Fallegustu konur í heimi

Einhverra hluta vegna hef ég ekkert skrifað um stelpur á þessari síðu í fleiri vikur. Ég verð greinilega að fara að hugsa minn gang.

Allavegana, vegna þess að ég nenni ekki að horfa á brúðkaup Tristu og Ryan (hvaða pulluhaus datt í hug að það yrði skemmtilegt sjónvarspefni), þá er hérna listi yfir 10 fallegustu konur í heimi að mínu mati. Það eru alveg ein eða tvær íslenskar stelpur, sem ég gæti sett þarna, en ég sleppi því og hef þetta bara heimsþekktar konur. Sleppi líka stelpunni, sem ég hitti í strætó í Caracas og svoleiðis.

 1. Natalie Imbruglia: Ef það er hægt að verða ástfanginn af tónlistarmyndbandi, þá held ég að það hafi gerst þegar ég sá Torn í fyrsta skipti.
 2. Elizabeth Hurley: Ótrúleg!
 3. Audrey Hepburn: Ein fallegasta kona allra tíma. Þeir sem efast ættu að horfa á Breakfast at Tiffany’s
 4. Angelina Jolie: Fær reyndar mínusstig fyrir að hafa leikið í leiðinlegustu mynd allra tíma, Tomb Raider
 5. Elsa Benitez
 6. Brooke Burke: Hún fékk mig til að horfa á “Wild On” á E! sjónvarpsstöðinni ansi mörg kvöld í röð.
 7. Elle McPherson
 8. Britney Spears: Já, Britní. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að við myndum passa alveg ýkt vel saman sem par. Hún er ennþá á lausu og ég er ennþá á lausu, svo það er alltaf von. Samt, þegar við byrjum saman þá verður hún ábyggilega ýkt fúl yfir því að ég skuli hafa sett hana í 8. sæti.
 9. Gisele Bundchen
 10. Jennifer Aniston

Ok, svona lítur þetta út. Ykkur er velkomið að hneykslast á þessu vali mínu. Af hverju ég hafi valið Britney en sleppt einhverri annarri og svo framvegis. 🙂

Vá, hvað ég á eftir að fá mörg “hit” frá Leit.is vegna þessarar færslu. Það verður gaman að skoða leitarstrengina, sem leiða menn inná þessa síðu

13 thoughts on “Fallegustu konur í heimi”

 1. Jamm, ég fattaði það eftirá að það var bara ein ljóska þarna, hún Britney mín.

  Annars fíla ég alveg ljóshærðar stelpur sko. Þetta kom mér eiginlega dálítið á óvart 🙂

 2. Ef þú værir ekki svona rosalega einhleypur, hvar (ef einhversstaðar) á þennan lista myndirðu setja kærustuna þína?

 3. Það færi væntanlega eftir því hvernig sú ágæta stelpa liti út 🙂

  Ef ég væri svo heppinn að vera með stelpu, sem væri sætari en Natalie Imbruglia, þá færi hún í efsta sæti. Hef samt alltaf verið mjög skeptískur á gaura, sem segja kærustuna sína vera fallegustu konu í heimi. 🙂

 4. Ég get ekki betur séð en að þetta séu tvær “týpur” + Britney.

  Talandi um stelpur í strætó í Caracas, þá sá ég einmitt fallegustu stelpu sem ég hef séð í neðanjarðarlestinni í Brussel í síðustu viku. Hún var jafnvel fallegri en Audrey Hepburn, sem var einmitt frá Brussel líka.

 5. Má ég spyrja hverjar þær tvær típur eru. Ég átta mig ekki á mörgu sameiginlega með þessum stelpum nema það að þær eru nær allar dökkhærðar 🙂

  Já, og svo er stelpan í strætónum í Caracas náttúrulega efni í aðra færslu 🙂

 6. Týpa 1: Natalie Imbruglia, Audrey Hepburn, Elizabeth Hurley (liggur ekki í augum uppi en þegar maður fer að spá í það jú)

  Týpa 2: , Elsa Benitez, Elle McPherson, Gisele Bundchen, Jennifer Aniston og kannski síst Brooke Burke.

  Britney gæti talist týpa 2, það eru samt til svo margar útgáfur af Britney að maður veit eiginlega ekki hvaða þú ert helst að tala um 🙂 Angelina Jolie sker sig mest úr þegar betur er að gáð, enda mjög spes í útliti.

 7. Þetta er ágætur listi. Hefði þó vilja sjá Elishu Cuthbert þarna og þá í skiptum fyrir t.d. Brooke Burke sem gerir lítið fyrir mig þótt hún sé tvímælalaust falleg stúlka. Charlize Theron hefur líka komið sterk inn undanfarið, og ítalskar gyðjur eins og Monica Bellucci og Maria Grazia Cucinotta eru hlunnfarnar svo ekki sé meira sagt. Hurley og að mér finnst Hepburn mættu fjúka í staðinn.

  My 2 cents.

 8. heheh… Angelina Jolie á bara Fyrsta sætið… kemur bara ekkert annað til greina;););) :biggrin:

Comments are closed.