Demókratar og Repúblikanar

Þetta graf sem fylgir með [þessari](http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/story/2008/06/09/ST2008060900950.html) Washington Post frétt sýnir greinilega hvar áherslur manna liggja í bandarískum stjórnmálum.

Grafið sýnir það hvernig skattatillögur frambjóðendanna munu koma við fólk í mismunandi innkomu-hópum í Bandaríkjunum.

Skattabreytingar McCain og Obama

Tillögur McCain koma best við þá sem eru með meira en **233 milljónir króna í árslaun** en Obama þeim best sem eru með minna en 1,5 milljón í árslaun.

(via Daily Kos)

Annars hlytur fyndnasta fréttin úr bandarísku kosningabaráttunni að vera sú að McCain, sem hefur gert allt til að láta Obama líta út sem hann sé úr tengslum við bandarískan raunveruleika, gat ekki svarað því **hversu mörg hús hann sjálfur á!** Samkvæmt heimildum Politico á McCain 8 stykki.

5 thoughts on “Demókratar og Repúblikanar”

  1. 11.5 prósenta hækkun er svakalegt plan hjá Obama.
    Spurning hvernig þessi 0.1% ríkustu bregðast við nái hann kjöri og hrindi þessu í framkvæmd, hvort þeir láti ekki peningana sína bara flýja land.
    Þannig tapa allir, það hlýtur að vera nokkuð stór biti af skatttekjunum sem koma frá þessum fámenna hópi.

    Ég fíla samt Obama, það er vonandi að hann nái kjöri.

Comments are closed.