Chicago

Chicago borg er alveg æðisleg í svona góðu veðri. Það er búinn að vera um 25 stiga hiti hérna síðustu daga, sem er ekki mjög gaman þegar maður er í próflestri, en ég var búinn í bili í gær og því fórum við Hildur niður í bæ. Við löbbuðum um miðbæinn og nágrenni og fengum okkur svo að borða á Pizzeria Uno en þar voru einmitt búnar til fyrstu deep-dish pizzurnar og voru þær mjög góðar. Við fórum svo í bíó.

Reyndar þurftum við að bíða í 3 klukkutíma því það var uppselt á næstum allar sýningar á myndinni, sem við ætluðum að fara á, Gladiator. Við fengum þó loksins miða á ellefu sýningu. Myndin er frábær. Endilega sjáið hana þegar hún kemur heim til Íslands.