Frambjóðendakönnun

Ég tók þessa frambjóðendakönnun á DV.is og þetta voru þeir frambjóðendur, sem pössuðu best við mig:

Það sem vantar auðvitað inní þessa könnun er að velja hvaða vægi menn leggja við hverja spurningu.

Sú sem lenti efst hjá mér er til dæmis hlutlaus er varðar kirkjumálin, sem ég vil ekki hafa í stjórnarskrá. Á þessum lista voru fjölmargar spurningar, sem skipta mig litlu máli. Allavegana, menn geta prófað þessa könnun hér. Ætli mitt atkvæði yrði ekki bland af því fólki, sem ég þekki til og þeim sem skora vel í svona könnunum byggðum á málefnum.

One thought on “Frambjóðendakönnun”

  1. Það á víst dágóður slatti af frambjóðendum eftir að skila inn sínum upplýsingum (t.d. sá ég að Stefán Páls var að skila bara núna í kvöld) þannig að þetta er ekki orðið alveg marktækt strax.

Comments are closed.