Hvað er að gerast?

Það er orðið nokkuð langt síðan eitthvað hefur verið skrifað á þessa síðu. Ég er búinn að vera upptekinn, var að útskrifast og svo fór ég með mömmu og pabba í ferðalag.

Ég ætla að reyna að fara að skrifa eitthvað um það, sem hefur verið að gerast síðustu daga. Mun smám saman reyna að koma þessu öllu frá mér. Ég er ekki mikið fyrir það að tala um einkamál eða tilfinningar á þessari síðu, en svona til að það verði eitthvað vit í færslunum, þá hefur það gerst að við Hildur erum hætt saman. Svona mál fá mann náttúrulega til að hugsa um hversu mikið maður vilji segja á netinu. Þrátt fyrir að þessi síða hafi verið nokkuð góð dagbók, þá hef ég sjaldan fjallað um tilfinningar né um viðkvæma hluti. Ég ætla heldur ekki að fara að byrja á því núna.

One thought on “Hvað er að gerast?”

  1. Mér þykir leitt að heyra þessar fréttir af ykkur Hildi. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti! 🙁

Comments are closed.