Fahrenheit 9/11

Einsog ég hef minnst á, þá fór ég og sá Fahrenheit 9/11 á þriðjudaginn. Sá myndina klukkan hálf ellefu í kvikmyndahúsi í Houston, Texas. Og biðröðin inná myndina náði nánast í kringum kvikmyndahúsið. Þannig að jafnvel í ríki George Bush er áhuginn á myndinni gríðarlegur.

Gagnrýnin sem ég hafði lesið og séð um myndina er fáránleg, sérstaklega þar sem flestir íhaldssamir gagnrýnendur höfðu alls ekki séð myndina áður en þeir hófu gagnrýnina. Margir halda því fram að Moore hati Bandaríkin og sé á móti hermönnum, en sennilega er fátt jafn fjarri sannleikanum. Moore elskar Bandaríkin meira en allir þessir “ditto-hausar”, sem samþykkja skilyrðislaust allt sem Bush segir og gerir. Honum er einfaldlega mikið í mun um að landið breytist til batnaðar. Alveg einsog mörgum Evrópubúum, þá blöskrar Moore hvernig Bush og hans félagar hafa farið með stjórn landsins. Fahrenheit 9/11 er beitt gagnrýni á Bush og bandarísk stjórnvöld, en jafnframt óður til bandarísku þjóðarinnar og ákall til hennar um að koma Bush frá völdum

**Myndin er snilld.**


Einsog [Paul Krugman bendir á í pistli sínum](http://www.iht.com/articles/527698.html), þá hefði myndin verið mun betri ef Moore hefði einfaldlega sleppt samsæriskenningum sem koma fram í myndinni. Í aðdraganda frumsýningu myndarinnar var mikið gert úr fullyrðingum Moore um samskipti Bush og Bin Laden, auk samstarfs fyrirtækja tengdum Bush við Sádi Arabíu. Ég veit ekki hvort þær eru allar sannar, en sennilega er hægt að finna einhverjar staðreyndavillur í þeim kenningum. Á þeim forsendum hafa margir gert lítið úr myndinni. Þeir, sem einblýna hins vegar á þær villur eru algjörlega að missa af boðskapi myndarinnar.

Myndin er nefnilega hárbeitt gagnrýni á Bush og það ástand, sem hann hefur skapað undanfarin ár. Hún sýnir okkur afleiðingar gjörða Bush. Allt frá hnignun ameríska hagkerfisins til þeirra þjáninga, sem aðgerðir hans hafa ollið öðrum þjóðum og hans eigin þegnum.
Continue reading Fahrenheit 9/11

Kill Bill Trailer lag

Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sáttur við Kill Bill, þá er lagið í trailernum helvíti flott. Það lag er hægt að nálgast hér. Nokkuð flott!

Aðalástæðan fyrir því hversu óánægður ég var, var sú að myndinni var skipt í tvennt. Að mínu mati hefði mátt stytta þessar bardagasenur (sérstaklega þá síðustu) um meira en helming og koma þessu efni auðveldlega í eina mynd. Ég hugsa að ég bíði þangað til að allur pakkinn komi á DVD og þá horfi ég á þetta allt í einu, einsog það ætti að vera.

Ég var nokkuð ánægður með myndina og skemmti mér vel alveg þangað til að síðasta senan var hálfnuð. Þá varð ég órólegur og það breyttist í pirring þegar myndin endaði allt í einu. En lagið er flott, sérstaklega byrjunin.

Moore svarar fyrir sig

Michael Moore ver Bowling for Columbine í ítarlegri grein. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum, sem og á Íslandi hafa að undanförnu reynt að gera lítið úr myndinni og sakað Moore um ítrekaðar lygar.

Þessar ásakanir á Moore eiga margar hverjar upptök hjá öfgahópum og hægri menn í Bandaríkjunum eru alltof viljugir til að endurtaka þær. Það er nefnilega þannig að ef að menn ljúga nógu oft, þá fer fólk að trúa því. Þess vegna virðast sumir íhaldsmenn telja að hægt sé að láta Bowling for Columbine fara framhjá sér því hún sé bara lygar og ýkjur.

I can guarantee to you, without equivocation, that every fact in my movie is true. Three teams of fact-checkers and two groups of lawyers went through it with a fine tooth comb to make sure that every statement of fact is indeed an indisputable fact. Trust me, no film company would ever release a film like this without putting it through the most vigorous vetting process possible. The sheer power and threat of the NRA is reason enough to strike fear in any movie studio or theater chain. The NRA will go after you without mercy if they think there’s half a chance of destroying you. That’s why we don’t have better gun laws in this country – every member of Congress is scared to death of them.

Well, guess what. Total number of lawsuits to date against me or my film by the NRA? NONE. That’s right, zero. And don’t forget for a second that if they could have shut this film down on a technicality they would have. But they didn’t and they can’t – because the film is factually solid and above reproach. In fact, we have not been sued by any individual or group over the statements made in “Bowling for Columbine?” Why is that? Because everything we say is true – and the things that are our opinion, we say so and leave it up to the viewer to decide if our point of view is correct or not for each of them.

Hvet alla, jafnt Moore elskendur sem hatara, til að lesa greinina.

MIIB og Minority Report

Ég sá tvær myndir um helgina, sem er svo sem ekki merkilegt, nema að önnur myndin var svo mikil snilld að ég er ennþá að pæla í söguþræðinum.

Allavegana, fyrri myndin var Men In Black 2, sem var ágæt. Mjög svipuð og fyrri myndin og sæmilega fyndin.

Seinni myndin var hins vegar hrein snilld, nýjasta mynd Steven Spielberg, Minority Report. Myndin gerist árið 2054 og fjallar um mann, leikinn af Tom Cruise, sem vinnur í deild, í Washington D.C. lögreglunni, sem handtekur menn áður en þeir fremja glæpi. Þeir geta séð fyrir um glæpi vegna þriggja ungmenna, sem geta séð framtíðina. Allt virkar þetta vel, þangað til að Tom Cruise er sjálfur sakaður um að ætla að drepa mann, sem hann hefur aldrei hitt.

Það borgar sig ekki að segja meira frá söguþræðinum, en sagan er mjög skemmtileg og fær mann til að hugsa eftirá. Annars bendir Jason Kottke á hugsanlega galla í handritinu. Við færsluna hans eru svo athyglisverðar pælingar um myndina. Þeir, sem hafa ekki séð myndina ættu þó að bíða með að lesa greinina.

Meira:
Roger Ebert gefur fjórar stjörnur.
Michael Wilmington hjá Tribune gefur fjórar stjörnur.

Well, my name is Ernest in town and Jack in the country

Ég fór með þrem vinkonum mínum í bíó á sunnudag. Þær voru búnar að velja myndina og fékk ég að fljóta með. Við sáum The importance of being Earnest, sem er byggð á leikritinu eftir Oscar Wilde.

Þessi mynd var nokkuð góð en hún minnti mig náttúrulega á Þorstein Marínósson, enskukennara í Verzló. Allir nemendur í mínum árgangi voru látnir lesa þetta skemmtilega leikrit. Þorsteinn átti oft erfitt með að skilja áhugaleysi nemenda enda fannst honum, réttilega, þetta mjög fyndið leikrit. Þorsteinn átti því til að leika öll hlutverkin í leikritinu með miklum tilþrifum. Alltaf þegar ég sá Judi Dench í myndinni minnti hún mig á leikræna tilburði Þorsteins þegar hann las hlutverk Lady Bracknell.

Annars finnst mér alltaf hæpið að gera kvikmyndir eftir leikritum. Mig minnir að Dial M for Murder hafi verið gerð eftir leikriti og var það alltaf frekar augljóst, þar sem allir atburðirnir áttu sér stað á sama staðnum. Samt tókst þessari mynd að gera nokkuð vel úr leikriti Wilde.

Star Wars

Roger Ebert gefur Star Wars bara tvær stjörnur. Það er frekar lélegt.

Hann segir m.a.

But most of that first hour consists of dialogue, as the characters establish plot points, update viewers on what has happened since “Episode I,” and debate the political crisis facing the Republic. They talk and talk and talk. And their talk is in a flat utilitarian style: They seem more like lawyers than the heroes of a romantic fantasy.

og

“Episode II– Attack of the Clones” is a technological exercise that lacks juice and delight. The title is more appropriate than it should be.

Hljómar ekki vel

E.T. með smá breytingum

Um næstu helgi á að byrja að sýna E.T. aftur í bandarískum kvikmyndahúsum. Þetta er svo sem ekkert svo merkilegt, Steven Spielberg vantar sennilega pening.

Það, sem mér finnst einna skemmtilegast er að Spielberg hefur notað tölvutækni til að breyta sumum atriðum í myndinni. Til dæmis, þegar einn krakki er á leið á grímuball var upphaflega sagt við hann “he looks like a terrorist” en því var breytt í “like a hippie”.

Einnig í lokaatriðinu, þegar E.T. og Elliott hjóla framhjá lögreglumönnum, þá er búið að fjarlægja riffla úr höndum lögreglumanna og í staðinn eru komnar talstöðvar. Einsog snillingurinn Lewis Black benti á í The Daily Show í gær þá nota löggurnar sennilega talstöðvarnar til að spyrja hvorn annan: “Where the hell are our guns. We’re trying to catch a friggin’ alien”.

Monsters og Star Wars

Við Hildur fórum í gær að sjá Monsters, Inc, nýju tölvuteiknimyndina frá fyrirtækinu hans Steve Jobs, Pixar. Myndin var bara nokkuð góð. Ég veit ekki hvort mér fannst hún betri en Shrek en Monsters var mjög fyndin.

Á undan myndinni var svo í fyrsta skipti sýndur nýr Star Wars trailer, sem var nokkuð flottur.