Cuba si, yanqui no!

Geir skrifar mjög góða grein á síðuna sína í dag. Ég var líka staddur á þessum sömu mótmælum en hafði mig svo sem ekki mikið í frammi. Ég man m.a. eftir ágætri ræðu, sem Steingrímur J. Sigfússon hélt á Ingólfstorgi. Ég var þó lítið fyrir að hrópa slagorð. Lét aðra um að hrópa “Cuba si, yanqui no!”. Annars hélt ég því alltaf fram að kallinn með háþrýstidæluna hefði verið pantaður af bandaríska sendiráðinu til að gera lítið úr mótmælunum. Á endanum var þó einhver, sem tók dæluna úr sambandi. Mig minnir að það hafi verið félagi Erpur (Johnny National).

Stefán P.

Á föstudag fékk ég bréf frá Stefáni Pálssyni, einum af ristjórum Múrsins. Þar setti hann fram nokkra athyglisverða punkta um grein mína um Arnþór Helgason. Stefán segir að Arnþór hafi verið einna virkastur í að mótmæla atburðunum, sem gerðust á Torgi hins Himneska friðar. Ég trúi þessu vel, en mér fannst Arnþór samt sem áður vera fullmikið að verja atburðina. Þeir eru t.a.m. alls ekki sambærilegir þeim dauðarefsingum, sem George Bush hefur neitað að fresta.

Ég held þó að Arnþór hafi verið settur í dálítið einkennilega stöðu, þegar hann er fenginn til að vera sem nokkurs konar mótvægi við skoðanir Björgvins í Kastljósi. Ég er á því að, hefði verið settur á móti Arnþóri maður, sem væri fylgjandi stjórninni í Kína, þá hefði Arnþór mótmælt atburðinum harkalega. Ég tel að Arnþór hafi einfaldlega ekki getað verið sammála ungum Heimdellingi. Ég skil hann upp að vissu marki.

Ég hef oft staðið mig að því að mótmæla mönnum einsog Pinochet en verja svo menn einsog Castro. Þetta er auðvitað rangt og ég er hættur því. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki hægt að réttlæta manndráp eða pyntingar, sama hvað landið er yndislegt, eða hugsjón hæstráðenda mikilfengleg.

Havana

Ég var núna að horfa á Póstkort frá Havana í sjónvarpinu. Þetta var alveg frábær þáttur. Ég hef horft á þætti með sama stjórnanda og eru þeir allir mjög góðir. Það var gaman að sjá myndir frá þessari yndislegu borg. Þarna býr alveg einstakt fólk. Ég var á Kúbu fyrir ári og birtist ferðasagan mín á leif.com. Það er nú búið að taka hana niður. Ég held að hún eigi þó vel við, sérstaklega eftir umræðuna á milli mín og Björgvins. Ég læt hana því fylgja með.

Þar sem strákarnir eru núna farnir til Kúbu og ég einn eftir hérna hjá fjölskyldunni minni í Caracas, þá ákvað ég að skrifa aðeins um ævintýri mín á Kúbu.

Ég fór með Matt, vini mínum frá Bandaríkjunum til Kúbu fyrir tveim vikum og var það sannarlega gríðarleg lífsreynsla. Ég flaug frá Bogota, meðan strákarnir voru ennþá í Cartagena en á meðan ég var á Kúbu voru hinir krakkarnir að skoða Ciudad Perdida.

Kúba er vægast sagt mjög merkilegt land. Í fyrsta lagi er því stjórnað af sturluðum gömlum kalli, sem er kominn úr öllum tengslum við raunveruleikann. Fidel Castro er búinn að vera alltof lengi við stjórnvölinn, í 40 ár og það eina góða, sem hann gæti gert fyrir þjóð sína væri að segja af sér og halda lýðræðislegar kosningar. Vissulega var byltingin fyrir 40 árum góður hlutur, því þar var einræðisherra steypt af stalli en Castro er bara orðinn alveg jafn slæmur og Bautista var fyrir 40 árum.

Á Kúbu er kerfi, sem er eins langt frá sósíalisma og hægt er að komast. Stéttaskiptingin er gríðarleg. Aðallega er skiptingin á milli þeirra, sem vinna við ferðamannaiðnaðinn og fá því borgað í dollurum og þeirra, sem vinna öll önnur störf og fá borgað í pesoum. Sem dæmi um mismuninn, þá fær læknir í mánaðarlaun um 400 pesoa (20 dollara) og einn vinur minn fékk borgað um 100 pesoa (5 dollara) á mánuði. Hins vegar þá vinnur maðurinn, sem ber töskurnar á hótelinu okkar, sér inn um 30 dollara á dag í þjórfé. Það sér sérhver maður að þetta er alveg fáránlegt kerfi. Því er það draumur allra að fá starf á hótelum. Þeir, sem fá þau ekki, reyna að starfa sem ólöglegir leigubílstjórar, eða selja stolna (eða falsaða) vindla á götunni til túrista. Þannig geta menn unnið sér inn dollara og þar með keypt sér eitþvað annað en hrísgrjón og brauð.

Öllu sorglegra er það sem stelpurnar gera en meirihluti þeirra stunda vændi. Öll diskótek á Kúbu er því uppfull af gömlum köllum frá Evrópu og ungum kúbverskum stelpum, sem gera allt fyrir nokkra dollara. Þetta er gríðarlega sorglegt að horfa uppá. Á diskótekum er nær ómögulegt að finna stelpur, sem eru ekki hórur. Af þeirri einföldu ástæðu, að þær, sem eru ekki hórur, hafa ekki efni á að komast inn.

Castro er þó duglegur við að fela þessi vandamál eyjabúa. Túristunum er öllum komið fyrir á hótel og þeim aðeins sýnt góðu hliðarnar. Þar sem við og Matt tölum spænsku, gafst okkur tækifæri á að kynnast venjulegum kúbverjum. Það var svo sannarlega hápunktur ferðarinnar. Þetta fólk, sem lifir í þvílíkri fátækt er ótrúlega lífsglatt og þau gleðjast yfir ótrúlega litlum hlutum. Til dæmis þá vilja allir láta taka myndir af sér einfaldlega vegna þess að það á enginn myndavélar nema ferðamenn. Við Matt heimsóttum 3 kúbversk heimili og voru þau öll gríðarlega fátækleg.

Við fórum nokkrum sinnum út að skemmta okkur með kúbverjum og var það meiriháttar skemmtilegt. Þeir drekka svakalega mikið af óblönduðu rommi og kunna svo sannarlega að skemmta sér. Skemmtilegustu stundir ferðarinnar voru þegar við sátum drekkandi inná bar, talandi um kommúnisma, Castro og Ché við kúbverja og syngjandi Guantanamera. Það voru alveg ógleymanlegar stundir.

Habana er mjög gamaldags og allar byggingarnar eru nánast ósnertar frá því eftir byltingu og því margar í mjög slæmu ástandi. Það gefur þó borginni gríðarlega skemmtilegt og einsakt yfirbragð. Hún er alveg ótrúlega ólík öllu því, sem maður hefur séð hingað til.

Við eyddum mestum tíma okkar í Habana, fórum reyndar tvisvar á ströndina. Mestum tímanum eyddum við röltandi um götur Habana, talandi við innfædda og skoðandi torg og söfn, sem eru mjög skemmtileg. Mörg söfnin eru hönnuð af yfirvöldum og eru því alveg gríðarlega pólítísk og mikið er gert úr stórfengleika byltingarinnar.

Í stað þess að takast á við vandamál þjóðarinnar þá leggur Castro mesta áherslu á að kúga Kúbverja. Hann er búinn að bæta mjög í lögreglunni, svo að örugglega enginn þori að segja neitt eða mótmæla aðgerum hans.

Kúbverjar eru svo frábært fólk að þeir eiga eitthvað betra skilið en Fidel Castro.

Rökræðum lokið

Jæja jæja, ætli rökræðum okkar Björgvins sé ekki lokið í bili. Það er alltaf gaman að geta talað um hlutina á málefnalegan og skynsaman hátt. Ég hef séð komment á þetta á nokkrum síðum og vona ég bara að einhverjir hafi haft gaman af.

Ég vona bara að einvhern tímann muni Björgvin og félagar hafa dug í sér til að stofna frjálshyggjuflokk.

Ég sá að Ágúst lýsti yfir stuðningi við þá hugmynd, þannig að það er vonandi að vefleiðarasamfélagið taki sig til og umbylti stjórnmálum á Íslandi. Þrátt fyrir að ég hafi nú oftast talið mig vinstri-mann, þá er það alveg ofboðslega margt, sem fer í taugarnar á mér í stefnuskrá vinstri manna. Eins leiðist mér margt, sem íhaldið er með og svo allt, sem framsókn býður uppá.

Ég held að umræðan myndi breytast til hins betra ef stofnaður yrði frjálshyggjuflokkur, sem myndi beita sér fyrir minni ríkisafskiptum, aðskilnaði ríkis og kirkju, lækkandi sköttum og einkavæðingu asnalegra ríkisyrirtkækja einsog ÁTVR og RÚV.

Castró

Við Björgvin höldum áfram umræðum um pólitík. Hann svarar skrifum mínum á síðunni sinni í dag. Svarið er langt og ítarlegt, þannig að endilega kíkið á það.

Ég og Björgvin erumsennilega sammála um meira en hann heldur, enda erum við báðirhagfræðinemendur. Í þessari umræðu ætlaði ég mér aldrei að vera einhververjandi Kúbu, eða stjórnkerfisins í því landi, enda hef ég séð það meðeigin augum og ég er algerlega á móti Fídel Castró og öllu, sem hann stendurfyrir í dag.

Ég skil ekki nákvæmlega þennan orðaleik með það hvort íhaldsmenn hafi ríkt íMexíkó. Ég stend þó enn fyrir því að PRI sé íhaldsflokkur. En það skiptir ekki öllu máli. Með sama hætti og Björgvin gerðiget ég óhikað haldið fram því að á Kúbu í dag ríki eitthvað, sem er einslangt frá kommúnisma og hægt er að komast. Þar ríkir jú einræðisherra oglögreglan er mjög áberandi, nokkuð sem margir vilja tengja við kommúnisma.Aftur á móti býr Kúba í dag við tegund af markaðskerfi, sem er kapítalismi ísinni viðbjóðslegustu mynd. Þar eiga læknar, kennarar og annað menntafólk ívandræðum með að eiga fyrir mat. En þeir, sem vinna við ferðaþjónustu, aðselja stolna vindla, eða við vændi, vinna sér inn margfalt meiri peninga.

Þetta fólk lifir á dollurum, sem ferðamenn veita því í þjórfé. Þetta erhrikalegt kerfi og Castró veit býsna vel af því, en hann gerir nákvæmlegaekkert í því. Á diskótekum reyna ungar Kúbverskar stelpur frekar viðsveitta, gamla kalla heldur en unga og myndarlega menn, einfaldlega vegnaþess að þær halda að þeir gömlu séu líklegri til að eiga dollara, svo þærgeti selt sig. Ég hef séð þetta ástand og það er hreinlega ekki hægt aðloka augunum fyrir þessu. Hver sá, sem enn styður Castró, eftir að hafa séðástandið á Kúbu er annað hvort samviskulaus eða hefur ekki þroskann tilað skipta um skoðun.

Með þessu er ég ekki að halda því fram að ég telji að kommúnisminn í sinnieinu réttu mynd væri fyrirmyndarstjórnkerfi, eða eitthvað, sem ég vildi sjáí dag. Heimurinn hefur vissulega séð margar tilraunirnar fara illa meðfólk, og ég tel í dag að við höfum ekki efni á fleiri illa gerðum tilraunum.Ég er hagfræðinemandi, og ég á ennþá í dag eftir að hitta þannhagfræðinemanda, sem hefur mælt á móti frjálsu hagkerfi, svo ég ætla ekki aðverða fyrstur.

Ef að frjálshyggjumenn óttast ekki frjálsan flutning á milli landa, þá ernokkuð augljóst að frjálshyggjumenn ráða engu í heiminum í dag, og að það erekki nokkur einasti frjálshyggjumaður í Sjálfstæðisflokknum. Þetta sannarþví það, sem ég hef haldið fram, að Sjálfstæðisflokkurinn er íhaldsflokkuraf verstu gerð. Ég hvet því Björgvin og fleiri, sem hafa deilt við mig ígegnum árin (t.d. Hafsteinn Þór Hauksson) að taka sig til, segja sig úrSjálfstæðisflokknum og stofna á Íslandi almennilegan frjálshyggjuflokk.

Ég skil reyndar ekki hvers vegna Björgvin reynir svona að verja íhaldsmenn,því hann er það alls ekki. Ég skil því ekki hvers vegna Björgvin, sem er frjálshyggjumaðurer að verja íhaldsstefnuna. Því ég tel það stórslys í pólitískri sögu aðfrjálshyggjustefna og íhaldsstefna hafi orðið eitthvað tengdar.

Ég ítreka því áskorun mína til Björgvins, að hætta stuðningi viðSjálfstæðisflokkinn og stofna frjálhsyggjuflokk. Það gæti vel verið að égmyndi styðja þann flokk.

Að flýja sósíalisma og íhaldsstefnu

Björgvin svarar skrifum mínum fráþví á miðvikudag á heimasíðu sinni. Þar segir hann:

“Einar, sem annars hefur ritað ágæta pistla, gerir sig sekan um mjög heimskulega rökvillu í nýjasta pistli sínum. Hann segir það ekki rök gegn sósíalismanumað fólk vilji búa annars staðar vegna þess að fólk frá öllum heimshlutumvilji búa annars staðar! Svo segir hann að móðir Elíans hafi EKKI (takiðeftir, hann notaði stóra stafi til að leggja áherslu á orð sín) verið aðflýja sósíalismann heldur að elta ástina!

Ég vil beina þessari spurningu til Einars: Einar, næst þegar þú eltir ástina þína til Bandaríkjanna, en þar bjóstu síðasta vetur eins og þú nefndir máli þínu til stuðnings, ætlar þú þá að fara á bílaslöngu yfir hafið eins ogmóðir Elíans gerði eða taka næstu Flugleiðavél?”

Ég er nú enginnstuðningsmaður Fidel Castro, frekar en ég er hrifinn af Ernesto Zedillo í Mexíkó eða Hugo Chavez í Venezluela. Ég tel mig þó hafa nokkuð mikið vit á ástandinu í Suður-Ameríku, þar sem ég hef búið í Venezuela og Mexíkó og hef auk þess verið í öllum löndum Suður-Ameríku, sem og á Kúbu. Ég spyr Björgvin á móti, hvort að hann haldi að margir Mexíkóar hafi flúið með flugvél til Bandaríkjanna? Mexíkó er land, stjórnað af íhaldsmönnum, en þrátt fyrir það eru þúsundir Mexíkóa, sem reyna að flýja yfir tilBandaríkjanna. Leiðin þangað er ekkert auðveldari fyrir þá. Þeir reyna aðsynda yfir mengaðar ár, eða stökkva yfir gaddavírsgirðingar.

Málið er, að ástandið er það gott í Bandaríkjunum og það slæmt í restinni afSuður-Ameríku, að fólk mun ávallt reyna að komast yfir til Bandaríkjanna. Ef fólk er að flýja sósíalisma á Kúbu, þá hlýtur það að vera að flýja íhaldsmenn í Mexíkó.

Það sem angrar mig í umræðunni um Kúbu er að það er einsog fólk haldi að vandræði Mið- og Suður-Ameríku byrji og endi á Kúbu. Það er rangt. Báðar heimsálfurnar í heild sinni lifa við mjög slæmt efnahagsástand. Þessu vilja menn oft gleyma og einbeita sér frekar að ástandinu á Kúbu.

Frelsi.is um Kúbu

Ég var að lesa grein á frelsi.is”>frelsi.is (frelsi.is notar ramma og því er ekki hægt að linka yfir á greinina, sem heitir “Að flýja heimalandið”). Þar er talað um Kúbverja, sem flýja land sitt til að fara til Bandaríkjanna. Er þetta nefnt sem góða ástæðu fyrir því að sósíalismi er alslæmur. Þetta er auðvitað rugl.

Fólk frá öllum heimshlutum flýr til Bandaríkjanna. Fullt af Íslendingum vilja t.d. búa þar. Á hverju ári eru svo miklu fleiri, sem flýja frá Haíti eða jafnvel Mexíkó, þar sem íhaldsmenn hafa stjórnað allt frá byltingunni, sem varð í byrjun aldarinnar. Fólk flýr ekki land sitt vegna sósíalisma, heldur vegna slæms efnahagsástands. Slæmt efnahagsástand er ekki einskorðað við sósíalísk ríki.

Annað, sem angraði mig var að í greininni var notað dæmið um Elian Gonzales. Ég bjó nú í Bandaríkjunum í vetur og þekki því það mál nokkuð vel. Móðir Elians var EKKI að flýja sósíalisma, heldur fór hún til Miami til að geta lifað með kærastanum sínum. Það var því ástin, en ekki pólítík, sem varð til þess að hún flúði.