Ó plís, getum við sóttum um ESB aðild núna?

Lesið þetta.

>Membership of the EU might help remedy many of the problems described above. The sharing of certain areas of government may improve the quality of decision-making. Having greater contact with decision makers in Europe may provide stimulus, criticism and points of comparison that may improve the quality of decisions. The rule of law may be strengthened. The adoption of the euro will provide monetary stability and lower interest rates.

>Iceland either has to move backwards to the time of capital controls or forwards into the EU. It needs to choose the latter option if it wants to stand a chance at keeping its well-educated young people from emigrating.

Evran er komin í 188.

Takk.

(p.s. Krónan er dáin!)

Leitin að hinu jákvæða við kreppuna

Þessi grein eftir mig birtist líka á Vefritinu.

Ég nenni ekki að skrifa mikið um Davíð.  Ég er alinn upp af Íhaldsfólki og fílaði Davíð alveg þangað til að ég varð nógu gamall til að mynda mér nokkuð sjálfstæðar skoðanir og ég hafði upplifað heiminn utan Íslands.

Vandamálið við Davíð er einfaldlega að ég var *fimm ára* þegar að Davíð varð borgarstjóri.  Ég var nýfermdur þegar að hann varð forsætisráðherra og síðan þá hefur hann stjórnað umræðunni á Íslandi.  Kærastan mín er nokkrum árum yngri en ég og hún man einfaldlega ekki eftir öðrum tímum en þeim sem að Davíð hefur stjórnað öllu á.

Ég er einfaldlega búinn að fá nóg.  **John Major** var forsætisráðherra í Bretlandi þegar að Davíð tók við á Íslandi.  George Bush **eldri** var forseti í Bandaríkjunum þegar að Davíð tók við sem forsætisráðherra okkar.  Síðan þá eru Bandaríkjamenn búnir að fá 8 ár af Bill Clinton, 8 ár af George W. Bush og horfa núna bjartsýnum augum fram á nýja tíma undir stjórn Barack Obama.

Bandaríkjamenn hafa Obama.  Við erum hins vegar föst í umræðunni um Davíð.

Ef ég mætti biðja um eitt í íslenskum stjórnmálum, þá væri það að umræðan myndi byrja að snúast um eitthvað annað en það hvort að Davíð Oddson hafi rétt eða rangt  fyrir sér.  Ég var fjórtán ára þegar sú umræða byrjaði og ég er orðinn **31 árs** gamall í dag.  Ég er orðinn þreyttur á þessu.  Ísland þarf á einhverju nýju og fersku að halda.  Það er enginn stjórnmálamaður svo ómissandi að allt þurfi að snúast um hann í 26 ár.  Ekki Bill Clinton, ekki George W Bush, ekki Tony Blair og ekki heldur Davíð Oddson.

* * *

En það er hálf kjánalegt að kvarta yfir of mikilli umfjöllun um Davíð Oddson með því að skrifa grein, sem fjallar eingöngu um Davíð Oddson.

Það er erfitt þegar svona stóratburðir gerast á okkar tímum bloggsíða og netmiðla að skrifa eitthvað, sem hefur ekki verið skrifað áður.  Ég held að það sé ástæðan fyrir því að margir af mínum uppáhaldsbloggurum hafa nánast ekkert skrifað um kreppuna.  Sumir vinna jú á viðkvæmum stöðum, en ég held að það sé líka svo gríðarlegt framboð af bloggpistlum og greinum að það er nánast bókað að maður gerir lítið annað en að endurtaka eitthvað, sem að einhver Moggabloggari eða Egilskommentari hefur skrifað áður.

Ég ætla því að gera tilraun til að skrifa um eitthvað jákvætt við þetta ástand.  Já, Davíð er enn í Seðlabankanum.  Já, bankarnir eru farnir á hausinn.  Já, Sjálfstæðisflokkurinn ræður enn öllu.  Já, við skuldum núna öll upphæðir sem við gerum okkur ekki almennilega grein fyrir.  En eitthvað hlýtur bara að vera hægt að tína til.  Til að byrja með ætla ég að nefna einn punkt:  Vonandi mun kreppan losa okkur við þá stórfyritækjadýrkun, sem hefur grasserað að undanförnu á Íslandi.

* * *

Ég hef oft borið saman mismun á viðhorfum stjórnmálamanna á Íslandi og þeirra í Bandaríkjunum til smærri og stærri fyrirtækja.  Vissulega hygla þeir í Bandaríkjunum ansi oft stórfyritækjum en í bandaríski stjórnmálaumræðu er það alveg á hreinu að litli fyrirtækjaeigandinn, “small business owner” er kóngurinn.  Hann er drifkrafturinn í efnahagslífinu og hann er sá sem að allir stjórnmálamenn tala um á hátíðsdögum.  Litli fyrirtækjaeigandinn er í betra sambandi við starfsfólkið sitt.  Hann gerir sér grein fyrir að fyrirtæki hans hefur áhrif á samfélagið og honum er oft annt um að láta gott af sér leiða.  Á sama tíma er stórfyrirtækið alþjóðlegt, eigendur og æðstu stjórnendur eru í nákvæmlega engum tengslum við almenning og fjarlægð eigenda frá starfsemi gerir það oft að verkum að gróðasjónarmið verða einu sjónarmiðin í rekstrinum og ofurlaun og bónusar stjórnenda eru í litlu samhengi við mikilvægi starfa þeirra.

Á Íslandi er ekki talað á jafn jákvæðan hátt um litla fyrirtækjakallinn eða konuna.  Oft er talað á niðrandi hátt um eigendur lítilla fyrirtækja.  Þetta eru “sjoppukallar” og “smákóngar”.  Stjórnmálamenn hafa á síðustu árum lagt litla áherslu á að hjálpa þessum aðilum.  Helsta afrekið hefur verið að lækka skatta á fyrirtæki, en það hjálpar langmest stærri og arðbærari fyrirtækjum (einsog t.d. bönkunum) en ekki þeim sem eru að hefja rekstur og þurfa oft að glíma við taprekstur.

Á Íslandi urðu stjórnmálamenn ástfangnir af bönknunum og stóru útrásarfyrirtækjunum.  Þeir voru svo hrifnir að því að við gætum loksins verið stórir kallar.  Við þurftum ekki lengur að vera með minnimáttarkennd.  Litla Ísland var komið með sín fyrirtæki á lista yfir stærstu fyrirtæki í heiminum.  Hvað er gaman að vera við opnun á lítilli búð á Laugarveginum þegar þú getur verið viðstaddur risaopnun á skrifstofu útrásarfyrirtækisins í Kaupmannahöfn?  Stóru fyrirtækin voru kóngarnir.

Og svona breyttist kúltúrinn.  Æðsti draumur flestra samnemenda minna í bandaríska háskólanum mínum var að eignast einn dag sitt eigið fyrirtæki.  Á Íslandi vildi fólk vinna hjá bönknunum.  Þannig drógu þeir besta fólkið til sín og minni fyrirtæki áttu ekki nokkurn möguleika á því að ráða til sín hæfasta fólkið vegna ofurlauna, sem tíðkuðust í bönkunum.  Það skiptir litlu máli fyrir lítil fyrirtæki að skattar á þeim séu lágir þegar að fyrirtækið getur ekki einu sinni mannað allar stöður almennilega.

* * *

Þegar ég kynnti viðskiptahugmynd mína um að opna veitingastað á Norðurlöndunum eftir að hafa í 5 ár rekið með góðum árangri sambærilegan veitingastað á Íslandi var mér sagt af bankanum að verkefnið væri einfaldlega of lítið.  Í alvöru talað, það var svarið sem ég fékk.  Þeir sögðu hins vegar á sama tíma frá verkefni, sem að faldist fólst í því að bankinn lánaði íslensku fyrirtæki í óskyldum rekstri pening til að kaupa 60 útibú af erlendri veitingakeðju.  Það þótti bankamönnum nógu spennandi og stórt.  Skuldsetta yfirtakan var flott – að byggja eitthvað upp frá grunni var “of lítið”.

Er ekki einhver von til þess að þetta breytist.  Allt klára fólkið hjá bönkunum mun ekki hætta að vera klárt þó það missi vinnuna hjá bönkunum og útrásarfyrirtækjunum.  Það finnur sér aðra hluti til að gera, sem hugsanlega skapar meiri og betri tækifæri fyrir Ísland.  Ég þekki fólk úr gömlu bönkunum, sem er strax byrjað að huga að því að stofna ný fyrirtæki.  Og ég þekki líka fólk, sem að vann í bönkunum við að kaupa og selja hluti sem það skildi ekki, einfaldlega vegna þess að bankarnir buðu bestu launin.  Þetta fólk á sér án efa drauma og hugmyndir, sem það getur vonandi komið í framkvæmd.  Það er fyrir öllu að við hlúum að okkar besta fólki, þannig að það geti nýtt sér sinn dugnað, kraft og hugmyndir.  Það hljómar kannski einsog klysja sem er notuð á tyllidögum að við þurfum að styðja við nýsköpun og sprotafyrirtæki.  En bara þótt að þetta sé endurtekið svona oft má þetta ekki tapa merkingunni.  Það er grundvallaratriði

Því tækifærin fyrir okkar litlu þjóð munu ekki felast í því að við öllum vinnum hjá þrem risaálbræðslum eða þrem risabönkum eða einhverju öðru risastóru nýju verkefni.  Nei, þau munu felast í því að við vinnum líka hjá fulltaf litlum fyrirtækjum í mismunandi atvinnugreinum, sem vonandi hafa gæfu til þess að skapa eigendum, starfsmönnum og okkur hinum bjarta framtíð.

Seðlabankinn og verðbólga

Til hamingju Ísland!

Getum við sótt um ESB aðild núna?

Eða má ekki enn ræða það því að krónan gæti hrunið enn frekar ef við baktölum hana?

(p.s. skoðið grafið á síðu 4 í Peningamálum. Samkvæmt því er bjartsýna spá Seðlabankans að gengi evru verði í kringum 130 árið 2011. Svartsýna spáin gerir ráð fyrir því að gengi evru verði í kringum **170** árið 2011).

Obama

Ritstjórar The Economist segir allt sem þarf að segja um forsetakosningarnar í dag. Það er vonandi að Bandaríkjamenn fylgi meðmælum ritstjóra þess ágæta rits. Það myndi gera eitthvað í því að endurreisa trú mína á mannkynið:

>There is no getting around the fact that Mr Obama’s résumé is thin for the world’s biggest job. But the exceptionally assured way in which he has run his campaign is a considerable comfort. It is not just that he has more than held his own against Mr McCain in the debates. A man who started with no money and few supporters has out-thought, out-organised and outfought the two mightiest machines in American politics—the Clintons and the conservative right.

>Political fire, far from rattling Mr Obama, seems to bring out the best in him: the furore about his (admittedly ghastly) preacher prompted one of the most thoughtful speeches of the campaign. On the financial crisis his performance has been as assured as Mr McCain’s has been febrile. He seems a quick learner and has built up an impressive team of advisers, drawing in seasoned hands like Paul Volcker, Robert Rubin and Larry Summers. Of course, Mr Obama will make mistakes; but this is a man who listens, learns and manages well.

>It is hard too nowadays to depict him as soft when it comes to dealing with America’s enemies. Part of Mr Obama’s original appeal to the Democratic left was his keenness to get American troops out of Iraq; but since the primaries he has moved to the centre, pragmatically saying the troops will leave only when the conditions are right. His determination to focus American power on Afghanistan, Pakistan and proliferation was prescient. He is keener to talk to Iran than Mr McCain is— but that makes sense, providing certain conditions are met.

>So Mr Obama in that respect is a gamble. But the same goes for Mr McCain on at least as many counts, not least the possibility of President Palin. And this cannot be another election where the choice is based merely on fear. In terms of painting a brighter future for America and the world, Mr Obama has produced the more compelling and detailed portrait. He has campaigned with more style, intelligence and discipline than his opponent. Whether he can fulfil his immense potential remains to be seen. But Mr Obama deserves the presidency.

Nákvæmlega. Ég mun allavegana vaka í nótt þótt að ég eigi svo flug til Svíþjóðar snemma í fyrramálið.

Forsætisráðherra Írlands um Ísland og ESB

Forsætisráðherra Írlands um fjármálakreppuna, Ísland og ESB:

> “On the financial front, Ireland would have been in a far worse position had it not been for our membership of the EU, the euro and the role the European Central Bank played in recent weeks and months.”

>Without EU membership, he said, Ireland could have ended up in a similar position to beleaguered Iceland where a crisis stemming from huge debts taken on by its main lenders has brought down the banking system and made the local currency virtually untradeable.

>”Thankfully it is a hypothetical situation, I wouldn’t like to think what the situation would be if we ended up like them (Iceland) with our own currency,” he said.

>”The access to the resources of the ECB far outweighs the resources of the Irish central bank or Iceland’s central bank. You only have to work that out for yourself to see.”

Ég er officially hættur að skilja hvernig fólk getur mælt gegn ESB aðild Íslands. Það er allavegana ljóst að það fólk stundar varla mikil viðskipti.

Já, og hérna er litla Sara Palin.

Mogginn og umhverfismatið

Eftir ritsjóraskipti á Mogganum þá gerist það sífellt oftar að ég er hjartanlega sammála leiðarahöfundum blaðsins. Það á sérstaklega vel við í morgun í leiðara, sem má lesa hér: [Tími óðagotsins](http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/675747/).

Þar segir um þá kröfu sumra að reglum um umhverfismat verði hreinlega kastað útum gluggann núna í kreppunni. Moggaritstjórar benda hárréttilega á að slíkt sé fáránlega skammsýnt.

>Nú er ekki rétti tíminn til að kasta til hliðar faglegum vinnubrögðum, hvort sem það er í umhverfismálum eða á öðrum sviðum.

>Ætlunin er ekki að búa aðeins í landinu næstu daga og vikur, heldur um ókomin ár og aldir. Eftir það fúsk og fum, sem hefur komið Íslendingum í einhverja mestu kreppu í sögu lýðveldisins, er ekki ástæða til þess að setja fúskið á stall.

>Virkjanir og stóriðja eru alvörumál og komandi kynslóðir eiga rétt á því að eins vel sé staðið að ákvörðunum um þau mál og kostur er. Fari eitthvað úrskeiðis er ekki hægt að bjóða komandi kynslóðum upp á þær skýringar að nokkra daga í október árið 2008 hafi menn verið svo örvinglaðir að einu ráðin voru örþrifaráð. Ákvörðunin um heildarmat á að standa.

Amen!

Ingibjörg Sólrún og ESB

Mikið var gaman að sjá að Ingibjörg Sólrún er aftur komin í baráttuna og hún kemur inn af krafti með verulega góðri grein í Mogganum, sem að allir ættu að lesa.

Andrés tekur af mér ómakið og skrifar pistil, sem ég er 100% sammála hér: [ISG og krónukarlarnir](http://andres.eyjan.is/?p=724):

>Það er tími til kominn að forystumenn ríkisstjórnarflokkana setjist niður og semji upp á nýtt. Sjálfstæðisflokkurinn má stýra þeirri atburðarrás mín vegna.

>Bara ef menn taka hausinn upp úr sandinum og horfa framan í heiminn eins og hann er.

>Heiminn þar sem að íslenska krónan… er tilraun sem mistókst.

Nákvæmlega! Hversu lengi getur Íhaldið þrjóskast við? Vonandi ekki lengi.

Bretland og við

Úr Financial Times:

So Iceland and the UK traded blows yesterday. That isn’t strictly accurate – this is the big clunking fist of Gordon Brown versus the dignified defensive stance of Geir Haarde, Icelandic prime minister.

There is a small country suffering a financial crisis (the UK) and a tiny one whose economy has collapsed.

Careless savers and mind-bogglingly irresponsible councils ploughed their money into Icelandic bank accounts offering suspiciously high levels of interest. The banks failed. And there, finally, Brown had his Falklands moment.

Except, of course, Argentina was at least a fair fight. I watched an Icelander weep in Reykjavik as Brown spouted political poison.

Either prove that Iceland is a terrorist state, plundering the hard-earned savings of innocents abroad, or admit that it is a bankrupt one that suffered reckless bankers, incompetent regulators and compliant politicians. A country not too dissimilar to our own.

Nákvæmlega!

Gagnrýni frá Bretum á íslenskt hagkerfi og hvernig það treysti um of á erlent fjármagn og á bankakerfið kemur úr allra hörðustu átt.

Aðeins of seint…

Talandi um að vera vitur eftirá:

>Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp á Alþingi með það að markmiði að faglega verði staðið að ráðningu Seðlabankastjóra. Lagt er til að auglýst verði opinberlega eftir umsóknum um stöðu Seðlabankastjóra og að þeir skuli hafa háskólamenntun, reynslu og þekkingu á peningamálum og öðrum efnahagsmálum.

Ráðherra hvaða flokks réð gamla pólitíkusinn Davíð? Manninn sem að skapaði aðstæðurnar sem leiddu til þess ástands sem nú ríkir og olli sennilega því að Kaupþing rúllaði með fáránlegri frammistöðu í Kastljósi. (uppfært: Núna er semsagt skýringin á þessu að Árni M. Mathiesen talar ekki nógu skýra ensku).

Smá hint: Nafnið byrjar á F.