Merkasti Bandaríkjamaðurinn!

Eru menn ekki að fokking grínast í mér?

[Reagan voted ‘greatest American’](http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/4631421.stm)

Mikið geta þessir Repúblikanar í Bandaríkjunum verið miklir bjánar. Að velja Reagan framyfir FDR, Lincoln, MLK. Já, og Oprah lendir líka ofar en FDR.

Annars bendi ég áhugafólki um bandaríska pólitík á þessa grein: [If Watergate happened now](http://www.msnbc.msn.com/id/8101512/site/newsweek/). Sorglegt, en ekki svo fjarri sannleikanum.

Ég er búinn að eyða einum milljarði! Er ég ekki æði?

Ég þoli ekki þegar stjórnmálamenn [hrósa sjálfum sér fyrir það að auka útgjöld, búa til nýjar stofnanir og fjölga ríkisstarfsmönnum](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=0&date=2005-05-11&file=4214653).

Af hverju er það sérstök ástæða til þess að monta sig að ríkið hafi aukið framlög til velferðarmála um einn milljarð?

Hvað segir sú tala mér annað en að ég þarf að borga meira í skatt? Af hverju er ekki sagt hverju þetta skilaði í stað þess að fólk monti sig af því einu að hafa eytt peningunum mínum? Skárra væri það ef að sagt væri að biðlistar hefðu styst um 300 manns, eða eitthvað slíkt. En að hrópa upp að ákveðinni upphæð hafi verið eytt og ætlast til þess að það réttlæti stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk er fásinna. Ekki fengi ég mikið hrós ef ég segðist hafa eytt 10 milljónum meira í auglýsingar á síðasta ári. Væntanlega fengi ég hrósið þegar að ég myndi útskýra í hvað ætti að eyða peningunum eða þá þegar fólk gæti séð árangurinn.


Annars er ég skráður inná vef ungra jafnaðarmanna. Þar hafa nokkuð margir sagt frá [niðurstöðum sínum úr þessu prófi](http://www.digitalronin.f2s.com/politicalcompass/questionnaire.php). Niðurstöðurnar mínar voru

Economic Left/Right: 1.13
Social Libertarian/Authoritarian: -4.36

Ég er hins vegar sá eini, sem er hægra megin við miðju af þeim, sem þarna hafa tjáð sig. Er ég kannski að ofmeta áhrif hægri krata í þessum flokki? Ætti ég kannski að gefast upp og ganga til liðs við Íhaldið? Nei, ætli það sé ekki fullmikið.

Tölfræði á Múrnum

[Þessi setning](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1604&gerd=Frettir&arg=6) á Múrnum er bull (feitletrun mín)!

>**Nú eru 36,2% ekki ýkja mikið fylgi. Í ljósi þess að kjörsókn á Bretlandi hefur hrunið á valdatíma Blairs og nær nú tæplega yfir 60% þá er ljóst að Verkamannaflokkurinn nýtur aðeins stuðnings 21-22% atkvæðisbærra kjósenda**. Ljóst er að stór hluti þeirra sem þó kusu flokkinn gerðu það þrátt fyrir forsætisráðherrann en ekki vegna hans.

Það er einfaldlega rangt að segja að Verkamannaflokkurinn njóti aðeins stuðnings 21-22% atkvæðisbærra kjósenda. Vissulega væri rétt að segja að 22% atkvæðisbærra kjósenda hafi mætt og kosið flokkinn, en Sverrir Jakobsson veit hins vegar ekkert um hug þeirra, sem sátu heima. Með þessari setningu gefur hann í skyn að allir, sem hafi setið heima, styðji ekki flokkinn og því sé fylgið einungis 21-22%. Það getur hins vegar varla verið rétt.

Sverrir fellur þarna í sömu gryfju og Sjálfstæðismenn í forsetakosningunum á Íslandi, það er að rembast við að túlka vilja þeirra, sem sátu heima. Það er hins vegar hæpið að reyna slíkt.


Annars er það ekki gaman að þurfa að sitja inni við tölvu í þessu veðri. Vonandi að mér takist loksins að klára vefsíðuna, sem ég er að vinna, um þessa helgi. Er komin með ógeð á þessu.

Stewart og Venezuela

Þetta er fyndið: [Daily Show’s Gay Watch](mms://a386.v99506.c9950.g.vm.akamaistream.net/7/386/9950/v001/comedystor.download.akamai.com/9951/dailyshow/stewart/jon_10056.wmv)


Frjálshyggjumenn eru oft yndislega yfirlýsingaglaðir. Sjá til dæmis [þennan pistil á frjálshyggjublogginu](http://blogg.frjalshyggja.is/archives/2005/05/tilraunir_me_ma.php) (feitletrun mín):

>Hins vegar er hugleiðingar vert hinn dæmalausi hrifningur vinstrimanna á **sameign og þjóðnýtingu sem þrátt fyrir allt eru grunnástæður fátæktar á þessari plánetu** ásamt ónægri útbreiðslu hins frjálsa markaðar og langlífri tilvist verslunarhindrana og opinberra styrkja til deyjandi starfsstétta

Jammm… Hvernig viðkomandi vill sanna þetta skal ég ekki fullyrða um. Heimurinn er flóknari en svo að aðeins þurfi frjálshyggju til að allir verði ríkir.

En annars er líka aðdáun þeirra Múrsmanna á Hugo Chavez með hreinustu ólíkindum. Þeir kjósa auðvitað að líta framhjá öllum slæmu hlutunum, einsog að hann hafi fært stjórnkerfið í einræðisátt og haldi skildi yfir kólumbískum hryðjuverkamönnum.

En auðvitað þá er það sorglega við þetta allt að hátt olíuverð mun auðvelda Chavez að halda völdum. Ef hann hefði ekki haft stjórn yfir olíuauðlindum landsins, þá væri þessi ömurlega tilraun hans, til þess að breyta Venezuela í Kúbu, dæmd til þess að mistakast. En olíverðið mun gera það að verkum að Chavez mun halda áfram á þessari braut og um leið mun hann halda áfram að misnota nafns hins ágæta Símon Bolívar.

Varaformannskjör

[Stuðningsyfirlýsing](http://www.agustolafur.is/default.asp?page_id=4753):

>Ég styð Ágúst Ólaf til varaformanns í Samfylkingunni vegna þess að ég tel að endurnýjun þurfi að fara fram í forystuliði Samfylkingarinnar. Ég tel að Ágúst sé fulltrúi nýrra tíma meðal jafnaðarmanna. Í stað þess að þræta um úrelt málefni, þá kemur Ágúst með ferskar hugmyndir inn í stjórnmálin og hann mun berjast fyrir þau málefni, sem skipta okkur máli í dag í stað þess að þræta um málefni eða flokkadrætti gærdagsins.

>**Einar Örn Einarsson, markaðsstjóri**

Jammmmm…

Mögnuð skrif á Pólitík.is

Svo ég spyrji svona útí loftið: Er engin ritstjórn á Pólitík.is? Ég veit að ég gæti hringt í einn mann og fengið svar við spurningunni, en ég verð bara að fá að hneykslast opinberlega.

Á sú síða ekki að vera málefnalegt pólitískt vefrit á vegum Ungra Jafnaðarmanna? Ef svo er, af hverju fá þá svona greinar: [Dvergur hittir dverg](http://politik.is/?id=1182) að komast í gegn?

Greinin fjallar um átökin í Ísrael og Palestínu og það þarf engan speking til að sjá hverrar skoðunnar greinarhöfundur er. Hann er fullkomlega sannfærður um að Ísrael og Bandaríkin hafi ekki neitt nema slæmt fram að færa og því skrifar hann af þvílíkri fyrirlitningu fyrir leiðtogum og skoðunum þessara landa.

Greinin byrjar svona (feitletranir mínar):

>Í gær hitti **líkamlegi dvergurinn** Ariel Sharon **andlega dverginn** George W. Bush í arfaskógi þess síðarnefnda í Texas.

Í fyrsta lagi, hvað græðir greinarhöfundur á að gera lítið úr stærð Ariel Sharon eða gáfnafari George Bush? Varla er það ætlun hans að reyna að sannfæra þá óákveðnu í þessu máli, þar sem slík ummæli gefa varla í skyn að það sem á eftir fylgi sé skrifað af hlutleysi. Enda eru ummælin, sem fylgja í kjölfarið, ekki mikið málefnalegri eða til þess fallinn að efla málstað greinarhöfundar:

>Bush virtist gefa Sharon autt landakort og segja ,,gjörðu svo vel, taktu það sem þú vilt”.

>…

>Geta menn, sem hafa sannfært heimsbyggðina að þeir séu **geðveikir stríðsæsingamenn** (nú veit ég að **Gísli Marteinn og klíkan** er ekki sammála mér, en það er ekki hægt að gera öllum til geðs)

>…

>Af hverju er Bush allt í einu að banna **dvergunum frá Ísreal** að byggja meira og íta þar með undir ófriðarbálið?

>…

>Bandaríkin hafa það að mörgu leyti í hendi sér að koma á skikkanlegu ástandi milli Ísrael og Palestínu. Ég vona að þegar **dvergarnir** taka upp símann og hringja upp (**annar í gegnum Jesú, hinn er með beina línu**) þá verði þeim tilkynnt að ef þeir ekki hlusti í þetta skipti þá verði afleiðingarnar skelfilegar. **Guð kunni nefnilega líka dvergakast!**

Pólítísk vefrit eiga ekki að þurfa að sökkva oní slíkar lægðir að uppnefna andstæðinga sína. Það eru nóg málefnaleg rök til gegn stefnu Ísraelsríkis án þess að það þurfi að grípa til svona barnalegra ummæla. Ef þetta á að líðast á þessu vefriti, þá er ekki nokkur ástæða til þess að búast við öðru en að það muni hér eftir teljast gjaldgengt að gera grín að stærð eða ummáli íslenskra stjórnmálamanna í stað þess að nýta skrifin til þess að gagnrýna skoðanir þeirra á málefnalegan hátt.

[Þetta](http://politik.is/?id=1182) er ekki fyndið, þetta er ekki málefnalegt og þetta hæfir ekki opinberu vefriti Ungra Jafnaðarmanna!

Punktar um pólitík

Á leið úr ræktinni í hádeginu hlusta á oftast á Ingva Hrafn á Talstöðinni. Ég veit ekki almennilega af hverju. Gæti verið vegna þess að “Fólk og Fyrirtæki” með Jörundi á Sögu er sennilega lélegasta útvarpsefni mannkynssögunnar og ég finn aldrei nein lög á hinum stöðvunum.

Allavegana, ég er nær ávallt ósammála Ingva Hrafni, en samt hef ég gaman af því að hlusta. Hann má líka eiga það að hann er óspar á yfirlýsingar. Einsog t.d. í dag þegar hann talaði um forsætisráðherra:

>örflokkksormaðurinn Halldór Ásgrímsson, sem stal forsætisráðherrastólnum!

Jammm!

Annars er skondið að ímynda sér Ingva Hrafn, sólbrunninn á svölum í Flórída, gasprandi í síma um vandamál okkar hérna á Íslandi. En hann getur verið skemmtilegur.


Og já. Húrra fyrir Gunnari Birgissyni! Af hverju er hann sá eini, sem [ver hagsmuni borgarbúa](http://servefir.ruv.is/dagskra/streaming/default.asp?channel=0&date=2005-04-12&file=4208309/3) á Alþingi?


Og já, ég vil fá [Ágúst Ólaf í varaformanninn](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=37751)!!!

Gyðingar og Nasistar

Ég veit að ég er í minnihluta á Íslandi og er sennilega ósammála flestum lesendum þessarar síðu, en mér ofbauð þessi [ummæli](http://www.visir.is/?PageID=38&NewsID=35740) gagnvart Ísraelsríki:

>”Jónína segir mjög sláandi og óhugnanlegt að sjá múrinn sem Ísraelsmenn hafi reist. Hann sé 8-12 metra hár með varðturnum, myndavélum og inng?önguleiðum fyrir skriðdreka. Hún segist taka undir með Magnúsi Þór: **þetta minni á gettóin á tímum nasista.**”

Ríkisstjórn Ísraels hefur ansi margt á samviskunni. Landið hefur frá upphafi þurft að þola nágranna, sem vilja útrýma landinu. Undir þessum kringumstæðum hefur Ísraelslríki oft á tíðum brugðist við með alltof mikilli hörku. En að líkja aðferðum Ísraela við aðferðir Nasista er hins vegar óþolandi og á ekki að eiga sér stað í siðmenntaðari umræðu um málefni Ísraels og Palestínu. Ég hélt að íslenskir stjórnmálamenn væru nógu skynsamir til að sneiða hjá slíkum ummælum.

Það að bendla Ísraelsríki við Nasisma er mjög algengt bragð hjá þeim, sem verja málstað Palestínu af blindni. Þarna eru einstakar þjáningar Gyðinga notaðar gegn þeim og gefið í skyn að þeir séu í dag lítt skárri en Nasistarnir, sem stefndu að útrýmingu þeirra fyrir 60 árum.

Fyrir það fyrsta, þá hefur Jónína Bjartmarz ekki komið í nasistagettó og hefur því engan samanburð við heimastjórnarsvæðin nema úr bókum eða bíómyndum. Ég hef auðvitað komið á hvorugan staðinn. Hins vegar þá er það, að bera ástandið í gettóum nasista í seinni heimsstyrjöldinni saman við ástandið á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu, hræðileg móðgun við alla Gyðinga. Það ber kannski ekki vott um gyðingahatur, en það ber svo sannarlega vott um ákveðna vanþóknun í garð Gyðinga.

Í Seinni Heimsstyrjöldinni þá vildu Nasistar *útrýma* Gyðingum. Fólkið úr gettóunum var sent í dauðabúðir, þar sem milljónir voru drepnir. Ástandið á sjálfstjórnarvæðum Palestínu er örugglega slæmt, en það kemst einfaldlega ekkert nálægt því ástandi, sem var undir stjórn Nasista.

Gleymum því ekki að það hefur ávallt verið yfirlýst markmið flestra nágrannaríkja að útrýma Ísraelsríki. Allar árásir Múslima á Ísrael hafa byggst á því að ráðast á venjulegt fólk til að reyna að drepa sem flesta. Þetta á bæði við hryðjuverk dagsins í dag, sem og árásir Arabaríkjanna í stríðunum eftir stofnun Ísraelsríkis. Ísrael hefur aftur á móti ráðist fyrst og fremst á hryðjuverkamenn og aðra, sem reyna að skaða ríkið. Framferði Ísraelsmanna í stríðum nágrannaríkjanna hefur best undirstrikað þennan mun.

Langflestir leiðtogar Arabaríkjanna vilja ekki sjá tvö ríki í Ísrael og Palestínu. Nei, þeir vilja sjá Palestínu, þar sem *Gyðingarnir hafa verið hraktir á brott*. Á því hefur enginn vafi leikið. Palestínumenn og þá sérstaklega Arafat hafa hafnað friðarumleitunum Ísraela og Bandaríkjamanna og hafa þess í stað efnt til hryðjuverka. Því að Arafat vissi vel að ef að hann myndi senda hryðjuverkamann til að sprengja upp diskótek fullt af ungmennum, þá gæti hann bókað að viðbrögð Ísraela yrðu mikil og hann gæti nýtt sér afleiðingar viðbragðanna til að auka stuðning við sitt fólk í Evrópu.

Íslenskir stjórnmálamenn, sem og aðrir (þar á meðal ég), mega gagnrýna Ísraelsríki en sú gagnrýni verður að vera byggð á einhverri sanngirni. Samanburðurinn við Nasista getur aldrei fallið undir það.

Nasistar stefndu að útrýmingu allra Gyðinga!
Enginn getur haldið því fram að það sama eigi við um Ísrael og Palestínu í dag. Því er allur samanburður úr lausu lofti gripinn.

Gyðingarnir í gettóunum fengu ekki að kjósa sér forseta. Þeir höfðu engin réttindi. Þeir stóðu ekki í friðarviðræðum við Nasistana. Það er ekki yfirlýst markmið Ísraelsmanna að útrýma Palestínumönnum og Palestínumenn eru ekki fluttir í útrýmingabúðir í þúsundatali. Hættum því að líkja Ísrael við Nasista! Það er ósmekklegt með eindæmum. Íslenskir stjórnmálamenn ættu ekki að leggjast svo lágt.

Já, Ísraelsríki hefur gert MÖRG mistök. Aðferðir þeirra, svo sem við byggingu múrsins og viðbrögð við hryðjuverkum, hafa oft á tíðum verið mjög slæmar. Ég hef mjöööög oft verið ósáttur við aðgerðir og orð Ísraela, alveg einsog ég var á móti Arafat og hans liði. Harðlínumenn á báðum hliðum eru slæmir.

EN, það gefur okkur *ekki* leyfi til að gera lítið úr þjáningum Gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni, með því að líkja því við ástandið í Palestínu í dag. *Það gerir lítið úr voðaverkum Nasista* og þeim Gyðingum, sem þoldu þau og *hjálpar ekki málstað Palestínumanna*.

Hallgrímur og ungliðarnir

Jensi [benti](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2005/03/14/23.14.54/index.html) fyrir einhverjum dögum á [þessa ræðu](http://politik.is/?id=1146), en ég asnaðist ekki til að lesa hana fyrr en ég sá [aðra](http://www.hi.is/~gullikr/digitalbomb/) ábendingu á hana í dag.

Allavegana, [ræðuna hélt Hallgrímur Helgason, snillingur, á þingi ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna](http://politik.is/?id=1146). Ræðan er tær snilld og hreinlega skyldulesning fyrir alla unga Íslendinga, hvort sem fólk hefur áhuga á pólitík eður ei. Það tekur þig svona 5 mínútur að lesa þetta, en þú munt svo sannarlega ekki sjá eftir þeim mínútum.

Hér eru nokkrir snilldarkaflar úr ræðunni, þó ég mæli eindregið með því að fólk lesi hana í heild sinni:
Continue reading Hallgrímur og ungliðarnir