Stöð 2

Það kemur mér dáilítið á óvart hvað Stöð 2 er afskaplega slöpp þessar vikurnar. Reyndar er ég ekki með afruglara, en ég hef skoðað dagskrána. Flestir vilja sjá góða bandaríska þætti og finnst mér dálítið skrítið að stöðin skuli ekki leggja meiri metnað að næla í þá þætti, sem eru vinsælir í Bandaríkjunum. Síðasta vetur í Bandaríkjunum voru það svona 5-6 þættir, sem stóðu uppúr í vinsældum og umtali. Þar var aðuvitað fyrstur Who wants to be a millionaire á ABC, sem er snilld og missti ég varla af einum einasta þætti.

Síðan voru það Sex and the City og Sopranos á HBO og síðast Survivor á CBS. Núna hefur Skjár Einn nælt í Survivor og RÚV (af öllum aðilum) nælt í Sex and the City og Sopranos , sem flestir eru sammála um að séu tveir bestu þættirnir. Hvað gerir Stöð 2 eiginlega við allan peninginn, sem þeir fá í áskriftartekjur?

Spin City

Síðasti þátturinn af Spin City var í gærkvöldi. Þetta var ágætis þáttur, en Michael J. Fox er hættur vegna Parkinsons veiki. Ég horfði alltaf á þessa þætti heima á Íslandi og mér fannst þeir ágætir. Þátturinn í gær var fínn. Ekkert stórkostlegur. Hann var allavegana ekki jafn mikil vonbrigði og síðasti Seinfeld þátturinn. Síðasti þátturinn af Beverly Hills 90210 var svo sýndur fyrir einhverjum tveim vikum. Ég ákvað að horfa á hann. Það var ekki góð ákvörðun

Siggi Hall

Ég var að lesa á Vísi.is að Siggi Hall verði með einhvern þátt á NBC. Mig grunar nú að sá þáttur sé bara á NBC stöðinni í Kaliforníu en ekki um allt landið. Það er annars gaman þegar Íslendingar eru að “meika” það hérna. Kannski Siggi Hall verði bara næsti Ainsley Harriott.