Down to the river

Samband mitt við Bruce Springsteen er býsna skrýtið. Bróðir minn var (er) mikill Bruce Springsteen aðdáandi og þegar ég var lítill og horfði upp hans, þá reyndi ég að komast inní tónlist Springsteen. Átti einhverjar plötur með honum, en var eiginlega fastur í Born in the U.S.A. og elskaði þá plötu útaf lífinu þegar ég var kannski 10 ára gamall.

Svo varð ég eldri og ákvað að Springsteen væri hallærislegur (og þá sérstaklega Born in the U.S.A.) og nennti ekki að hlusta á hann lengur. En fyrir nokkrum árum eignaðist ég The Rising, plötuna sem Springsteen samdi eftir 11.september og varð aftur hrifinn. Ákvað að gefa honum aftur sjens.

Og hef ekki séð eftir því.

Hef verið fastur í eldgömlu efni, sem Bruce samdi þegar hann var á svipuðum aldri og ég er núna. Einhvern veginn finnst mér ég geta tengt við svo margt af þessu, þrátt fyrir að okkar líf séu náttúrulega einsog svart & hvítt.

Allavegana, ég þekki ekki einn einasta mann á mínum aldri, sem fílar Springsteen, þannig að ég ætla að reyna að breiða út boðskapinn. Ég held að góð leið sé að byrja á uppáhaldslaginu mínu með honum, The River af samnefndri plötu:

The River – Bruce Springsteen – 4,8 mb – MP3 skrá

Þetta lag er hreint stórkostlegt. Ég fæ gææææsahúð þegar ég heyri í munnhörpunni í byrjun lags.

Her body tan and wet down at the reservoir

At night on them banks I’d lie awake

And pull her close just to feel each breath she’d take

Now those memories come back to haunt me

they haunt me like a curse

Is a dream a lie if it don’t come true

Or is it something worse

that sends me down to the river

though I know the river is dry

That sends me down to the river tonight

Fyrir byrjendur, þá mæli ég hiklaust með allri The River plötunni og svo Born to Run, en titillagið á þeirri plötu er einmitt annað uppáhaldslagið mitt með Springsteen. Gefið manninum sjens.

12 thoughts on “Down to the river”

 1. En hann er frá New Jersey, need I say more?!!!
  (Mér fannst hann reyndar kúl og skemmtilegur þegar ég var þrettán, en það er laaaangt, lanngt síðan)

 2. Jæja Einar, við erum nú á sama aldri. Gott ef við erum ekki eiginlega jafngamlir. Ég hef lengst af verið nokkuð hrifinn af tónlist Bruce Springsteen. Vissulega kom tímabil þegar ég var ekkert svakalega hrifinn af verkum hans. En ég komst á sporið við að sjá Philadelphiu fyrir áratug og heyra lagið hans, Streets of Philadelphia, sem vann óskarinn. Á slatta af plötum hans núna og hlusta reglulega á. Flott tónlist. 🙂

 3. Erna, ég tek fram að mér finnst ennþá alveg hellingur af efni með Springsteen alveg með ólíkindum lélegt og hallærlislegt. Sérstaklega efnið, sem ég fílaði þegar ég var krakki.

  En það breytir því samt ekki að hann á alveg fullt af virkilega góðu efni, og þá sérstaklega efni þar sem hann er einn með gítarinn. Ég er ekki alveg að fíla popp/rokk Springsteen, en þegar hann er í trúbadorastemningu, þá er hann allavegana 100 sinnum betri en þessir trúbadorar, sem eru margir hverjir vinsælir í dag.

 4. Ég keypti mér nýjustu plötuna hans í vor og hef mikið hlustað á hana og finnst hún frábær.

  Man eftir einhverjum lögum sem að ég hlustaði á sem krakki og unglingur sem að ég er viss um að ég fíli ekki í dag, en auðvitað eru frábær lög inn á milli og ég er sammála stefáni með það að óskarsverðlaunalagið hans er af því efni allveganna sem að ég hef hlustað á hans besta lag.

 5. Mér finnst The Boss frábær, eftir að hafa enduruppgvötað hann fyrir nokkrum árum sjálfur. The River var lengi mitt uppáhaldslag, en núna finnst mér State Trooper og Downbound Train standa upp úr af gamla efninu ásamt laginu Reno á nýjustu plötunni, sem varð þess valdandi að K-Mart neitaði að selja þá plötu.

 6. Takk fyrir síðast 🙂
  Þú varst gríðarlega sprækur sýndist mér, vonandi áttir þú gott kvöld á ölstofunni.

 7. Já… heyrðu…

  ég er einmitt mikill aðdáandi Brúsa og er alveg sammála þér með The River og Born To Run… er líka mjög hrifinn af The Darkness on the Edge of Town (ef þú fílar the river þá fílaru hana), Nebraska og svona nýrra efni eins og The ghost of tom joad er alveg frábært…

  gaman af þessu… við erum ekki margir hérna á klakkanum sem erum innan þokkalegra aldurstakmarka sem fílum hann Springsteen…. var einmitt að tala um þetta á síðunni minni um daginn…

  Strumpakveðjur 🙂

Comments are closed.