Eitt próf eftir

Prófið í morgun gekk sæmilega og nú er bara eitt próf eftir, klukkan 12 á morgun.

Ég ætla því að eyða deginum í að stúdera hagmælingar og línulega algebru.

Ég lofa því að skrif mín munu verða skemmtilegri þegar ég er búinn.

Það er hægt að keyra “regression” fyrir skemmtilegheit.

Skemmtilegheit á síðunni hans Einars = 10 – 3 X fjöldi prófa eftir – 2 X klukkustundir, sem ég er búinn að læra í dag – 2 X klukkustundir síðan ég vaknaði + 2 X fjöldi kaffibolla.