I get unbearably wonderful

  • Ég vil bara koma því á framfæri að Shannyn Sossamon er fáránlega sæt!.

Eru menn ekkert að grínast í mér með þennan handboltaleik? Hvernig í fokking andskotans ósköpunum tókst okkur að klúðra þessu? Kræst!


Er það óeðlilegt að hoppa við Bob Dylan lag? Ég var að spá í þessu í gærkvöldi. “One of us must know (Sooner or Later)” kveikir í mér einhverja einkennilega löngun til loka herberginu, stilla græjurnar á hæstu stillingu og hoppa.

Í laginu eru t.d. tveir stórkostlegir kaflar: Fyrst þegar Dylan syngur *”I didn’t know that you were sayin’ goodbye for gooooooooooooood”* og svo keemur píanó og trommur og læti. Algjört æði. Þá hoppa ég.

Svo í lok lagsins þegar munnhörpusólóið kemur með píanóundirleik. Það er einhvers konar rokk fullkomnun. Fullkominn endir á laginu. Svo er best að láta bara Blonde on Blonde rúlla áfram og þá er maður kominn í rólegri fíling í “I Want You”. Fokk hvað ég dýrka Dylan. Þetta er ekkert eðilega mikil snilld.


Hey, ég sá sæta stelpu í Melabúðinni í kvöld. Það afsannar [ummæli](https://www.eoe.is/gamalt/2005/01/22/21.59.29/#c11219) mín frá því um helgina.

Svo er líka allt í einu komnar fleiri sætar stelpur í World Class í hádeginu. Það var í raun ekki annað hægt miðað við hversu fáránlega mikið af fólki er komið þangað þessa dagana. Annaðhvort er allt Ísland í einhverju tímabundnu líkamsræktar-átaki, eða þá að allar aðrar líkamsræktarstöðvar í bænum eru tómar.

Annars er bílastæðið fyrir utan World Class komið efst á listann yfir þá hluti, sem ég hata. Bílastæðið hefur þar með vippað sér uppfyrir vekjaraklukkuna mína, Roy Keane og veðurfréttir í sjónvarpi á listanum mínum.


> **Annie**: Well, have you ever made love high?
**Alvy**: Me? No. I – I, you know, If I have grass or alcohol or anything, I get unbearably wonderful. I get too, too wonderful for words.

Ó, ég elska Woody Allen!


Horfði á [Rules of Attraction](http://www.imdb.com/title/tt0292644/?fr=c2l0ZT1kZnxteD0yMHxzZz0xfGxtPTIwMHx0dD0xfHBuPTB8c291cmNlaWQ9bW96aWxsYS1zZWFyY2h8cT1ydWxlcyBvZiBhdHRyYWN0aW9ufGh0bWw9MXxubT0x;fc=1;ft=20;fm=1) fyrir nokkrum dögum. Sæmileg mynd. Sérstaklega útaf tvennu: Byrjunaratriðið er frábært og svo er Shanny Sossamon alveg ótrúlega sæt. Það er næg ástæða til að horfa á myndina

2 thoughts on “I get unbearably wonderful”

  1. Arg, sammála bílastæða kvartinu. Það liggur við að það sé óþarfi að fara inn á stöðina, maður fær næga hreyfingu bara við það að labba frá bílnum.
    Annars er ágætt að fá smá frískt loft eftir púlið og það eru næg stæði. Þetta er meiri spurning um tíma hjá mér, og þeirri áráttu að vera alltaf að drífa mig..
    Jamm strákarnir verða að standa sig betur í leiknum í kvöld. Annars hélt ég með leikmanni nr 9 í slóvenska liðinu :blush:

Comments are closed.