Gott sjónvarp

Ég mæli með [Kenny og Spenny](http://www.cbc.ca/kennyvsspenny/) á Popp Tíví. Ég hló mun meira að þeim þætti heldur en Office þættinum á undan. Það segir ansi mikið.

Þættirnir byggjast uppá tveim vinum, sem eru alltaf í keppni. Í þættinum, sem var sýndur í kvöld, voru þeir að keppast um hver gæti vakað lengur. Þetta er hrein kanadísk snilld! Ég held að þetta hafi verið endursýning, en þættirnir eru á mánudagskvöldum að mig minnir.

En Office þátturinn var líka auðvitað snilld. Ég á þessa þætti á DVD en horfði á þáttinn aftur í kvöld. Besta línuna átti David Brent:

>Spyrill “When was the last time you had an actual girlfriend?”
David Brent: “I don’t look on it as when. I look on it as who, and why.”

Snilld!


Finnst einhverjum þættir einsog Bacelor og Bachelorette vera skemmtilegir þegar þeir eru komnir á þetta 1on1 stefnumótastig? Er ég kannski bara bitur og leiðinlegur að finnast það með ólíkindum leiðinlegt sjónvarpsefni að horfa á fólk kúra uppí sófa?


Á kontakt listanum mínum eru fjórir veikir (eða allavegana fjórir, sem taka það fram). Ég held að ég hafi smitað fólk af flensu í gegnum MSN. Það hlýtur að teljast kraftaverk í læknaheiminum.

3 thoughts on “Gott sjónvarp”

  1. Mér þótti þetta líka besta línan í Office. Mér fannst gott þegar hann “birtist” í tónlistarmyndbandinu og söng bakröddina sjálfur.

    Varðandi Bachelorette þá vissi ég hver vann frá upphafi – það hefur gert þættina meira spennandi og ég hef fylgst nánar með þessari seríu en ég hef gert áður. Það er gaman að sjá hvernig hún hefur vinsað strákana frá, og maður sér “samband” hennar og samskipti við hina gaurana frá áhugaverðara sjónarhorni. Sérstaklega þegar hún lýsir því yfir að hún fílar þennan og hinn veeeerulega vel, og minntist svo ekki á hr. X fyrr en langt var komið inn í seríuna.

  2. Jamm, ég er ekki alveg svona djúpur í þessum pælingum. Veit reyndar líka hvern hún velur.

    En ég vil bara hafa eithtvað fjör í þessu. Þess vegna eru Bachelor þættirnir miklu skemmtilegri, þar er mikilu meira af rifrildum og drama. 🙂

  3. Ég er alveg sammála þér hvað varðar Bachelorette og kúriknús. Það er eitthvað svo sorglegt að horfa upp á svona desperat stráka, miklu sorglegra en að horfa upp á stelpurnar í Bachelor. Kannski eru þetta einhverjir fordómar hjá mér að fíla ekki menn sem grenja yfir athygglisskorti frá einhverri píu. Og játningarnar úff, þær eru mun væmnari en hjá kynsystrum mínum. Þær væru tilbúnar að klóra og bíta fyrir bita af kökunni en karlarnir setja sig bara í hvolpastellingar. Ekkert spennó, er löngu hætt að nenna horfa á þetta.. Vona að ég verði aldrei svo þurfandi og vonlaus að ég endi í svona þætti. :confused:

Comments are closed.