Helgin, Hugo og misskilningur Stefáns P.

Ja hérna, ég er að fara í skólann á stuttbuxum í fyrsta skipti á þessu ári. Jibbííí. Veðrið í gær var líka alger snilld. Ég var að keppa í fótbolta og það var svo heitt að ég var nánast örmagna eftir leikinn. Mér tókst þó að pota inn einu marki með vinstri og við unnum 2-0.

Það er alltaf jafn gaman að labba um campusinn þegar veðrið er gott. Þá fyllast allir grasblettir af fólki. Northwestern nemendur eru þó ávallt sömu nördarnir því allir eru með bók og yfirstrikanapenna í hönd.

Annars fórum við Hildur í sittvhoru lagi á djammið á föstudag. Hildur fór á barhopp meðan ég fór í partí til einnar vinkonu minnar, sem var fínt.

Svo horfði ég á Liverpool, Cubs og Bulls vinna leiki og við Hildur fórum í bíó og sáum Changing Lanes, sem var fín.

Já, og svo á meðan ég naut góða veðursins komst félagi Chavez aftur til valda. Ég ætla í þessari viku að skrifa smá pistil um hann. Stefán Pálsson minnist á endurkomu Chavez og segir sögur um fylgishrun Chavez vera komnar til vegna áhrifa frá hægrisinnuðum bandarískum fjölmiðlum. Má ég benda á þá staðreynd að þegar Chavez var kosinn studdu 57% landsmanna hann en í nýlegri könnun, sem El Universal (dablað í Caracas) tók þá fékk Chavez aðeins stuðning 35% kjósenda. Þetta var þó áður en fylgismenn hans byrjuðu að myrða saklausa mótmælendur.