Heræfingar á Múrnum

Þeir á Múrnum þreytast seint á því að skrifa um Bandaríkin. Í dag skrifar KJ grein um hernaðaræfingar Bandaríkjanna.

Það er nokkuð gaman að velta sér uppúr þessum æfingum. Á þessari æfingu þá átti bandaríski herinn að berjast við ófullkominn (tæknilega séð) her í landi, sem líktist Írak. Gömlum bandarískum hershöfðingja, sem stjórnaði óvinahernum, tókst hins vegar oft að snúa á hinn tæknivædda bandaríska her. Það er greinilegt að snjallir hershöfðingjar geta enn ráðið miklu í stríði, jafnvel við hátæknivædda heri. Sem dæmi um þetta þá er sagt frá atviki í grein The Guardian.

He sent orders with motorcycle couriers to evade sophisticated electronic eavesdropping equipment. When the US fleet sailed into the Gulf, he instructed his small boats and planes to move around in apparently aimless circles before launching a surprise attack which sank a substantial part of the US navy. The war game had to be stopped and the American ships “refloated” so that the US forces stood a chance.

Það er ljóst að bandaríkjamenn hafa nú kennt Saddam nokkrar nýjar hugmyndir til að beita gegn þeim.

Annars er myndin tekin úr skemmtilegri grein í The Onion: Gulf War 2: The Vengeance

One thought on “Heræfingar á Múrnum”

  1. Þessi setning er OF fyndin:

    “The war game had to be stopped and the American ships “refloated” so that the US forces stood a chance.” :laugh:

    Annars er athyglisvert þegar útgjöld hersins eru skoðuð sjá menn að áherslurnar hjá Bandaríkjaher eru annars vegar að eyða gígantískum fjármunum í þróun á einhverju StarWars dóti en svo kaupa þeir fáránlega dýra hluti, þótt fullkomnari útgáfur séu til og séu jafnvel töluvert ódýrari… birgirinn skiptir nefnilega oft meira máli en varan sem keypt er.

Comments are closed.