Sjokk! (uppfært)

Bíddu, var vinur Davíðs ráðinn í [embættið](http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1104728)?

Ég er í sjokki! Sjokki, segi ég og skrifa. 🙂


**Uppfært kl 19.00**: Það kemur mér ekkert á óvart í þessum málum lengur.

Ekki það að Jón Steinar sé ekki ágætis kall. Ég er ansi oft sammála honum og ég hef fulla trú á að hann verði mjög góður þarna inni. Fyrst og fremst vegna þess að hann er frjálslyndur bæði í efnahagsmálum, og einnig held ég að hann sé ekki mjög íhaldssamur í siðferðismálum (hann er að ég held mjög á móti því að ríkið geri t.a.m. uppá milli samkynhneigðra og annarra hópa. Þess vegna held ég að hann sé góður þarna í Hæstarétti).

Eeeen, er það ekki fyndið að síðast þegar Hæstiréttur bað um mann með lögmannsreynslu, þá hlustaði ríkisstjórnin ekki á Hæstarétt, vegna þess að þeirra maður á þeim tíma stóðst hinum umsækjendunum ekki samanburð. Í stað þess fann ríkisstjórnin upp eitthvað bull um að það þyrfti mann með mikla reynslu af Evrópumálum. Skemmtileg tilviljun að frændi Davíðs var akkúrat sérfræðingur í þeim.

Núna hins vegar er óskin um lögmannsreynslu dregin upp og Jón Steinar skipaður á þeim forsendum (önnur skemmtileg tilviljun, eða hvað?). Þetta er náttúrulega eins líkt bananalýðveldi og hægt verður að komast.

Hin svokallaða “Þrískipting valds á Íslandi” er orðin einn alsherjar brandari. Íhaldið ræður öllu.

Chavez áfram! Ó kræst!

0602chavez.jpgJæja, nú geta þeir á [Múrnum](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1339&gerd=Frettir&arg=5) fagnað, því svo virðist sem að Hugo Chavez hafi [unnið þjóðaratkvæðagreiðsluna](http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/3569012.stm) um það hvort hann ætti að fá að sitja áfram.

Chavez er vondur forseti, sama þótt að Múrsverjar horfi með aðdáunaraugum til þess að sum verkefni hans þykji “minna mjög á fyrstu ár byltingarinnar á Kúbu”.

Venezuela er ríkt af olíulindum, en ótrúlega spilltum og vitlausum stjórnmálamönnum hefur tekist að klúðra öllum olíugróðanum og landið er eitt það fátækasta í Ameríku. Chavez lofaði öllu fögru þegar hann var kosinn fyrir fjórum árum, en hann hefur ekki staðið við margt af því.

Meðallaun eru núna á sama plani og þau voru í kringum [1950](http://www.economist.com/agenda/displayStory.cfm?story_id=3093539) og atvinnuleysi hefur aukist uppí 16%. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að olíuverð sé með allra hæsta móti. Guð hjálpi Venezuela-búum ef að Chavez hefði verið við völd þegar olíverð var lágt.

Hann hefur einnig gert sem allra mest til að auka völd sín og hefur m.a. gert hæsta réttinn nánast sinn eigin, bæði með því að fjölga dómurum og með því að koma þar fyrir vinum og vandamönnum.

Þeir á Múrnum ættu að finna sér skárri þjóðarleiðtoga til að [verja](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1339&gerd=Frettir&arg=5), heldur en Hugo Chavez.

**Uppfært**: Sverir J. [kommentar á þessa færslu á sinni síðu](http://kaninka.net/sverrirj/010609.html) og ég svara honum [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2004/08/16/13.40.37/#3280).

O'Reilly vs. Paul Krugman

Bill O’Reilly, stjórnandi The O’Reilly Factor (sem, eftir [aðdáun hans á Ann Coulter](http://www.bjorn.is/leit?SearchFor=coulter) að dæma, væri pottþétt uppáhaldsþáttur Björns Bjarna), mætti hagfræðisnillingnum Paul Krugman á CNBC um helgina.

Krugman, sem er núna pistlahöfundur á NY Times, hefur gagnrýnt Bush stjórnina harkalega en O’Reilly hefur varið Bush og kallar alla þá, sem ekki dýrka hann og dá, föðurlandssvikara.

Allavegana, O’Reilly hefur hrósað sjálfum sér afskaplega mikið undanfarna daga fyrir að hafa staðið sig svo vel í þessu viðtali. Jim Gilliam, höfundur [Outfoxed](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0002HDXTQ/qid=1092264839/sr=8-1/ref=pd_ka_1/103-1224149-3119807?v=glance&s=dvd&n=507846) er ekki alveg sammála og tók saman smá myndbút úr þessu viðtali og bætti inn tengdum staðreyndum.

Myndbandið er skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á bandarískri pólitík:

[**Krugman vs. O’Reilly hjá Tim Russert**](http://www.jimgilliam.com/video/krugman_vs_oreilly_200.mov) – 12 mb Quicktime skjal.

Þessi færsla er tileinkuð [Óla](http://www.obalogy.com/) snillingi, sem virðist alveg vera hættur að blogga

via [MeFi](http://www.metafilter.com/mefi/34909)

Verið hrædd! (framhald)

Ég var að reyna að rifja upp eitthvað kvót úr 1984, því mér finnst þetta hryðjuverka-viðvaranakerfi orðið svo fáránlega líkt einhverju atriði úr 1984.

Jæja, einn [notandi á MeFi fann rétta kvótið](http://www.metafilter.com/mefi/34734#712366):

>It does not matter whether the war is actually happening, and, since no decisive victory is possible, it does not matter whether the war is going well or badly. All that is needed is that a state of war should exist.

[Kvót úr 9. kafla af 1984](http://www.readprint.com/chapter-7616/George-Orwell)

Verið hrædd! Verulega hrædd!

Þetta er alveg hreint ótrúlega magnað: [US terror plot intelligence ‘old’](http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/3530358.stm).

Fyrir þá, sem nenna ekki að lesa þetta, þá voru allar þær viðvaranir, sem gefnar voru út í Bandaríkjunum um helgina (um að hryðjuverkamenn ætluðu að ráðast á fjármálafyrirtæki) byggðar á upplýsingum, sem voru **fjögurra ára gamlar**!

Þetta passar svo vel eitt af meginþemum Fahrenheit 9/11 að það er ekki fyndið. Það er, að það hentar stjórnvöldum afar vel að halda almenningi alltaf hræddum.

Það er líka ekki fræðilegur möguleiki að tímasetningin á þessum viðvörunum sé tilviljun, svona rétt eftir landsþing Demókrata. Það hafði jú [lekið frá Hvíta Húsinu](http://www.tnr.com/doc.mhtml?i=20040719&s=aaj071904) að æskilegt væri t.a.m. að ná Osama Bin Laden í Júlí, helst þegar á ráðstefnu Demókrata stæði.

Ég veit að ég hef varið Bandaríkin og stefnu þess lands ansi lengi. En það er bara ekki hægt að verja þessa brjálæðinga. Það er með ólíkindum að það skuli enn vera 50% af bandarísku þjóðinni, sem er ekki enn búin að fatta að stjórnvöld eru að leika sér að þeim.

Fjölmiðlafrumvarps- kjaftæðisendalok

Við unnum!

[Davíð tapaði](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1094261).

Ég veit að ég ætti að vera glaðari nú þegar Davíð hefur þurft að viðurkenna fullkominn ósigur. Algjörlega fullkominn ósigur!

En þessa þrjá mánuði í lífi mínu fæ ég ekki tilbaka. Davíð er búinn að valda stríðsástandi í þjóðfélaginu bara af því að hann þolir ekki Baug. Og núna er Davíð búinn að viðurkenna ósigur, en samt viðurkennir hann auðvitað ekki neitt. Einhvern veginn er það ekki ósigur í hans augum að við stöndum núna í nákvæmlega sömu sporum og fyrir þrem mánuðum.


Davíð kvartar um að völd færist á færri hendur, en gleymir að minnast á það að hann og Halldór eru búnir að taka öll völd í sínar hendur. Mikið er það nú samt illa komið fyrir Sjálfstæðisflokknum þegar að *Framsóknarmenn eru orðnir rödd skynseminnar*.

Finnst ykkur, sem eruð sæmilega frjálslynd og enn í Sjálfstæðisflokknum, það ekki vera sorglegt?

Ég bara skil ekki þetta unga fólk í flokknum. Hvernig getur það stutt Davíð og þessa vitleysu alla? Finnst því þetta allt vera í fínasta lagi?

Ég var að spá í þessu þegar ég var að lesa þennan [pistil Járnskvísunnar ](http://www.jarnskvisan.com/archives/003362.html) og áttaði mig á að þetta er allt saman kjaftæði. Ég er ábyggilega miklu nær ungum Sjálfstæðismönnum í skoðunum en þeir eru Davíð. Samt verja þau hann og alla hans menn. En þegar Össur kemur í sjónvarpið og bendir á hina augljósu vitleysu í ríkisstjórninni, þá fer hann alveg hræðilega í taugarnar á Sjálfstæðisfólki.

Er það kannski eini munurinn á okkur? Hverjir fara í taugarnar á okkur. Ég er nánast með ofnæmi fyrir Einari Guðfinns, en líkar ágætlega við Össur. Ungu Sjálfstæðismennirnir fyrirlíta hins vegar Össur og eru með mynd af Einari Guðfinns uppá vegg. Er munurinn á okkur bara einhverjar tilfinningar gagnvart einstaklingum?

Ég hef heyrt fulltaf fólki segjast ekki geta stutt Samfylkinguna útaf því að Össur sé þetta eða hitt. Það skil ég ekki, því stjórnmálaflokkar eiga umfram allt að snúast um málefni en ekki skemmtilega leiðtoga. Er það kannski bara rugl hjá mér?

Ég hef nánast aldrei heyrt hægri-sinnað-ungt-fólk segjast ekki geta stutt Samfylkinguna útaf stefnu flokksins, heldur kvartar það bara yfir Össuri og Ingibjörgu.

Látum við virkilega skoðanir okkar stjórnast af því hvort okkur líkar vel eða illa við einhverja fimmtuga kalla?

Er það ekki dálítið skrítið?


En það er svosem ágætt að þetta er búið, þrátt fyrir að mér finnist rosalega gaman að fylgjast með pólitík og það verður dauft núna þegar ekki er hægt að rífast um þetta.

Múrinn og Heimdallarskólinn

Þau á Múrnum skrifa í dag gott [andsvar við grein Hafsteins Þórs, formanns SUS](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1312&gerd=Frettir&arg=5), sem birtist fyrir nokkru [á frelsi.is](http://www.frelsi.is/graentogvaent/nr/2450).

Hafsteinn Þór er hugsjónarmaður, en umfram allt foryngjahollur og því hefur hann nánast ekkert gagnrýnt flokkinn sinn fyrir atferli hans í fjölmiðlamálinu og öllu því tengdu. Í stað þess að svara gagnrýni stjórnarandstæðinga og Múrsins tekur Hafsteinn [46 ára gömul ummæli sósíalista og gerir þau að aðal-umfjöllunarefni sínu](http://www.frelsi.is/graentogvaent/nr/2450). Með því var hann víst að skjóta á umfjöllun Múrsins um þjóðaratkvæðagreiðslur, þrátt fyrir að þau á Múrnum hafi ekki verið fædd þegar þessi ummæli voru höfð.

Vandamálið er bara að einsog [andsvar Múrsins](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1312&gerd=Frettir&arg=5) sýnir, þá er þetta kvót hans Hafsteins einungis útúrsnúningur.

Það er yndislegt að Hafsteinn skuli enn vera jafn dásamlega upptekinn af því að berjast við kommúnisma og hann hefur ávallt verið. Þar sem hann hefur lítil rök inní deilur nútímans, þá kýs hann frekar að beita hárbeittum rökum gegn stefnu, sem dó fyrir mörgum árum. Það er nefnilega auðveldara að grafa upp áragömul, misgáfuleg ummæli andstæðinga sinna, heldur en að eiga rökræður við þá í nútímanum (þó er verra þegar ummælin standast ekki einsog Múrinn sýnir fram á).

Hafsteinn hefur skrifað nákvæmlega tvær greinar á frelsi.is eftir að Davíð tók af okkur þjóðaratkvæðið. Sú fyrri fjallaði um það hversu [kjaftfor Steingrímur J. er](http://www.frelsi.is/greinar/nr/2443) og sú seinni var um [meint 46 ára gömul ummæli](http://www.frelsi.is/greinar/nr/2450) fyrrum þingmanns Vinstri-Grænna.

Það er greinilegt að formaður SUS er með puttana á púlsi þjóðlífsins. Ef ungliðar flokksins eru svona úr takti við restina af þjóðinni, er það þá furða að þingmenn sama flokks séu heillum horfnir?

Ungir framsóknarmenn

Í Íslandi í dag var viðtal við engan annan en: Formann Ungra Framsóknarmanna í *Reykjavíkurkjördæmi Suður!* HA ha hahaha!

Það þarf enginn að segja mér að í því félagi séu meira en 5 félagar 🙂

**Uppfært**: HA HA ha ha! Formaðurinn er tengdasonur Halldórs Ásgrímssonar. Það er sennilega eina leiðin til að fá ungt fólk í flokkinn. Dóttir Guðna Ágústss er líka ýkt sæt, þannig að þar mun ábyggilega bætast við annar nýr framsóknarmaður. Snilld! Framsóknarmenn eru æði.