Draumar

Í nótt dreymdi mig að ég væri eltur af illum her inní gömlum kastala. Svo vaknaði ég í morgun í svitabaði, enn með kvef en með aðeins minni hausverk.

Og það sem meira er, þá var ég með **A Great Day for Freedom** með Pink Floyd á heilanum. Þetta lag er ekki spilað í útvarpi og því get ég bara hafa hlustað á það sjálfur. En svo kíkti ég í iTunes og sá að ég hef ekki hlustað á þetta lag síðan í janúar 2003.

Af hverju vaknar maður með lag á heilanum sem maður hefur ekki heyrt í fjögur ár?

4 thoughts on “Draumar”

  1. Þetta er stór furðulegt, ég lenti í þessu í sumar, vaknaði með “Natchez Trace” með Dusty á heilanum. Sem mér fannst mjög skrítið þar sem það var bannað að hlusta á útvarp á vinnustaðnum mínum og ég á þetta lag ekki í tölvunni minni og það er ár og aldir síðan ég setti diskinn á fóninn!
    Kannski eru þetta einhver dulin skilaboð!! 😯 hehehh

  2. Takk, Katrín. 🙂

    Og Marella, já ég var að reyna að rýna í textann og sjá hvort þetta væri eins konar stjörnuspá fyrir mig. En ég fann nú ekki mikið.

Comments are closed.