Fundabakkar og Veislubakkar

Smá Serrano plögg.

Við erum byrjuð að selja fundabakka/veislubakka á Serrano. Þetta eru flottir bakkar með burrito-bitum og nachos. Pottþétt á fundi og í veislur.

Ef þið þekkið einhverja, sem geta nýtt sér þetta þá eru hérna auglýsingar fyrir bakkana. Annað skjalið er nógu stórt til að prenta út á A4 en hitt hentar vel til að senda í tölvupósti.

Ég væri alveg ofboðslega þakklátur ef þið gætuð komið þessu á einhverja sem þið þekkið, til dæmis á fólk sem vinnur hjá fyrirtækjum sem kaupa svona fundabakka.

Hægt er að panta bakkana með því að hringja annaðhvort í Kringluna: 551-1754 eða Hafnarstræti: 561-2260

Burrito-bakki: Prent auglýsing A4 (300kb)

Burrito-bakki: Tölvupósts auglýsing (170kb)

3 thoughts on “Fundabakkar og Veislubakkar”

  1. Hæ, ég fékk mér Serranos einu sinni, það var reyndar tilboð þ.a. hann kostaði bara 400 kall eða e-ð með kóki…en málið var að þetta var alveg ííísskalt! -Fékk mér með kjúkling inní en það var meira svona eins og klaki inn í þessu(burritos). Þar sem ég hef ekki mikið vit á þessu, þá er mín spurning: Á þetta að vera svona kalt (og er ég þ.a.l. bara með lélegan smekk því mér fannst þetta ógeðslegt og ekki 400 kr. virði) eða var ég bara óheppin og er þetta venjulega heitt og gott?
    Þetta lítur nefnilega svo spennandi út á myndunum þannig að ég varð fyrir mjög miklum vonbrigðum og var að spá hvort ég ætti að þora að prófa aftur.

  2. Hmm… nei, þetta á nú ekki að vera ískalt og ógeðslegt. Vanalega er maturinn heitur og góður. Stundum getur þó ýmislegt farið úrskeiðis.

    Ég er búinn að senda þér tölvupóst, þar sem ég býð þér að koma aftur og prófa aftur. Ég lofa því að þú lendir ekki aftur í svona málum á staðnum okkar. 🙂

Comments are closed.