Hárið mitt, Dylan og Justin

Hólí fokking kreisí krapp hvað Blonde on Blonde er fáránlega góð plata. Þetta er ekki fokking hægt. Ok, ég er búinn að þylja þetta upp áður, en hvernig gat ég ekki uppgötvað Bob Dylan öll þessi ár. Undanfarið hef ég tekið algjört kast á Sad Eyed Lady of the Lowlands og hlustað á það áður en ég fer að sofa í nokkrar vikur. Núna er það Sooner or Later (rokk og ról, sko)… og I Want You er svoooooo mikið æði. Þetta er ekki hægt. Ég er farinn að halda meira uppá það en I Want You með Elvis Costello. Í alvöru talað.

Ég er að reyna að rifja það upp hvernig það var þegar ég uppgötvaði Bítlana fyrst. Jú, það var æði, en samt ekki jafn rosalegt og þessir síðustu “Bob Dylan uppgötvunarmánuðir” hafa verið.

Það magnaða við þetta er að ég hef hlustað nánast non-stop á Bob Dylan undanfarnar vikur (með einstaka undantekningum einsog Quarashi og Streets), en samt er ég ekki kominn með ógeð á einu einasta lagi og ekki einni einustu plötu. Í raun er ég bara almennilega búinn að hlusta á Blonde on Blonde og Blood on the Tracks. Hinum er ég búinn að renna svona 2-10 sinnum í gegn, en hef ekki hlustað þær í tætlur einsog þessar tvær. Hann er búinn að gefa út svo ótrúlegt magn af góðu efni.

Þvílíkur snillingur!


Ég fór í klippingu um síðustu helgi. Það eru auðvitað stórtíðindi á þessari síðu, enda þykir fólki fátt skemmtilegra en að lesa skrif um hárið mitt.

Sko, ég er með frekar krullað hár, sem virðist í einhverju alheimssamsæri verða krullaðara með hverju árinu. Allavegana, þegar ég teygði úr toppnum í síðustu viku, þá náði hann niðrá miðjan kinn og ákvað ég að það væri nógu sítt. Ég hélt því einu sinni fram að ég gæti alltaf lýst hárgreiðslunni minni með að vitna til einhvers Liverpool leikmanns. Það má í raun segja að ég hafi verið orðinn hálfger McMannaman og ákvað því að fara í klippingu.

Ég settist því í stólinn og sagði, “ég er búinn að fá nóg, taktu slatta af”. Ég var nefnilega búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ef það er eitthvað, sem fer í taugarnar á mér, þá er það að hafa áhyggjur af hárinu. “Bíddu, er í lagi með hárið á mér núna? Er það ekki allt í einhverju rugli?” Ég vil bara greiða mér og hafa svo ekki frekari áhyggjur það kvöldið.

Ég fattaði líka að þessar krullur í hárinu gerðu útum vonir mínar um ákveðna greiðslu. Ég var nefnilega að safna hárinu með ákveðið í huga. Þegar ég var kominn með rétta sídd, þá liðaðist allt hárið til andskotans og allt fór í fokk. Þannig að ég ákvað að færa síddina aftur í tímann. Er eiginlega núna kominn með frekar stutt hár, svona [hálfum sentimeter styttra en það er á þessari mynd, sem var tekin fyrir mánuði](https://www.eoe.is/gamalt/jasv.jpg).

En allavegana, fíla hárið á mér núna. Það versta við þetta er að gellan á stofunni klippti heilmikið af hári að aftan. Málið er nefnilega að ég og tveir vinir mínir stofnuðum “með sítt að aftan” klúbb fyrir nokkrum mánuðum. Var það takmarkið að vera með sem síðast að aftan. Einn vinur okkar (sem ég ætla ekki að nefna á nafn, en við getum kallað hann PR) klikkaði eftir einhverjar vikur, en við hinir tveir héldum út ansi lengi. Eigilega alveg þangað til um síðustu helgi. Ég er ennþá með svona 3-4 sentimetra að aftan, en ég er ekki viss hvort það sé nóg til að tolla í klúbbnum.


Bara ein spurning að lokum: Ef ég brýt saman þvottinn minn á meðan að ég hlusta á Justin Timberlake, er ég þá gay? Ætti ég kannski ekki að spyrja svona spurninga? 🙂

6 thoughts on “Hárið mitt, Dylan og Justin”

  1. Ég held að þú ættir ekkert að hafa áhyggjur af því hvað er gay og ekki gay, þú ert löngu búinn að brenna allar þær brýr.

  2. QEFTSG er uppáhaldsþáttur, skrifar um hárið sitt, er með sítt að aftan. Uppáhaldsborg er San Francisco? :biggrin2:

    If it looks and smells like it, it problably is :laugh:

  3. Klúbburinn verður fyrir stöðugum áföllum, þú mátt prísa þig sælan ef þú verður honorably discharged..,
    Annars þá hef ég tekið Jr. inn í klúbbinn, enda hann með gott sítt að aftan, með massívum flóka.

Comments are closed.