Femínismi og dómstóll götunnar

Þessar pælingar áttu upphaflega að birtast sem komment hjá Má en ég ákvað að setja þetta bara á þessa síðu. Þetta eru því viðbrögð við þessum skrifum hjá Má og þessum hjá Svansson.net.

Mér finnast þessir draumar femínistans Gyðu vera alveg ótrúlega magnaðir (ég hvet alla til að lesa draumana). Ég vil fyrst og fremst setja STÓRT spurningamerki við Veru drauminn:

Mig dreymdi Veru. Veru var boðið út að borða og í leikhús af Kunningja sínum. Kunningi bauð Veru síðan í kaffi heim til sín þar sem hann nauðgaði Veru. Vera fór upp á bráðamótttöku í leigubíl, öll rifin og tætt.

Þar hringdi hún í Ofbeldisvarnarhóp FEMÍNISTAFÉLAGSINS. Þau fóru saman heim til Kunningja og límdu miða á bílrúðurnar á bíl Kunningjans. Á miðunum stóð: SVONA GERIR MAÐUR EKKI?. Kunningi átti í mestu vandræðum með að ná miðunum af; þurfti að þola illt auga nágrannanna; á meðan hann skrapaði og skrapaði. Kunningi þurfti einnig að útskýra seinkun sína í vinnuna.

Þau biðu líka nokkur úr Ofbeldisvarnarhópi FEMÍNISTAFÉLAGSINS fyrir utan vinnustaðinn eftir að vinnutíma lauk. Kunningi komst ekki hjá því að sjá þau. Þau sögðu ekkert, horfðu bara á hann og hann vissi að þau vissu. FEMÍNISTARNIR voru viss um að skömmin og niðurlægingin hefði fundið sinn heimastað. Vera sat eftir með reiðina sem hún nýtti sér á uppbyggilegan hátt. Vera gekk til liðs við Ofbeldisvarnarhóp FEMÍNISTAFÉLAGSINS.

Þarna finnst mér á afar óábyrgan hátt vera að gefa það í skyn að konur eigi að taka lögin í sínar eigin hendur. Þarna er verið að hvetja til þess að þær ráðist á kynferðisafbrotamenn og reyni að niðurlægja þá á opinberum vettvangi.

Ok, áður en einhverjir bjánar telja mig vera að verja nauðgara þá vil ég náttúruega setja þann fyrirvara að svo er auðvitað ekki.

Jafnvel þótt að réttarkerfið sé ekki alltaf réttlátt þá er það ótrúlega óábyrgt í siðuðu þjóðfélagi að hvetja almenning til andlegs ofbeldi til þess að refsa mönnum fyrir gjörðir þeirra. Réttara væri að berjast fyrir úrbótum í réttarkerfinu.

Það er verið að fara útá mjög hálan ís þegar ákveðnir hópar í þjóðfélaginu telja sig hafa einhvern rétt til þess að dæma menn og deila út refsingum, sem þeir (þær) telja við hæfi.

Rumsfeld og al-Sahaf

prop.jpgDonald Rumsfeld og Mohammed Saeed al-Sahaf upplýsingamálaráðherra Íraka hafa farið á kostum á blaðamannafundum undanfarið.

Þó held ég að ekkert toppi Írakann á blaðamannafundum.

Rumsfeld átti þó gott komment í gær:

Let me say one other thing. The images you are seeing on
television you are seeing over, and over, and over, and it’s the same picture of some person walking out of some building with a vase, and you see it 20 times, and you think, “My goodness, were there that many vases? Is it possible that there were that many vases in the whole country?” (áður kvótað hér

Jens benti í kommentakerfinu á heimasíðu tileinkaða írakska upplýsingamálaráðherranum. Hann er alveg óborganlega fyndinn. Nokkrir gullmolar:

“Our initial assessment is that they will all die”

“God will roast their stomachs in hell at the hands of Iraqis.”

Britain “is not worth an old shoe.”

“We will welcome them with bullets and shoes.”

“They’re not even [within] 100 miles [of Baghdad]. They are not in any
place. They hold no place in Iraq. This is an illusion … they are
trying to sell to the others an illusion.”

Fyrir áhugasama, þá eru hérna kynlífsráðleggingar Donald Rumsfeld

Frakkar með Saddam

Eru Frakkar gersamlega að tapa sér?

Relations will be further rent by a second poll, in Le Monde, showing that only a third of the French felt that they were on the same side as the Americans and British, and that another third desired outright Iraqi victory over “les anglo-saxons”.

Mikið vona ég nú að bandaríkjahatur friðarsinna á Íslandi sé ekki komið svona langt.

Einnig er þetta hneyksli:

Eleven thousand Allied soldiers lie buried in well-tended peace at Etaples, on the Channel coast near Le Touquet, victims of the struggle by Anglo-Saxons to liberate the French from the German invaders during the First World War.

Last week the obelisk raised in their memory was defiled by red-painted insults such as “Rosbeefs go home”; “May Saddam prevail and spill your blood”; and, in a reference to the long-dead casualties beneath the manicured turf, “They are soiling our land”.

Það er aldeilis að sumir Frakkar gera sér grein fyrir sögu landsins og hverjum þeir mega þakka frelsi sitt.

Að hata Ameríku?

Margir hafa ásakað Michael Moore og fleiri gagnrýnendur Bandaríkjastjórnar um að hata Bandaríkin, sem er náttúrulega fáránleg staðhæfing. Ég rakst á þessi ummæli á Metafilter, skrifuð af þessum notenda

[Moore] loves America. He loves it so much that he is willing to point out its flaws, to try to get it to understand how it could be a better country, to get it to change. He sees the both the best and the worst in it, unflappingly. He is willing to say what he believes is true not because he hates America, but because he wants so badly for it (us) to be the Country it could be – to see the promise of liberty and prosperity and justice and honor fulfilled, to the fullest extent possible.

The recent rhetoric from the pro-Bush “how dare you criticize this wonderful country that has given you so much” viewpoint makes me crazy. In my book, its the people who are willing to hide their heads in the sand, who say simply that America is Great and Right who will eventually destroy this country, not the truth-speakers or the protesters. Is America actually so weak that we can no longer tolerate dissent? Are Michael Moore and a half million protesters going to make the republic fall?

After all, who loves you more? The person who only says “you’re great” no matter what you do, or the person who says “you have spinach on your teeth” or who urges you to be a better person, to try harder, to work harder, to meet your full potential?

Vel skrifað!

Stórfyrirtæki skipuleggja mótmæli

Í kjölfar allrar umræðunnar, sem var hérna á Íslandi um áhrif viðskiptalífsins (og þá sérstaklega einkarekinna fjölmiðla) á stjórnmálin í landinu, þá er nýjasti pistill Paul Krugman athyglisverður

Svo virðist sem Clear Channel, sem á 1200 útvarpsstöðvar í USA hafi skipulagt fjölda mótmæli með stríðinu við Írak. Eigendur fyrirtækisins eru víst ágætis vinir GWB.

There’s something happening here. What it is ain’t exactly clear, but a good guess is that we’re now seeing the next stage in the evolution of a new American oligarchy. As Jonathan Chait has written in The New Republic, in the Bush administration “government and business have melded into one big `us.’ ” On almost every aspect of domestic policy, business interests rule: “Scores of midlevel appointees . . . now oversee industries for which they once worked.” We should have realized that this is a two-way street: if politicians are busy doing favors for businesses that support them, why shouldn’t we expect businesses to reciprocate by doing favors for those politicians ? by, for example, organizing “grass roots” rallies on their behalf?

What makes it all possible, of course, is the absence of effective watchdogs. In the Clinton years the merest hint of impropriety quickly blew up into a huge scandal; these days, the scandalmongers are more likely to go after journalists who raise questions. Anyway, don’t you know there’s a war on?   

Mjög athygliverð grein.

Írak

Hvað er betra í þynnku á sunnudegi en að lesa um stríðið í Írak?

I was a naive fool to be a human shield for Saddam: Frásögn stráks, sem fór sem “human shield” til Írak en vera hans í því landi gjörbreytti afstöðu hans til stríðsins.


Slow Aid and Other Concerns Fuel Iraqi Discontent Toward United States

After War, Let Iraqis Triumph. Kristof skrifar í NYTimes góðan pistil

Those of us who have opposed this war need to recognize that we lost the debate, not only in the halls of the White House but also in the court of public opinion as well. It’s time to move on.

We all share President Bush’s hope that ousting Saddam will transform Iraq into a flourishing democracy and revive the Middle East. Here are two principles that may help us improve the chances of winning the peace in Iraq:

First, make this an Arab victory.

As the Pakistani scholar Hussain Haqqani has noted, there’s a flaw in the idea that invading Iraq will lead to a new Arab dawn: for the last 700 years, Muslims have reacted to defeat not by embracing modernism but by turning inward and grasping religious fundamentalism. On the other hand, the greatest reform in any Muslim country in the last century came in Turkey after a rare victory, when Kemal Ataturk defeated the Greeks and foiled Western plans to carve up his country.

That suggests that we should make the outcome in Iraq seem, as much as possible, like a victory for Iraqis, and we should put them in charge quickly. There is a way to engineer this: Shiites make up about 60 percent of Iraqis but have historically been politically repressed and economically impoverished, so if we allow them their fair share of power, this will be a genuine and historic triumph for them.

Second, don’t mess with Iraq’s oil

Everywhere I have been in the Arab world over the last year, people have been deeply cynical about American motives, assuming that we’re just after Iraqi oil. Unless we want to give anti-Americanism a huge boost and create tremendous hostility within Iraq that would make our occupation untenable, we won’t covet Iraq’s oil ? it’s just not worth it. Having harmed America’s image in the runup to this war, let’s restore it in the aftermath.

Og að lokum, mjög skemmtilegar myndir frá mótmælum í New York á kottke.org

Rumsfeld

Andúð á Bandaríkjamönnum fer stigvaxandi þessa dagana. Ég var í gærkvöldi að spjalla við Matt vin minn, sem er frá Bandaríkjunum en við kynntumst í Venezuela og við höfum ferðast saman bæði um Mexíkó og Kúbu. Hann átti snilldar komment um þessa umræðu:

I think you Europeans think too damn highly of us these days. You have to know that we are not all as nice as Donald Rumsfeld

Fujimori

Þrátt fyrir að ég sé alltaf að gagnrýna Múrinn á þessari síðu þá hef ég alltaf lúmskt gaman af því að fylgjast með þeim félögum. Einna skemmtilegast er að þeim er annt um stjórnmál í löndum, sem fá litla sem enga umfjöllun hér á Íslandi.

Síðast voru þeir að fjalla um Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú. Nú hefur Perústjórn gefið út ósk um að hann verði framseldur. Japanir virðast hins vegar ekki ætla að verða við því. Fujimori er afkomandi japanskra innflytjenda í Perú og hann býr nú í Japan.

Fujimori er ansi merkilegur karakter og ég hef löngum haft mikinn áhuga á honum. Allt byrjaði þetta þegar ég var skiptinemi Í Venezuela árin 1995-1996. Þar bjó ég hjá perúskri fjölskyldu. Þau höfðu flutt frá Perú vegna stöðugs ófriðar þar í landi, sem var aðallega tilkominn vegna hryðjuverkasamtakanna Sendero Luminoso. Fjölskyldan mín ákvað að fara til Venezuela til að komast í friðsælla umhverfi. Snillingurinn Hugo Chavez hefur reyndar séð til þess að sá draumur hefur orðið að martröð síðustu ár.

Allavegana, þá var fósturpabbi minn í Venezuela gríðarlegur aðdáandi Fujimori. Hann dýrkaði hann fyrir það afrek að hafa tekist að uppræta samtök hins Skínandi Stígs. Fujimori tókst með því að gera Perú talsvert öruggara land. Síðla árs 1995 kom Fujimori svo í opinbera heimsókn til Venezuela. Þar sem við vinirnir vorum hættir að mæta í skóla á þeim tíma ákváðum ég og Erik frá Noregi að hitta Fujimori og spjalla aðeins við hann. Við redduðum mynd af honum og ætluðum að fá hann til að gefa okkur eiginhandaráritun enda taldi ég, eftir allar lofræðurnar frá fósturpabba, að Fujimori væri mikill öðlingur.

Leitin að Fujimori

Við Erik röltum því uppað forsetahöllinni í Caracas, þar sem við spurðum verði hvort við mættum ekki heilsa uppá Fujimori. Þeir sögðu okkur að við mættum ekki fara inn fyrir hliðið en bentu okkur á að Alberto myndi fara seinna um daginn í perúska sendiráðið. Við fórum þangað en þar var ekkert í gangi, svo við fórum aftur uppað höllinni og spjölluðum við hina vingjarnlegu verði. Meðan einn þeirra var að tala við okkur kom annar yfirmaður og sagði okkur að drífa okkur inní varðarkofann því að Caldera (forseti Venezuela) væri að koma í bílalest að höllinni. Við drifum okkur því inn og héldum áfram að spjalla við verðina.

Einn þeirra sagði okkur svo að við ættum að bíða hinum megin við götuna eftir Fujimori. Við fórum því yfir og þegar við vorum komnir þangað ákvað ég að smella einni mynd af forsetahöllinni. Þá varð alltíeinu allt brjálað og einhver hermaður kom hrópandi að okkur. Hann hrifsaði myndavélina af mér og sagði okkur að koma inn í einhvern skúr. Þar ásökuðu þeir okkur um njósnir og sögðu að við værum handteknir. Þeir leituðu svo í skólatöskunum okkar. Þeir spurðu okkur fulltaf spurningum og skoðuðu vegabréfin okkar. Eftir smá yfirheyrslu kom yfirmaður þeirra inn en hann ákvað að sleppa okkur eftir smá yfirheyrslu. Þeir báðu okkur þó vinsamlega um að koma aldrei aftur nálægt forsetahöllinni.

Við tókum því lest að einhverjum útimarkaði, þar sem Fujimori átti að vera. Við vorum með perúska fánann og vorum voða spenntir. Svo þegar Fujimori keyrði framhjá okkur veifuðum við perúska fánanum einsog óðir menn, og viti menn, Fujimori veifaði vingjarnlega tilbaka. Þá vorum við sko glaðir.

Reyndar komst ég síðar að því að Fujimori er ekki alveg eins góður kall og ég hélt. En þetta var samt skemmtilegur dagur.

Davíð, Ingibjörg og Baugur

Ég var svo reiður eftir samsæriskenningar Sigurðar Kára í Kastljósi í gær að ég ákvað að drífa mig í að lesa þessa blessuðu Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Ræðuna má nálgast á vef Samfylkingarinnar.

Ég er alinn upp Sjálfstæðismaður, varð róttækari með árunum í átt til vinstri en skoðanir mínar þróðuðust aftur í hægri átt þegar ég var í námi í Bandaríkjunum. Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég reyndi einu sinni að kjósa í prófkjöri hjá flokknum en gat það ekki vegna þess að ég átti afmæli degi of seint.

Ég er hins vegar alltaf að tapa meira og meira áliti á Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur gert ýmislegt í frjálsræðisátt síðustu ár og ríkisstjórn hans og Alþýðuflokks var góð. Ég hins vegar hef óbeit á mörgum hliðum flokksins. Ég þoli ekki foringjadýrkunina í flokknum. Ég þoli ekki að þingmenn hans komi í áramótaannálum og tilnefni allir Davíð Oddson sem mann ársins. Ég þoli ekki að flokkurinn skuli kalla sig hægriflokk en reyni svo hvað hann geti til að ná að komast til áhrifa í RÍKISútvarpinu. Ég þoli ekki að hann skuli kalla sig hægriflokk en veiti svo ríkisábyrgðir til stórfyrirtækja.

En þessi umræða síðustu daga hefur valdið því að eftir tvo Kastljósþætti hef ég verið öskureiður útí Sjálfstæðisflokkinn. Mér er reyndar nokk sama um þetta Baugsmál. Heldur virkilega einhver Sjálfstæðismaður að Jón Ásgeir hafi ætlað að múta forsætisráðherra?? Trúir því virkilega einhver?

Ef að Davíð hefur svona mikla óbeit á Baugi og þeirra viðskiptaháttum þá á Davíð að beita sér fyrir breytingum á leikreglum í viðskiptalífi. Þeir eiga EKKI að kvarta bara og kveina yfir því að Baugsmenn séu nógu snjallir til að nýta sér hvernig kerfið er byggt upp. Ekki sér maður George Bush kvarta yfir því að Wal-Mart sé að yfirtaka bandarískan matvörumarkað. Hann gerir sér grein fyrir því að leikreglur viðskiptalífsins gera slíkum fyrirtækjum kleift að ná góðri stöðu á markaði með því að vera óhræddir og vægðarlausir í viðskiptum. Ef Davíð vill stuðla gegn því að Baugur hafi góða stöðu á markaðnum ætti hann að skerpa leikreglurnar, ekki að gera lítið úr stjórnarformanni fyrirtækisins í þingsölum og í sjónvarpi.

Eftir allt, þá er okkur frjálst að velja hvar við verslum. Ef almenningur í landinu hefði eitthvað á móti Baugi þá myndu þeir hætta að versla í Bónus og Hagkaup. Það hefur almenningur ekki gert. Það er nefnilega þannig að þótt stjórnmálamenn reyni að hafa áhrif á fyrirtækin í landinu þá er það almenningur sem hefur mesta valdið. Davíð getur reynt að koma slæmu orði á Baug en bara almenningur getur virkilega skaðað Baug, með því að hætta að versla hjá þeim. Það hefur ekki gerst.

Borgarnesræðan

Og þá að ræðunni sjálfri. Ef marka má orð Sjálfstæðismanna hefði mátt ætla að Ingibjörg hefði endað ræðuna á “Bónus býður betur”, því þeir hafa gert svo mikið úr stuðningi hennar við Baug og Jón Ólafsson.

Hér er hins vegar kaflinn, þar sem hún talar um þessi fyrirtæki:

Í efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir.

og

Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækjum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum?

Hvar í andskotanum er einhver stuðningur við Baug í þessari ræðu? HVAR?

Það að biðja um að um að fyrirtæki séu ekki dæmd eftir því flokkslínum er alveg jafn réttlátt og að einstaklingar séu ekki dæmdir eftir kynþætti.

Útúrsnúningur Sjálfstæðismanna á þessu er óþolandi. Svona hagar sér ekki flokkur, sem segist hafa frelsi í atvinnulífi að leiðarljósi.