Hvað í andskotanum hef ég gert til að reita til reiði “Guð Harðra Diska”?
Það er rúmlega ár síðan að harði diskurinn minn eyðilagðist. Þá tapaði ég margra ára gögnum, allt frá ástarbréfum til háskólaritgerða.
Svo núna áðan var ég að fá þær fréttir frá Apple IMC að tónlistardiskurinn minn væri ónýtur. 111 GB af tónlist, 1250 Geisladiskar, 17.000 lög eru horfin. Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að gráta eða brjálast.
Ég skil líka ekki ástæðurnar. Ég var ekkert að gera. Diskurinn ákvað bara að deyja inní tölvunni minni. Einn daginn birtist hann ekki á skjáborðinu og síðan hef ég ekki getað náð í neitt af tónlistinni minni.
Ég var búinn að eyða fáránlega miklum tíma í að setja alla geisladiskana mína inná tölvuna, laga öll skáarnöfn til, setja inn plötuumslögin og svo framvegis. Núna er öll sú vinna farin. Ég átti ekki backup af þessu enda fáránlega dýrt að eiga backup af svona gríðarlegu magni af gögnum. Eina góða er að 30Gb af þessari tónlist eru inná iPodinum og svo eru tveir vinir mínir nýbúnir að fá eitthvað af tónlistinni.
Þetta er ekki góður dagur!
Uppfært: Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá hreinsaði iTunes allt útaf iPodinum um leið og ég stakk honum í samband. Ég held að ég fari bara að sofa, þetta er greinilega ekki minn dagur.
Það er fatal-lt að vera með iPod-inn stilltann á Automatic Update, alltaf að nota Manual Update
Jammm, takk fyrir þetta. Hefði ég vitað þetta fyrir svona klukkutíma, þá hefði það verið snilld 🙂
Ömurlegt – ég er einmitt að safna músík hörðum höndum þessa dagana og er kominn upp fyrir 4000 lög sem ég myndi ekki vilja missa…
Doldið seint kannski að ráðleggja þetta núna, en ég tek reglulega backup af iTunes Music Library skránum tveim, (ekki lögin sjálf) svo að ef illa fer þá er hægt að endurbyggja safnið með gömlu upplýsingunum, play count, last played o.s.frv.
Jammm, ég á ennþá iTunes Library. Annars hefði ég fríkað út ef það hefði eyðilagst líka. Library-ið er á Kerfisdisknum, en öll lögin voru á sér hörðum disk. Það er allavegana mjög gott að vita hvaða tónlist maður átti, svo maður geti reynt að byggja þetta upp aftur.
Svo er það smart að ef maður byrjar að importa gömlu geisladiskana sína yfir týndu skrárnar, þá geymir iTunes playcount, volume stillingar og svoleiðis.
:confused:
Uss… fáðu þér PC
:tongue:
– Best að huga að backupmálum hjá sér…. úff!
Verð að játa að þetta comment hjá geimVEIRA var alger snilld… við mac notendur eyðum öllum okkar tíma í að reyna að sannfæra lýðinn um ágæti mac…svo dettur þetta inn :blush:
Alger snilld þrátt fyrir að ég finni til með þér Einar en ég meina hey, á morgun rís nýr dagur
Jamm, þetta hefur bara ekkert með mac vs. pc að gera. Harði diskurinn er framleiddur af IBM og er gerður bæði fyrir PC og Mac. Hann hefði alveg eins bilað inní PC vél.
Við sem erum hluti af hinum upplýsta minnihluta vitum hins vegar að original Mac hlutirnir bila aldrei. Það eru bara svona ódýrir aukahlutir, sem við troðum í Makkana, sem klikka 🙂