Fyrrverandi SUS-arar og gleymdar hugsjónir

Rosalega er það magnað að sjá gamla SUS-arann Guðlaug Þór verja það að atvinnurekendur geti tekið [lífssýni](http://www.althingi.is/vefur/utandagskrar.html?ddagur=01/04/2004) úr starfsfólki þegar þeim hentar. Hugsjónin um réttindi einstaklingsins er fljót að gleymast hjá Íhaldsmönnum.

Það er svo sem ekki nýtt að SUS-arar gleymi málefnunum um leið og þeir nálgast völd, en er þetta ekki toppurinn á öllu? Að fyrrverandi hægrimenn séu að verja það að atvinnurekendur njósni um starfsmenn sína. Sorglegt en satt. Þetta hefur kannski ekki mikil áhrif strax, en þetta setur hættulegt fordæmi.

Er það bara ég, eða er þessi ríkisstjórn smám saman að auka eftirlit með okkur? Þetta er allt gert í nafni aukins öryggis. Þessi lífssýnataka á að auka öryggi í einhverjum kerskálum og bla bla bla. Það er alltaf rosalega auðvelt að afsaka skerðingu á frelsi einstaklingsins með þeim rökum að við séum að auka öryggi hinna? Þvílíkt bull!

Ágúst Ólafur er töffari!

4 thoughts on “Fyrrverandi SUS-arar og gleymdar hugsjónir”

  1. Ég er líka sammála Ágúst í þessu máli. En töffari?! Er það ekki aðeins og langt gengið?

  2. He he. Mér fannst bara töff hjá honum að skjóta á SUS-arann frá hægri. Það er alltaf skemmtilegt þegar það er gert 🙂

  3. Humm… vil af gefnu tilefni taka það fram (þ.e. eftir síðasta komment) að það að gagnrýna nauðungarlyfjapróf vinnuveitenda á starfsmönnum telst seint gagnrýni frá hægri.

    Aftur á móti er það basic viðhorf ef maður er frjálslyndur. Það að vera hægrimaður og frjálslyndur er ekki eitt og það sama.

    Strumpakveður 🙂

  4. Æi ok, en samt þú veist hvað ég var að meina. Hægrimenn hafa verið allra manna mest paranoid yfir öllum svona árásum á einkalífið, en svo styðja þeir þetta.

Comments are closed.