Hoooooooolland!!

ruud.jpegÞað er víst ekki oft þessa dagana, sem ég fæ sérstakt tækifæri til að gleðjast yfir fótbolta. En í kvöld var sko gaman, því ég var að horfa á Holland vinna Skotland 6-0. Ég held að Skotar hafi komist svona 5 sinnum yfir miðju í leiknum, enda fóru Hollendingar á kostum.

Ég var á Ölveri ásamt þrem vinum og var það mjög fínt. Heineken bjór seldist upp á staðnum því þarna var hópur af einhverjum kolgeggjuðum Hollendingum, sem hrópuðu ógurlega við hvert markskot. Ég held að það hafi verið einhverjir Skota aðdáendur þarna, en það heyrðist ekkert í þeim, enda lítil ástæða til þess að fagna.

Van Nilsteroy skoraði þrennu og þess vegna er hann í náðinni hjá mér enda einstaklega heiðarlegur og skemmtilegur leikmaður 🙂

En ég verð að viðurkenna að það er miklu skemmtilegra að horfa á leik þar sem maður heldur með Van Nilsteroy heldur en leiki, þar sem maður vill helst að hann fótbrjóti sig í hvert skipti, sem hann fær boltann.

Þannig að nú er mig farið að hlakka til EM á næsta ári og sem betur fer þarf ég ekki að standa við loforð mitt um að hætta að horfa á fótbolta:

One thought on “Hoooooooolland!!”

Comments are closed.