Hágæða sjónvarpsefni

Horfir einhver á The Bachelor lengur?

Þá meina ég fyrir utan MIG? Ég er búinn að sætta mig við að ég er með sérstakan veikleika fyrir drasl sjónvarpsefni. Sérstaklega drasl raunveruleikasjónvarpsefni. Allavegana, þá er þessi sería ekkert búin að vera neitt sérstaklega skemmtileg. Stelpurnar eru að eltast við 29 ára gamlan New York búa, sem mér finnst hvorki vera sérstaklega áhugaverður, myndarlegur né skemmtilegur.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að stelpurnar eru algjörlega að tapa sér yfir honum. Þetta styður ennfrekar þá kenningu mína að ef sett væri upp keppni þar sem að stelpur ættu að keppa um athygli meðalgreinds simpansa, þá myndu þær gera hvað sem er til að heilla hann, þó ekki væri nema eingöngu til þess að “vinna” hinar stelpurnar. Núna þegar ég er að koma útúr semi-löngu sambandi, þá fyllir það mig bjartsýni á lífið og tilveruna að sjá stelpur tapa sér yfir svona gaur.

Reglurnar í þætttinum eru breyttar þannig að núna þarf piparsveinninn ekki að klæðast jakkafötum við rósaafhendingu heldur má hann vera eins hallærislega klæddur og hann mögulega getur við öll tilefni. Einnig afhendir hann rósir á hópstefnumótum þeirri stelpu, sem mætir í flegnasta bolnum.

Í þættinum í kvöld sendi batselorinn einu einstæðu móðurina í þáttunum heim. Ég var alveg klár á því frá upphafi að hann myndi ekki velja hana útaf barninu. Hann hefur eflaust viljað halda henni í smá tíma til að líta ekki illa út, en á endanum var það ljóst að hún myndi fara. Það var eiginlega of augljóst. Það sýnir kannski muninn á Íslandi og USA hvernig samsetningin á keppendunum er, því í íslenska þættinum voru ansi margar einstæðar mæður en í þeim bandaríska þykir það fréttaefni að ein einstæð móðir sé með í keppninni. Stelpan var líka alltof óörugg með það að hún væri einstæð móðir. Talaði um lítið annað og gaf honum stöðug tækifæri á að losna.


Í annað skipti á innan við ári er í dag viðtal við mig í dagblaði á Íslandi. Líkt og í fyrra viðtalinu er myndin af mér hreinn hryllingur. Ég ætlaði að reyna að læra af reynslu fyrra viðtalsins og brosa, en ég gat það ekki. Ég reyndi og úr varð eitthvað asnalegt hálfbros. Ég held að ég sé um það bil að gefa súpermódel drauminn uppá bátinn. En ekki enn! EKKI ENN!


Vá, fyrsti vinningur í Happdrætti DAS er…. [Hummer jeppi](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060811/FRETTIR01/60811010/1091). Akkúrat það sem við þurfum meira af!

3 thoughts on “Hágæða sjónvarpsefni”

  1. já þessi gaur er verulega óhuggulegur.. ég myndi líka spila svona leik til að vinna.. svo þegar hann væri búnað henda öllum út nema mér (sem væri klárlega það sem myndi gerast) þá myndi ég segja:
    “njaaaah nei takk.. ég vil bara ljóshærða gaura sem eru ekki með háls á breidd við trjádrumb”

  2. Vá hvað ég hefði verið spældur að fá Hummer í vinning. Það er ódýrara að taka leigubíl en að setja bensín á þetta forljóta ferlíki. Fyrir utan að basically þá er þetta Chervolet Superban með tvöfalt þyngra boddýi. Sagði enginn á fundinum hjá Happdrætti DAS, “já, nei, þetta er VOND hugmynd”?

  3. Já, einhvern veginn finnst mér það hálf skrýtið að gefa Hummer í vinning í happdrætti. Get ekki séð hvað vinningshafar græða á því að eignast svona stöðutákn.

    Og Katrín, þetta er ágætis plan hjá þér 🙂

Comments are closed.