Dolph!

Þar sem að það búa ekki allir í Svíþjóð (ógó hallærislegt!) og það horfa ekki allir á sænsku undankeppni Eurovision (vá) og það lesa ekki allir Facebook síðuna mína (hva?) þá er hér (via Birkir) stórkostlegt tímamótamyndband frá undankeppninni á laugardaginn. Ég og Margrét horfðum á þetta (seinni hlutann það er) eftir að ég hafði dregið hana labbandi um hálfa Södermalm til þess að uppfylla laugardagsþörf mína fyrir alvöru hamborgara (sem fást á Mississippi Inn fyrir þá sem vilja vita).

Allavegana, hérna er sjálfur Ivan Drago, skúrkurinn úr Rocky IV, mættur uppá svið á þessari sænsku söngvakeppni (sem er rugl vinsæl hérna í Svíaríki) og mæmar lag og dansar og spilar á trommur og brýtur spýtur og ég veit ekki hvað. Þetta er svo lygilega fáránlegt að maður þarf í raun að horfa á þetta þrisvar til að meðtaka alla snilldina (Dolph mætir á sirka 0.56).

Ekki nóg með að Dolph hafi næstum því drepið Rocky, heldur endurskilgreinir hann núna á sextugs aldri hvernig skemmtiatriði í söngvakeppni eiga að vera. Þetta verður allt niðrávið frá þessu mómenti síðasta laugardagskvöld. Því miður.

6 thoughts on “Dolph!”

  1. Maður fékk svona nettan kjánahroll yfir atriðinu,.. en Svíarnir fíla þetta í botn. Mér fannst hinsvegar lögin hálf slöpp,….

    Borgþór

Comments are closed.