Einar Örn klikkar

Í gærkvöldi fór ég með vini mínum á Óliver. Þar töluðum við um ýmis mál. Þar á meðal kvennavandræði mín og vinnu mína.

Ég sagði honum að mér þætti ég of oft taka með mér vinnuna heim og of oft eyddi ég kvöldunum í áhyggjur útaf vinnu eða í sjálfa vinnuna. Ég sagðist ætla að taka mér tak og bæta þetta. Einnig ætlaði ég að hætta að kíkja svona oft á netið.

Kvöldinu í kvöld (laugardagskvöld nota bene) hef ég eytt á netinu skoðandi hluti útaf vinnunni minni. Ég hef einnig talað í símann í sirka klukkutíma í kvöld útaf vinnu.

Þetta byrjar semsagt ekki vel. 🙂