Framsókn á Múrnum

Góð grein á Múrnum: [Hver er ábyrgðartilfinning Framsóknarflokksins?](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)

>Að þessu sögðu er vert að velta fyrir sér digurbarkalegum yfirlýsingum Hjálmars Árnasonar um DV-málið. Hjálmar, sem seint verður talinn orðheppinn stjórnmálamaður, lét þennan dóm falla á heimasíðu sinni: ,,DV fór yfir strikið og ekki einasta greip til mannorðsmorðs heldur morðs í eiginlegri merkingu.” Þessi yfirlýsing þingsflokksformanns Framsóknar er þvættingur. Ritstjórar DV eru ekki morðingjar fremur en þeir eru meðferðarfulltrúar fórnarlamba kynferðisafbrotamanna.

og

>Allur þingflokkur Framsóknar virðist hafa samþykkt aðild Íslands að innrás Bandaríkjanna í Írak. Enginn þeirra hefur hrópað morð eða krafist afsagnar neins í því tilfelli, jafnvel þótt formaður þeirra hafi verið utanríkisráðherra og hafi tekið ákvörðunina á sínum tíma. Sú innrás var ólögleg, framkvæmd á upplognum forsendum og hefur kostað tugi þúsunda ef ekki hundruð þúsunda manna lífið. Er enginn morðingi eða sökudólgur í því tilfelli að mati Hjálmars Árnasonar?

Sjá greinina [hér](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1854&gerd=Frettir&arg=6)

5 thoughts on “Framsókn á Múrnum”

  1. Ertu kominn í krossferð gegn Framsókn? Halda sig við Liverpool þar ertu í fínum málum

  2. Hverjum er ekki sama um Liverpool?! Einbeindu þér frekar að Framsókn!

    En vissulega góðir punktar hjá Múrnum, aldrei þessu vant.

  3. Ekki beint viðeigandi finnst þér að tala við Liverpool stuðningsmenn svona þó þeir séu ósammála þér í stjórnmálum 🙂 Slaka aðeins á pólitíkinni hérna er sammála um það. Heldur ekki góð auglýsing fyrir Serrano ef út í það er farið

  4. >Ekki beint viðeigandi finnst þér að tala við Liverpool stuðningsmenn svona þó þeir séu ósammála þér í stjórnmálum

    Bíddu, tala hvernig? Það kemur eitthvað nafnlaust komment um að ég eigi ekki að tala um pólitík heldur bara Liverpool. Hvað er málið með það? Ég bendi viðkomandi á að lesa þá Liverpool bloggið, þar sem að á þessari síðu, prívat blogginu mínu, eru engin skrif um Liverpool. Svo einfalt er það. Ef að fólki finnst bara gaman að lesa skrif mín um Liverpool, þá er þetta ekki rétti staðurinn.

    Þetta er líka by the way annað nafnlausa kommentið á rúmlega viku, sem gengur útá sama hlutinn. Hitt kommentið er [hér](http://www.eoe.is/gamalt/2006/01/09/21.10.47/#c29229) og að mínu mati er þar talað frekar mikið niður til mín:

    >Haltu þig við matargerð, Suður Ameríku og Liverpool, þá er ég ánægður með þig, því þar veistu hvað þú ert að tala um.

    Geri ráð fyrir að þetta sé sami aðilinn og því á hann ekki skilið mikið meiri kurteisi en hann fær hér. Ég þoli einfaldlega ekki þegar fólk er að skjóta á mig í skjóli nafnleyndar.

Comments are closed.