Þar, sem ég er að fara að útskrifast eftir tvo daga er ekki úr vegi að vísa á lagið Pomp and Circumstances March no.1 eftir Edward Elgar. Þetta lag er ávallt leikið við útskriftir í háskólum hér í Bandaríkjunum, og sennilega víðar. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar þetta lag er spilað í bíómyndum, svo ég get ekki beðið eftir að heyra það við mína útskrift.
Annars veit ég lítið um þennan Elgar, þannig að þetta verður sennilega ekkert voða gott klassískt horn. Mér finnst mjög sniðugt að Viðar Pálsson skuli vera með klassískt horn á síðunni sinni. Ég spilaði lengi vel handbolta og fótbolta með honum. Einu umræðurnar um tónlist, sem ég man eftir var þegar hann, í einhverri ferð uppá Skaga, hélt því fram að gítarleikari einhverrar dauðarokksveitar væri sá besti í heimi. Það er greinilegt að hans tónlistarsmekkur hefur breyst mikið.
Hvað gerðist eiginlega með síðuna :shock:?