Meira um Safari

Ég rakst á tillögur Jason Kottke um það hvernig hægt væri að bæta Safari til að búa til “næstu kynslóð” af browserum. Hugmyndir hans eru alveg stórsniðugar. Hann leggur til að forrit einsog t.d. Sherlock (sem gerir Mac notendum auðveldara að finna upplýsingar um hlutabréf, kvikmyndir og fleira), Movabletype og NewsNetWire (sem gerir það sama og RSS molar) verði sameinuð í eitt forrit, sjálfan vafrann.

Allir netáhugamenn ættu að kíkja á pistilinn hans. Einnig er Matt Haughey með pælingar um Safari, sem eru áhugaverðar.

Mac Safari

Þá er MacWorld búinn og því miður rættist ósk mín um nýjan iPod ekki. Það verður því einhver töf á því að ég fjárfesti mér í slíkum grip.

Apple kynntu hins vegar alveg svakalega flotta 17 tommu Powebook fartölvu. Það er hreint með ólíkindum stór skjár fyrir fartölvu. Einnig kynntu þeir pínkulitla 12 tommu fartölvu.

Einnar merkilegasta tilkynningin var sú að Apple hefur gefið út nýjan browser, sem ber heitið Safari. Það hefur nú síðastu mánuði (eftir að OSX Jagúar kom út) verið helsti gallinn við Apple að allir browserar fyrir mac eru mun lélegri en Microsoft Explorer fyrir PC. Nú vonandi verður breyting á.

Safari er enn sem komið er í Beta útgáfu en hann lofar góðu. Ég er auðvitað byrjaður að nota þennan browser og þessi færsla er skrifuð í honum. Útlitslega þá er einfaldeikinn í fyrirrúmi, sem er gott. Safari virðist keyra síður mjög hratt og hann gerir það nokkuð vel (betur en til dæmis Netscape). Allar mínar nýju síður koma bara nokkuð vel útúr honum og þessi síða virðist koma alveg einsog ég ætlaði. Eina vandamálið sem ég sé er að hún höndlar iframe ekki nógu vel, þannig að rss yfirlitið mitt verður pínkuponsu bjagað.

Annars eru hérna umræður á Metafilter um MacWorld. Hér eru svo pælingar Menu Trott, Movabletype sérfræðings (og mac notenda) um Safari. Hún vísar svo á frekari umfjallanir um þennan nýja browser.

p.s.Ég var að bæta inn bookmarks í þennan nýja browser. Þá komst ég að titillinn á hinni ágætu heimasíðu Íslandsbanka er eftirfarandi:

Isb.is – Íslandsbanki á netinu – Alhliða fjármálaþjónusta s.s. bankaviðskipti, lán, verðbréf, fjármál, viðskipti, sparileið, verðbréfareikningur, framtíðarreikningur, georg, menntabraut, fríkort, valkort, vildarþjónusta, netgreiðsla, eignastýring, fasteignir, banki, þjóðskrá, gengi, lán, verðbréf, hlutabréf, bílalán, gjaldeyrir, tékkar, kreditkort, debetkort, yfirdráttur, víxill, alvíb, lífeyrissparnaður, lífeyrir, greining, netbanki, heimabanki, ergo, vib, glitnir, isl, isbank, xy, félagabanki, iceland, bank, stock, currency, bankaútibú, hraðbanki, hraðbankar, uppleið, hlutdeild, heiðursmerkið, bílar, húslán, skuldabréf, hlutabréfasjóðir

Er ekki allt í lagi með fólk? Á þetta ekki heima í meta upplýsingum?

Bloggleiði

Úff hvað mér leiðist þegar fólk talar um það hversu latt það hefur verið við að blogga. Ég ætla samt að gera það sjálfur.

Ég hef einhvern veginn ekki haft mikið að segja undanfarið. Að hluta til byggist þetta á því að ég veit ekki hversu mikið ég á að segja um mitt prívatlíf núna þegar ég er hérna á Íslandi. Blogg um mitt prívatlíf yrði nefnilega aldrei bara um mig, heldur þyrfti það að innihalda vini, fyrrverandi kærustur, fjölskyldu og svo framvegis. Mér er alveg sama þótt að ég komi illa útúr þeirri umfjöllun, en ég vil helst ekki segja eitthvað vitlaust um allt hitt fólkið.

Einhvern veginn var þetta auðveldara þegar ég bjó útí Bandaríkjunum. Þá gat ég tjáð mig um partí og skólann og alla félagana þar. Ég gat treyst því að vinir mínir þar lásu aldrei síðuna og því hafði ég meira frelsi til að skrifa (ekki það að ég hafi nokkurn tímann skrifað eitthvað slæmt um þá).

Ég tjáði mig smá í umræðum á Metafilter um það hvernig persónuleika bloggarar skapa. Ég veit ekki hvernig fólk, sem þekkir mig ekki en les þessa síðu, lítur á mig. Ég veit bara að þessi síða gefur mjög ónákvæma mynd af mínu lífi. Ég skrifaði m.a. á Metafilter (ó jess, ég kvóta sjálfan mig 🙂

I think it’s pretty much impossible to be the same person online as you are in real life. My weblog tends to be about the exciting stuff in life, all the cool people I meet on weekends, etc. However, I normally don’t talk about the boring stuff that goes on the rest of the week.

So people who read my site probably assume that my life is a lot more exciting than it really is. I think webloggers also forget to write about the embarassing moments in life. Therefore the person who the reader reads about is often one who doesn’t make any mistakes and never does anything boring.

I still haven’t read a weblog that seems to be an accurate description of a person’s life.

Einn gaur svaraði mér

I still haven’t read a weblog that seems to be an accurate description of a person’s life.

Lives consist mostly of mundane interactions; it’s far more interesting to pick a moment or two and share those. Honestly, I’d find an in depth description of somebody washing dishes to be more interesting than a shallow description of an entire day’s events.

og ég svaraði

I agree mosch. Here in Iceland there are hundreds of weblogs, they seem to be in fashion at the moment. However, 99% of the webloggers seem to be trying to portray themselves as someone cooler or more interesting than they probably are (and I don’t think I’m the exception). However, it would be so much more interesting and fun to read if they would just cut the crap and be honest about their lives.

I just started writing my own personal diary, and I’ve read through a couple of the entries and they are so much more interesting and fun than the entries in my public weblog. I just feel that I can’t be honest in my public weblog, because it would also be about my friends, family & co-workers, so I would have to think about how my words affected them.

Sem sagt, þá hef ég síðustu daga byrjað að halda mína eigin dagbók. Mér fannst þessi blogg síða alltaf þjóna einhverjum tilgangi sem dagbók en ég geri mér grein fyrir því að hún er gríðarlega takmörkuð. Ég hef þörf fyrir að tjá mig um hlutina í mínu lífi og oft finnst mér mikilvægt að skrásetja atburði í lífi mínu, hvort sem það er með myndum eða texta. Það hefur gefið mér furðu mikið að halda nákvæma dagbók síðustu daga.

Þannig að ég veit ekki alveg hvert ég stefni með þessa síðu. Ég veit að það er ekki séns að ég hætti enda finnst mér oft lífsnauðsynlegt að tjá mig “opinberlega” um vissa hluti. Ég hef þó bara ekki fundið nein mál, sem hafa tekið nógu mikið á mig, til að ég fari að tjá mig.

Ætli mér vanti ekki bara góða grein á Múrnum um hræðilegar skuggahliðar alþjóðaviðskipta til að ég komist aftur í stuð.

Frí

Ég er í fríi í dag vegna þess að Serrano er lokaður. Ég vissi því vart hvað ég ætti að gera af mér.

Það vandamál leystist þó fljótlega eftir að ég uppgötvaði þennan leik. Þarna getur maður spilað Pictionary á netinu og ég er búinn að vera gjörsamlega háður þessum leik í mestallan dag. Snilld!

Blogg athygli

Það eru athyglisverðar umræður í gangi á vefnum hans Bjarna um það hvort blogg sé einkamál eður ei.

Þar eru Bjarni og félagar að deila við Sverri Jakobsson og fleiri um það hvort siðlegt sé að vísa í blogg færslur. Ég er að flestu leyti sammála þeim Bjarna og félögum um það að ef menn setja eitthvað á netið, þá sé fólki frjálst að vísa í það svo lengi sem það sé ekki gert í þeim tilgangi að gera lítið úr viðkomandi aðila.

Ég á hins vegar við dálítið öðruvísi vandamál að stríða. Þannig er mál með vexti að Leit.is elskar síðuna mína. Movabletype, kerfið sem ég nota til að uppfæra síðuna býr til nýja HTML síðu fyrir hverja færslu. Þannig að ef ég fjalla um einhvern ákveðinn aðila einsog til dæmis Britney Spears, þá kemst síðan mín ofarlega í leitarniðurstöður á leit.is vegna þess að á viðkomandi síðu er Britney Spears áberandi nafn.

Ég get auðveldlega séð hversu vinsæll ég er á leit.is með því að skoða gamlar færslur. Það kemur nefnilega fram á öllum færslum hver vísaði á síðuna. Þannig vísaði katrín.is á þessa færslu og því fékk ég um 230 heimsóknir frá henni.

Margar gamlar færslur mínar eru stuttar og ég fæ oft létt sjokk þegar ég sé að fullt af fólki hefur komið inná einhverja eld gamla færslu. Til dæmis minntist ég á Britney Spears í einni færslu fyrir rúmum tveimur árum og hef fengið eitthvað fáránlegt magn af tilvísunum frá leit.is. Þetta er ein færsla, sem er í engu samhengi við neitt annað á síðunni. Ég var eitthvað fúll útí fjölmiðlaherferð Britney og skrifaði stutt um það á síðuna. Vegna þess lenti til dæmis gaurinn, sem var að leita að Britney spears og annna konrecofa inná minni síðu.

Fyrst fannst mér þetta voða sniðugt en núna hef ég oftar og oftar fengið einhver fáránleg komment frá einhverjum óþroskuðum bjánum, sem koma inná síðuna mína eftir þessari leið. Ég er til dæmis nýbúinn að eyða út kommenti frá einhverjum hálfvita, sem var að hóta mér öllu illu.

Ég á dálítið erfitt að gera upp við mig hvort mér finnist gaman að athyglinni eða hvort best væri að gera eitthvað svo að leit.is hætti að leita á síðunni minni. Náttúrulega segir þetta líka margt um það hversu slöpp leitarvél leit.is er.

Til dæmis ef leitað er að “Afkvæmi Guðanna á leit.is þá er mín síða fyrstu þrjár niðurstöðurnar. Þetta er náttúrulega fáránlegt því að Afkvæmi Guðanna eru með eigið blogg (reyndar með .com addressu). Ef ég geri sömu leit á Google, þá kemur bloggið þeirra fyrst upp, einsog þetta ætti að vera.

Ef ég leita að “Sverrir Jakobsson” á Leit.is þá er mín síða 2,4,6,7,9 og 10. Það mætti halda að ég hugsaði ekki um annað en hann. Allar þessar vísanir eru vegna einnar stuttrar deilu, sem ég átti við hann á netinu. Þetta er náttúrulega bull.

Sokkabuxur

Þá er ég orðinn frekar steiktur í hausnum eftir að hafa setið fyrir framan þennan gullfallega Apple tölvuskjá síðustu 8 klukkutímana. Ég er að búa til vef fyrir Íslensk-Erlenda, sem flytur inn Oroblu. Þannig að ég hef verið að skanna inn einhverjar pakkningar utan af kvenna nærfötum og sokkabuxum. Herbergið mitt lítur sennilega hálf skringilega út, því hér eru nærfatapakkar útum allt í bland við tóma kaffibolla, geisladiska og annað drasl, sem hefur safnast saman síðustu kvöld.


Annars hafa Smashing Pumpkins komið mér í gegnum kvöldið. Mikið afskaplega var það nú frábær hljómsveit. Ég var eitthvað að lesa einhverjar gamlar færslur af þessari síðu þar sem ég var að tala um Pumpkins. Ég ákvað því að setja bara á Pumpkins playlistann minn í iTunes, en hann er einmitt níu klukkutímar og fjörutíu mínutur að lengd (135 lög) enda á ég allar Pumpkins plöturnar. Galapagos, Mayonaise, Sweet Sweet, Tonight Tonight og fleiri eru hreint ótrúlega góð lög.

Þegar ég var í sjötta bekk í Verzló tók ég alltaf Mellon Collie með mér í öll partí. Í hverju einasta partíi setti ég svo “Bullet with Butterfly Wings” á. Var mér nokk sama hvort ég þekkti húsráðanda eða hvort ég hefði leyfi til að skipta um tónlist. Ég þurfti einfaldlega að heyra þetta lag, annars var djammið ónýtt.


Annars er gríðarlega hressandi umræður á netinu 12 á milli Katrínar og einhvers gaurs, sem tók uppá því að útbýta einhverjum vefverðlaunum. Katrín varð réttilega fúl yfir því að hann skyldi alltaf vera eitthvað að bauna á hana og ákvað hún bara að svara honum. Hann varð þá alveg gríðarlega sár og fór eitthvað að tala um að stærðfræði væri gagnslaus og að roleplay væri víst skemmtilegt. Stórsniðugt alveg. Besta kommentið á samt Svansson. Annars er það að tegra fín skemmtun. Aðallega vegna þess að kennarinn sem kenndi mér kúrsa í tegrun er snillingur.

Að eldast

Þessi síða, sem ég rakst á í gegnum Metafilter er mögnuð.

Ein fjölskylda hefur hist 17. júní á hverju ári í yfir 20 ár til að láta taka mynd af sér. Síðan sýnir hvernig fjölskyldan hefur breyst með hverju árinu. Þetta er vissulega athyglisverð tilraun.

Movabletype og Brasilía

Nei, ég ætla ekki að fjalla frekar um Brasilíu. Sverrir svarar mér aftur og hef ég svo sem ekki miklu við það að bæta. Því lýkur hér ummfjöllun minni um Brasilíu allavegana þangað til að næsta eintak af The Economist kemur og ég get lært meira.

Hins vegar taka glöggir lesendur síðunnar kannski eftir því að ég er búinn að uppfæra Movabletype kerfið uppí útgáfu 2.5. Movabletype á einmitt eins árs afmæli þessa dagana og fjalla höfundar forritsins um viðbrögð við forritinu í ágætis pistli á MT síðunni.

Það er kannski einna skemmtilegast að nú er íslenska orðin eitt af aðalmálunum í kerfinu. Ég fæ meira að segja þakkir fyrir það. Einnig eru nokkrar fleiri breytingar í forritinu. Meðal annars er búið að bæta inn leitarvél, sem ég mun setja upp á þessari síðu innan nokkurra daga. Einnig er notkun á Trackback auðvelduð til muna.

Frægasti Einar í heimi

Einsog allir vita þá er Stefán Pálsson frægasti og besti bloggari landsins. Það ógnar honum enginn.

Ég ætla hins vegar að hefja mitt eigið persónulegt átak. Nei, ég ætla ekki í megrun, heldur ætla ég að verða frægasti Einar í heimi. Einhver spyr kannski, hvernig það sé mælt hver sé frægastur. Nú, auðvitað er sá, sem er númer 1 á Google leitarvélinni, sá frægasti. Núna er ég númer 11 þegar leitað er að “Einar” á Google. Það er náttúrulega hrikalegt. Eini almennilegi Einar-inn fyrir ofan mig er Einar Diaz, sem er catcher hjá Cleveland Indians hafnaboltaliðinu. Hann er samt bara númer 4 á Google. Efstur er einhver norskur Einar og er það náttúrulega óþolandi.

Ég mun því á næstunni beita öllum brögðum til að komast ofar á listann. Einnig er náttúrulega hneyksli að ég skuli vera Einar númer 41 á leit.is. Því mun ég einnig breyta.