara skrifa nákvæmlega það sem ég er að hugsa akkúrat núna eftir að hafa hlaupið heim úr miðbænum? Ómægod hvað ég hef margar sögur til að segja.

En samt þá er ég nógu vitur til að halda aftur af mér, allavegana í þetta skiptið. Vil samt bara koma því á framfæri að það er alveg ótrúlega mikið af fallegum stelpum í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þrátt fyrir að ekki sé jafnmikið af fallegum stelpum og í Moskvu eða St. Pétursborg, þá getum við varla kvartað.

Uppfært kl. 11.43: Ómægod hvað ég er þunnur

Styttugarður

gardur.jpg

Ég er smám saman að fara í gegnum myndirnar frá Rússlandi og ætla að birta þær hérna innan nokkurra daga.

Hér er þó ein, sem ég held dálítið uppá. Þarna er ég í Styttugarðinum í Gorky Garði í Moskvu. Þar eru samankomnar fjölmargar stytur af gömlu Sovétleiðtogunum, sem var steypt af stalli (bókstaflega) árið 1991.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu.

Rússlandsferð

Á morgun er ég að fara í frí. Í fyrsta skipti í mjög langan tíma, sem ég tek mér frí frá vinnu eða skóla. Ég ætla að byrja að fara til Frakklands, þar sem að Jens PR vinur minn ætlar að giftast Jónu vinkonu minni. Þau ætla að gifta sig í einhverjum gömlum kastala á fimmtudaginn.

Á föstudaginn ætla ég svo að fljúga til Moskvu, þar sem ég ætla að eyða viku. Þaðan ætla ég að taka lest upp til St. Pétursborgar, þar sem ég ætla að eyða annarri viku.

Ég er að fara einn til Rússlands og verður það ábyggilega dálítið skrítið. Það hefur lengi verið draumur minn að fara til Rússlands og ákvað ég bara að skella mér sjálfur. Ég veit að mér á aldrei eftir að takast að sannfæra vini mína eða stelpur, sem ég á eftir að kynnast, um að fara til Rússlands, þannig að ég fer bara einn.

Þetta er líka gott tækifæri til að jafna mig eftir allt vinnuálagið og vesen í einkalífinu undanfarnar vikur og mánuði.

Það verður fínt að slökkva á GSM símanum og njóta þess í stað rússneskar menningar í rólegheitum. Djöfull hlakkar mig til.

Afmæli og þynnka

Gærkvöldið var mun betra en helvítis föstudagskvöldið. Var með grillpartí fyrir vini og svo fórum við niður í bæ, þar sem voru víst einverjir tónleikar. Hins vegar var svo geðveikt mikið að gera á Serrano að ég þurfti að hjálpa til þangað til að flugeldasýningin byrjaði, þannig að ég sá ekkert af tónleikunum. By the way, í hvernig heimi lifum við þegar að Qurashi hitar upp fyrir Sálina og Stuðmenn! Af hverju spiluðu Quarashi ekki síðast?

Ég týndi svo öllum vinum mínum og auðvitað hrundi þetta GSM net hjá “Og Man United”. Ég fór á Hverfisbarinn að leita að fólki en enginn var þar. Svo loksins náði ég í vin minn, sem er með síma hjá Landssímanum (Guð blessi þessi ríkisfyrirtæki) og fór ég því á Sólon. Þar sá ég mína fyrrverandi, sem er alls ekki gott fyrir geðheilsu mína og vilja til að djamma. Á Sólon var samt fínt. Samt gerðist eiginlega ekkert þar inni.

Í dag á ég sem sagt afmæli.
Hvað vil ég í afmælisgjöf?
Að Liverpool vinni fucking Chelsea peningavélina. Þá verð ég glaður og hress og þá mun þessi þynnka hverfa einsog skot.

Fucking föstudagskvöld

Er eitthvað leiðinlegra í þessum heimi en að vera einn heima á föstudagskvöldi?? Ég bókstaflega hata svona kvöld, ég er að morkna úr leiðindum. Víst að ég hafði ekkert planað í kvöld ákvað ég að reyna að þrífa íbúðina en ég gafst fljótt uppá því. Ég veit eiginlega ekki hvað ég hef verið að gera í allt kvöld.

Jú, ég horfði á Cubs vinna fjórða leikinn í röð (djöfull er Mark Prior góður!!). Hafnaboltadeildin bandaríska er algjört æði, því að þeir sýna alla leiki í gegnum Real Player í 300kb straum. Þannig að gæðin eru frábær og ég get horft á Cubs. Ég held að mér sé ekki eins annt um neitt íþróttalið einsog Cubs, nema auðvitað Liverpool.

Þrátt fyrir að Cubs hafi komið mér í gott skap, þá finnst mér einhvern veginn einsog maður sé meira einn þegar maður er einn á föstudagskvöldi. Ætti maður ekki að vera í bíó eða eitthvað með kærustunni? Æji, bölvað væl er þetta. Er ekki ennþá alveg búinn að ná mér eftir síðasta samband og hef því einstaklega gaman af því að vorkenna sjálfum mér. Veit ekki almennilega af hverju. Ég mæli líka eindregið gegn því að hlustað sé á Jeff Buckley í svona annarlegu ástandi. Það gerir bara illt verra.


Ég var í klippingu í dag og lít núna út fyrir að vera fjórum árum yngri en ég var í morgun. Það er svo sem ekki merkilegt. Hins vegar var ég að lesa Séð & Heyrt á hárgreiðslustofunni. Ein af ástæðunum fyrir því að ég fer reglulega í klippingu er að þá get ég lesið nokkra vikna skammt af Séð & Heyrt.

Allavegana, þá hýtur að vera helvíti fúlt að vera reglulegur gestur í þessu blaði. Ég myndi ekki beint fagna því að sjá grein um hversu ástfanginn ég væri af einhverri stelpu eftir að ljósmyndari Séð & Heyrt hefði séð okkur kyssast inná einhverjum bar. Það hlýtur að auka spennuna og þrýstinginn á sambandið verulega. Plús þá held ég að það sé hæpið að tala um ást eftir að par hefur sést á djamminu einu sinni af ljósmyndara Séð & Heyrt.


Bill Simmons er besti íþróttapislahöfundur í heimi, það er alveg ljóst. Í síðasta pistli sínum fer hann í gegnum póstinn sinn og þar kemur mjög góð spurning (þetta hefur komið of oft fyrir mig. Ég virðist laðast að stelpum, sem eru á föstu, einsog segull).

Q: What would be the best sports equivalent to that moment when you’re talking to an attractive woman who you think you’re hitting it off with, and she casually mentions her boyfriend mid-sentence, and you have to keep the conversation moving without showing disappointment?

A: Losing a no-hitter (nánast fullkominn leikur í baseball). No question. You’re cruising along, all your pitches are working, you’re trying not to get ahead of yourself, you’re taking it one batter at a time, the crowd’s getting behind you … and then she casually throws out the boyfriend, like a piping-hot stake in the heart. And you have to regroup mentally, finish the conversation, and pretend that you’re not even remotely rattled. Even though you’re reeling inside.

(Doesn’t that sound just like losing a no-hitter? And why do women relish doing that to us so much? It’s like they teach a class for this stuff somewhere.)

Bill leggur einnig til hvernig menn geta veðjað á ýmsa atburði í brúðkaupum. Ég er einmitt að fara í eitt slíkt í Frakklandi á fimmtudag

So sprucing the festivities up with gambling. … I mean, that’s inspired genius. Let’s assume that we’re working with a 5 p.m. wedding ceremony, just for the sake of accuracy. Here are some other things you could gamble on:

1. Quality of the best man’s toast vs. quality of the cake (even odds): This one could be especially fun if you wagered heavily on the best man, then he choked in his speech, and you wanted to kill him afterward. And yes, few things in life are more enjoyable than someone screwing up a best man’s speech. I can’t believe somebody hasn’t turned “Worst Best Man Speeches” into its own TV show yet.

2. Girl who catches the bouquet hooks up with the guy who catches the garter (10-1 odds): I’ve only been to one wedding where this ever happened, so the 10-1 odds seem generous here.

3. Groom’s horny friend starts grinding on the dance floor with somebody’s attractive cousin who isn’t 21 yet (even odds): And somebody’s mother is always horrified. You can usually see this one coming. As an aside, I was delighted when this exact scenario happened at my wedding. It was a dream come true.

4. Band plays “I Will Survive” (+/- 8:45pm): I hate this song. There’s always that one girl on the dance floor who just broke up with someone and gets a little too into the lyrics. Calm down, honey.

5. Token slutty bridesmaid goes after a waiter, band member, or any friend of the groom attending the wedding without his girlfriend (wager $400 to win $100): Easy money. When you mix the emotions of “I’m sad because my friend’s getting married and I’m still single” with “I’m horny and drunk” and “Everyone looks good because we’re all dressed up,” just about anything’s possible. They probably can’t make these odds high enough.

6. Groom cries or faints during the wedding ceremony (3-1 odds): And here’s the worst thing: You can’t really make fun of them afterward. It was too big of a moment. So you might as well wager on it.

7. Puking or fisticuffs during the reception (10-1 odds): Although these odds drop to 3-1 in the general Boston area.

8. The Mother-Groom dance is “You Look Wonderful Tonight” (20-1 odds): We needed a long-shot wager on here. Imagine the excitement if you had 20-1 on Clapton and those first few seconds of the song started playing.

9. Fat guys dancing without their jackets and sweatstains under their arms (+/- 2.5): Another great part about weddings. Huge, sweeping sweatstains are always funny.

10. The token “couple who’s been dating for three years and either need to get engaged or break up” have a huge blowout during the wedding reception (even odds): Not good times. Uh-oh … I’m having flashbacks …

And the ultimate long-shot bet…

11. Wedding called off at last minute (50-1 odds): It’s dark, it’s evil … but a $10 bet wins you $500. More than enough to pay for your tux.

Hrímaður Julio

Aðalfyrirsögnin í fréttablaðinu í gær er án efa fyndnasta fyrirsögn ársins:

Halldór á öðru máli en Davíð Oddson !!

Ef ég væri ritstjóri á Fréttablaðinu þá hefði ég reynt að nota enn stærra letur fyrir slík stórtíðindi.

Fór í gærkvöldi á Kofa Tómasar Frænda af því að vinir mínir nenntu ekki að djamma. Sá staður er hins vegar í mikilli tilvistarkreppu. Er kaffihús, sem heldur að með plötusnúði geti það breytt sér í hipp og kúl bar. Það gerðist allavegana ekki í gærkvöldi. Eina sem gerðist var að við gáfumst upp á að öskra hvert á annað.

Annars horfði ég í gærkvöldi á þátt í Queer As Folk í fyrsta skipti í meira en mánuð. Það var merkisstund í mínu lífi. Verður maður jú ekki að halda áfram að lifa, þrátt fyrir allt? Ha?

Kóka Kóla

Ég komst að alveg magnaðri staðreynd um Ísland í dag. Þannig er að hér á landi er ekki selt eitt einasta lyf við ælupest! Ég er búinn að vera svo heppinn að hafa verið ælandi frá 3 í morgun til 18 í dag. Um 2 leytið tókst mér að safna nægri orku til að labba útí Apótek. Þar fékk ég hins vegar þau svör að eina lyfið, sem væri til, væri Kóka Kóla.

Í Bandaríkjunum hef ég notað Pepto Bismol til að lækna magapínu en það fæst af einhverjum ástæðum ekki hér á landi (ábyggilega vegna þess að einhver Svíi sagði okkur að það gæti verið skaðlegt). Ég rölti því útí Melabúð og keypti mér Kók. Sem væri kannski ekki merkilegt nema fyrir það að ég hef ekki drukkið gos í 5 ár. Ég keypti mér einn lítra af kóki og hellti því oní mig.

Ég verð að játa það að mér fannst kókið ekkert sérstakt. Það hjálpaði þó til við að lækna magapínuna. Ég held að ég haldi mig bara við vatnið áfram.

Hæ hó jibbí jei

Vúhú, ég er á leiðinni í útilegu!! Og það á stuttbuxum!! Ég er að spá í að pakka bara stuttbuxum og stuttermabol og sólarvörn. Ég er hins vegar ekki fífl og tek því regngalla með mér.

En allavegana veðrið er yndislegt. Vona bara að þetta verði einsog á Uxa fyrir einhverjum árum. Það er eina verslunarmannahelgin, sem ég man eftir í góðu veðri.

Ljósmynd

Ómægod, hvað þetta er sniðug mynd af mér. Ljósmyndarinn hefur greinilega verið að reyna að taka mynd af mér, en hann hefur hrasað á síðustu stundu og tekið mynd af stelpunni fyrir framan mig. Svona kemur fyrir bestu ljósmyndara.