Chavez áfram! Ó kræst!

0602chavez.jpgJæja, nú geta þeir á [Múrnum](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1339&gerd=Frettir&arg=5) fagnað, því svo virðist sem að Hugo Chavez hafi [unnið þjóðaratkvæðagreiðsluna](http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/3569012.stm) um það hvort hann ætti að fá að sitja áfram.

Chavez er vondur forseti, sama þótt að Múrsverjar horfi með aðdáunaraugum til þess að sum verkefni hans þykji “minna mjög á fyrstu ár byltingarinnar á Kúbu”.

Venezuela er ríkt af olíulindum, en ótrúlega spilltum og vitlausum stjórnmálamönnum hefur tekist að klúðra öllum olíugróðanum og landið er eitt það fátækasta í Ameríku. Chavez lofaði öllu fögru þegar hann var kosinn fyrir fjórum árum, en hann hefur ekki staðið við margt af því.

Meðallaun eru núna á sama plani og þau voru í kringum [1950](http://www.economist.com/agenda/displayStory.cfm?story_id=3093539) og atvinnuleysi hefur aukist uppí 16%. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að olíuverð sé með allra hæsta móti. Guð hjálpi Venezuela-búum ef að Chavez hefði verið við völd þegar olíverð var lágt.

Hann hefur einnig gert sem allra mest til að auka völd sín og hefur m.a. gert hæsta réttinn nánast sinn eigin, bæði með því að fjölga dómurum og með því að koma þar fyrir vinum og vandamönnum.

Þeir á Múrnum ættu að finna sér skárri þjóðarleiðtoga til að [verja](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1339&gerd=Frettir&arg=5), heldur en Hugo Chavez.

**Uppfært**: Sverir J. [kommentar á þessa færslu á sinni síðu](http://kaninka.net/sverrirj/010609.html) og ég svara honum [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2004/08/16/13.40.37/#3280).

2 thoughts on “Chavez áfram! Ó kræst!”

  1. Það eru einmitt atriði á borð við ást Múrsins á Chavez sem gera það að verkum að maður veltir fyrir sér hvort þeir hafi rétt fyrir sér sem segja að Múrverjar hafi illainnrættar skoðanir.

    Hvers vegna ætti annars nokkur maður að óska Venesúelum þess að vera undir (ó)stjórn þessa ótýnda glæpamanns?

    😡

  2. Sverrir Jakobss ver Múrinn á sinni heimasíðu.

    Þar segir:

    >**Frjálshyggjumenn í fýlu**Með fullri virðingu fyrir þeim Einari Erni og Ágústi Flygenring þá treysti ég almenningi í Venezuela betur til að kjósa um eigin framtíð en einhverjum besserwisserum á Íslandi. Svona illa innrættur er maður. Ég er meira að segja svo illa innrættur að ég vildi óska þess að í sumum öðrum þjóðum Ameríku væri 80% kjörsókn í kosningum og að sá yrði forseti sem nyti stuðnings meirihluta þjóðarinnar.

    Sverrir bendir nú ekki á neinar haldbærar ástæður fyrir því af hverju þau á Múrnum eru svo gjörn á að verja Chavez. Þrátt fyrir að hann hafi unnið þetta þjóðaratkvæði, þá lít ég ekki á það sem einhverja réttlætingu á gjörðum Chavez í embætti.

    Ég held að helsta ástæða þess að Chavez hafi verið valinn áfram sé sú að fátækt fólk í Venezuela sér ekki fyrir sér hver ætti að taka við af Chavez. Hann hefur komið fólk í trú að hann berjist fyrir rétti fátækra í landinu, sem að fyrrum stjórnvöld gerðu ekki. Vandamálið við þetta þjóðaratkvæði er sú að andstæðingar Chavez sameinast ekki um neitt nema að vera andstæðingar hans. Valkosturinn við Chavez er bara “einhver annar en Chavez”. Eflaust er fullt fólki, sem er ekki sannfært um að það sé líklegt til árangurs.

    Mér fannst þetta [komment af BBC](http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/3570538.stm) nokkuð gott:

    > Mr. Chavez may speak for Venezuela’s poor, and the poor there do need a voice, but he should not be confused with a good leader. A good leader would balance the needs of the poor with the need to keep the country together. Chavez seems to have more of a divide-and-rule approach, and in the larger picture this doesn’t help his country.

    Úrstit þjóðaratkvæðins breytir hins vegar ekki gríðarlega takmarkaðri afrekaskrá Chavez og réttlætir ekki að þau á Múrnum séu svona hrifin af Chavez. Reyndar grunar mig að þau á Múrnum séu einna helst hrifin af honum vegna þess að hann gagnrýnir Bandaríkin og er góður vinur Fidel Castro. Ekki veit ég hvað fleira hann hefur til brunns að bera til að verðskulda sérstakt lof vinstri mann á Íslandi.

    Gleymum því ekki að það er eitt að tala einsog sannur populisti fyrir bættu ástandi fátækra og annað að koma því í verk. Chavez hefur talað og talað, en þrátt fyrir auglýsingar í sjónvarpi og stanslaus ræðuhöld hefur fátækt þessa frábæra lands ekki minnkað. Þvert á móti hefur hún aukist.

Comments are closed.