Slagsmál hjá Howard Stern

Í gær þegar ég var að keyra í vinnuna var ég að hlusta á Howard Stern. Í þeim þætti brutust einmitt út slagsmál milli AJ, sem er reglulegur gestur í þættinum og Stuttering John, sem tekur oft skemmtileg viðtöl við frægt fólk fyrir þáttinn.

Allavegana, þá geta áhugasamir séð slagsmálin hér.

Lopez

Ég er kominn með nett ógeð á Jennifer Lopez. Ég skil í raun ekki af hverju flessi manneskja er fræg leikkona og söngkona. Hún hefur ekki leikið í neinni góðri mynd og ekki samið eitt gott lag.

Núna er hún að fara að gera einhverja sjónvarpsþætti um æsku sína. Hver í ósköpunum hefur áhuga á að horfa á slíkt? Þessari manneskju tekst að koma sér inná hvern einasta atburð og inní hvern einasta fréttatíma. Þetta er orðin alger geðveiki.

Jackass

Það er enginn vafi að lang lang besti þátturinn í bandarísku sjónvarpi er Jackass, sem sýndur er á MTV. Þessi þáttur gengur út á það að hópur af strákum gera eitthvað ótrúlega heimskulegt í hverri viku. Í síðasta þætti var m.a. einn strákurinn, sem lét gata (e. piercing) á sér rasskinnarnar saman. Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað þeir taka sér fyrir hendur en vanalega endar það í ótrúlega fyndnum atriðum.

Temptation Island

Þegar ég sendi inn greinina, sem birtist á Hrekkjusvínum hafði ég ekki hugmynd um það að Skjár Einn væri að sýna þessi ósköp heima á Íslandi.

Ég er ekki vanalega á móti bandarísku efni, mér finnst það oftast langbesta sjónvarpsefnið, en ég vil samt sem áður setja spurningamerki við ýmsa þætti, sem t.d. Skjár Einn er að sýna. Þetta eru aðallega þættir, sem meðhöndla og gera grín að bandarískum þjóðmálum, sem koma Íslendingum lítið, sem ekkert við.

Ég skil t.d. ekki af hverju Íslendingar ættu að hlæja að endalausum Jay Leno bröndurum, þar sem hann gerir grín að náðunum Bill Clinton. Þetta eru málefni, sem fá litla athygli í íslenskum fjölmiðlum.

Einnig eru fréttaþættir einsog Dateline og 20/20 afskaplega uppteknir af t.d. ýmsum neytendavandamálum. T.d. sá ég heima einn þátt af Dateline, þar sem var verið að gagnrýna ýmsa skatta, sem koma fram á “long-distance” símareikningum. Þetta er mál, sem ég hef lent í, en ég efast stórlega um að komi nokkrum manni heima á Íslandi við. Hins vegar eru þættir einsog 60 Minutes mun betri, þar sem þar er fjallað um málefni, sem koma öllum við.

Survivor og Letterman

Ég var aðeins að hugsa, þegar ég var að horfa á David Letterman í gærkvöldi. Þannig er að á hverju mánudagskvöldi kemur sá, sem var kosinn af “eyjunni” í síðasta Surviver þætti, í viðtal hjá Letterman. Nú er Letterman sýndur á Sýn og Survivor II á Skjá einum heima. Það væri gaman að vita hver væri á undan að sýna þættina.

Annars var þessi helgi fín, ég vaknaði klukkan 9 á sunnudagsmorgun til að horfa á Liverpool-Birningham. Það var náttúrulega mjög gaman að horfa á mína menn loksins vinna bikar. Ég var í þriðja bekk í Verzló þegar þeir unnu síðast bikar, og ég held að ég hafi verið í 6. bekk í Garðaskóla þegar Liverpool urðu seinast Englandsmeistarar. Það er allt of löng bið.

Golden Globe

Ég er núna að horfa á Golden Globe verðlaunin. Þetta er búið að fara einsog maður átti von á. Við Hildur fórum í gær að sjá Traffic. Myndin er algjör snilld. Án efa ein besta mynd ársins. Allir ættu að sjá hana!

Temptation Island

Prófessorinn minn í markaðfræði, var að tala um þáttinn Temptation Island á Fox, sem hann sagði að væri núna uppáhaldsþátturinn sinn. Þessi sería byrjaði í síðustu viku og erum við Hildur búin að horfa á báða þættina. Þvílík snilld! Fox er sama stöðin og sýndi snilldina “Who wants to marry a multi-millionaire?”, en með Temptation Island þá toppa þeir sig algjörlega, því þessi þáttur er búinn að vekja jafnvel enn meira umtal og hneikslun meðal íhaldssamra Bandaríkjamanna.

Þátturinn byggist á því að 4 pör, sem eru búin að vera nokkuð lengi saman er send á litla eyju. Þar taka á móti þeim 8 strákar og 8 stelpur, sem öll eru á lausu. Pörin eru svo aðskilin, strákarnir fara á sinn hluta eyjarinnar og stelpurnar á hinn. Þar taka svo á móti þeim krakkarnir, sem eru á lausu og eiga þau að reyna að tæla þau í framhjáhald. Ég man ekki hvort það er einhver vinningur í boði, en takmarkið er að láta reyna á hvort samböndin þola allar freistingarnar. Það er vægast sagt mjög fróðlegt að horfa á þessa þætti og þetta heldur manni við efnið þangað til að næsta syrpa af Survivor byrjar eftir Super Bowl.

Michael Richards Show

Ég er nú að horfa með öðru auganu á The Michael Richards Show, sem er nýji þátturinn með Richards, sem lék Kramer í Seinfeld. Þessi þáttur er frekar slappur, sérstaklega ef maður miðar við Seinfeld. Samt er hann ekki eins slappur og Geena Davis Show, sem er hörmung.

WWTBAM

Ég er að spá í að spila með “Who wants to be a millionaire” á abc.com. Það er einhver celebrity útgáfa af þættinum núna. Ég hlýt allavegana að vera betri en Puff Daddy.