Fundur

Mæli með þessum fundi, sem ég hef verið að skipuleggja:

>Á miðvikudaginn kemur (19.september) verður opinn fundur á vegum Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík um umhverfismál. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mun mæta og ræða við gesti um umhverfismál. Sérstaklega verður tekið á umhverfismálum, sem hafa ekki verið mikið í umræðunni á Íslandi, einsog bílaeign Íslendinga, útþensla höfuðborgarsvæðisins, endurvinnsla og það hvernig ríkið getur hvatt fyrirtæki og einstaklinga til að sinna umhverfisvernd betur.

>Allt áhugafólk um umhverfisvernd er hvatt til að mæta.

>Fundurinn verður í húsnæði Samfylkingarinnar á Hallveigarstíg og hefst stundvíslega kl. 18.00.

Semsagt, þetta verður fundur um umhverfismál, þar sem verður talað um önnur umhverfismál en stíflur.