Uppboð 2007: Tæki

**Árlega uppboðið mitt til styrktar góðgerðarmálum er komið aftur í gang. [Hérna er yfirlitssíðan](https://www.eoe.is/uppbod2007) fyrir uppboðið og hér að neðan getur þú boðið í hluti. Hérna er svo [kynningarfærslan fyrir uppboðið](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46)**

* * *

Jæja, þá er það fyrsti hlutinn af uppboðinu mínu árið 2007 til styrktar börnum í Mið-Ameríku. Sjá nánar um uppboðið [hér](http://eoe.is/gamalt/2007/12/12/19.57.46//)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst á einarorn@gmail.com og ég set inn þá upphæð. Í þessum fyrsta hluta uppboðsins ætla ég að bjóða upp ýmis tæki.

Uppboðinu lýkur klukkan 23.59 á mánudagskvöld (17.des)

JVC Sjónvarp

Þetta er 2-3 ára gamalt 32″ JVC sjónvarp af gerðinni JVC AV-32H40SU. Sjónvarpið er í mjög góðu ástandi og fjarstýringin fylgir.  Það kostaði einhvern 90.000 kall þegar ég keypti það fyrir 2-3 árum.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106359674/in/photostream/)

Lágmarksboð 10.000

ATV 21 tommu sjónvarp

Þetta er sjónvarp sem hefur verið inní geysmlu hjá mér og ég held að ég hafi ekki horft á það í þrjú ár. Þótt ótrúlegt megi virðast þá nægir mér að hafa eitt sjónvarp og tvær tölvur á heimilinu. Þetta er 21 tommu sjónvarp með fjarstýringu og er í mjög góðu ástandi. Skoða mynd. Lágmarksboð: 5000 kall

Samsung U600 GSM sími

Þennan síma keypti ég í sumar. Hann er örlítið rispaður, en samt ekki mikið. Ég myndi segja að hann væri í mjög góðu ástandi. Kostaði yfir 30.000 krónur útí Svíþjóð í apríl. Hleðslutæki fylgir.

Þetta er með flottustu símum á markaðinum í dag. Eina ástæðan fyrir því að ég er að selja hann er að ég á iPhone.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106363366/in/photostream/)

Lágmarksboð 10.000 krónur.

iPod Nano 4gb

Þessi iPod er EKKI í neitt sérstaklega góðu ástandi. Hann er mjög mikið notaður og mjög rispaður, en hann virkar alveg og með honum fylgir USB snúra og headphones.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2105585819/in/photostream/)

Lágmarksboð 1.000 krónur.

Samsung SGH-E730 GSM sími

Nokkra ára gamall samlokusími, sem hefur reynst mér gríðarlega vel. Er samt MJÖG mikið notaður. Ábyggilega fínn sem fyrsti sími handa krökkum. Hleðslutæki fylgir.

Sjá mynd [hér](http://www.flickr.com/photos/einarorn/2106361734/in/photostream/)

Lágmarksboð 1.000 krónur.

Uppboð 2007

Jæja, það eru víst að koma jól og því væri ekki vitlaust að taka árlega uppboðspakkann minn.

Fyrir þá, sem hafa ekki lesið þessa síðu í mörg ár (og hver hefur ekki gert það?) þá hef ég fyrir síðustu tvö jól tekið til dót úr eigin safni og selt það á þessari síðu með uppboðsformi og gefið ágóðann til Oxfam góðgerðarmála í Mið-Ameríku og SuðAustur Asíu.

Ég skrifaði í fyrir tveim árum um [upphaflegar ástæður](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/10/9.38.15/) fyrir því að ég ákvað að standa í þessu uppboði og þær ástæður eru auðvitað enn jafngildar í dag.

Þessi uppboð hafa þó gert að verkum að geymslurnar mínar verða alltaf tómari með hverju árinu og því er ég með afskaplega lítið til að bjóða upp þetta árið miðað við síðustu tvö ár.

Ég hélt þó uppá 30 ára afmælið mitt í sumar og þar afþakkaði ég afmælisgjafir en bað þess í stað fólk um að leggja pening inná bankareikning, sem og margir gerðu.

Ég ætla því núna að gefa þá peninga sem söfnuðust þá, sem og á peninga sem munu safnast í þessu uppboði til Oxfam. Fyrir þá, sem vilja ekkert kaupa en vilja gefa beint til Oxfam, þá getiði lagt pening inná sérstakan reikning sem er 0323-13-701310 og kennitalan 170877-3659. Ég mun svo eftir áramót koma þessu öllu til Oxfam. Munið að það sem okkur finnst vera smápeningur getur komið sér gríðarlega vel fyrir samtök einsog Oxfam í löndum Mið-Ameríku.

Fyrsti hluti uppboðsins kemur seinna í kvöld.

Uppboð 2006: Vín

Ok, þá er það síðasti hluti uppboðsins!!

Þú getur lesið um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Núna eru það tvær eðal vínflöskur, sem eru boðnar upp.

The Macallan viskí

Single Malt Highland Schotch Whiskey – 12 years old

Sjá mynd af flöskunni hérna

Lágmarksboð: 5.000 krónur

Poggio Alle Mura rauðvín

Árgerð 1998. Þetta er klassavín, sem ég fékk gefið úr einkasafni góðs manns. 1998 árgangurinn af þessu víni fékk fékk 93 stig af 100 í maí hefti Wine Spectator 2003. Topp árgangur af topp víni!!!

Sjá mynd af flöskunni hérna.

Lágmarksboð: 10.000 krónur

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á föstudagskvöld. Ef fólk býr á höfuðborgarsvæðinu, þá get ég reynt að koma flöskunum til þess á aðfangadagsmorgunn!

Uppboð: Áminning

Minni á að [uppboði á Francis Francis vélinni lýkur á miðnætti í kvöld](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/14/20.00.30/).

Francis Francis X6 – hvít espresso vél

francis%20francis.jpeg

Einsog stendur er hæsta boð 21.000 22.000 kall – en vélin kostar 33.000 útúr búð!!! Ef þú vilt bjóða í vélina, settu þá inn ummæli [hérna](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/14/20.00.30/).

Uppboð 2006: Ný Francis Francis espresso vél!

Jæja, þá heldur uppboðið áfram. Sjá allt um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod)

Núna er það ekki hlutur úr mínu búi, heldur fékk ég mitt gamla fyrirtæki til að gefa hlut á uppboðið.

Þannig að núna er ég að bjóða upp hvorki meira né minn en glænýja Francis Francis Espresso vél. Vélin er semsagt gefin á þetta uppboð af [Danól ehf](http://www.danol.is) en það frábæra fyrirtæki er umboðsaðili meðal annars fyrir þessar Francis Franics vélar og einnig fyrir [illy](http://www.illy.com/), sem er besta kaffi í heimi!

Þannig að þessi espresso vél er enn í kassanum, alveg ný. **Ótrúlega flott vél!!**

Francis Francis X6 – hvít espresso vél

francis%20francis.jpeg

Lágmarksboð er 15.000 krónur, en vélin er mun verðmætari en það. Danól gefur vélina á uppboðið og því fer 100% upphæðarinnar til góðgerðarmála. 🙂

Ég þakka Danól fyrir framlagið.

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á mánudagskvöld.

Uppboð 2006: Bókapakkar

…. Uppboð la la la…. Sjá upplýsingar [um uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Ég veit að þetta er ekki beint mest spennandi hlutir í heimi, en það verða áhugaverðari hlutir á uppboði á fimmtudag og föstudag. So hold on tight. 🙂

Núna eru það bókapakkar. Það er ég býð bækurnar **saman í einum pakka**. Lágmarksboð í hvorn pakka er 1.000 kall. Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: Bókapakkar

Uppboð 2006: Íþróttatreyjur

Da da da da ra… Uppboðið heldur áfram. Sjá upplýsingar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod).

Núna eru það íþróttatreyjur, Liverpool og Barca (og Barca trefill). Þetta eru allt **NOTAÐAR** treyjur, sem þýðir að ég hef verið í þeim oft. En fyrir safnara þá eru þær í nokkuð góðu standi. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Lágmarksboð 1000 kall.

Uppboði lýkur klukkan 23:59 á laugardagskvöld.
Continue reading Uppboð 2006: Íþróttatreyjur

Uppboð 2006: Geisladiskar P-W

Ok, núna eru það geisladiskar – flytjendur P-W á uppboði. (sjá geisladiska [A-P hérna](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/12/11.45.02/))

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/uppbod/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.
Continue reading Uppboð 2006: Geisladiskar P-W

Uppboð 2006: Geisladiskar A-P

Næst eru það geisladiskar – flytjendur A-P á uppboði.

Sjá nánar um [uppboðið hér](https://www.eoe.is/gamalt/2006/12/10/22.02.42/)

Uppboðið virkar þannig að þú skrifar tilboðið þitt í ummælin. Auðveldast er að gera það með því að nefna hlutinn og virðið strax fyrir aftan. Ef að þú vilt setja inn nafnlaust boð, sendu mér þá póst og ég set inn þá upphæð.

Hérna eru það geisladiskar sem eru boðnir upp. Uppboði lýkur kl. 23.59 á laugardagskvöld. Lágmarksboð í geisladisk er 300 krónur.
Continue reading Uppboð 2006: Geisladiskar A-P