Ingibjörg Sólrún og ESB

Mikið var gaman að sjá að Ingibjörg Sólrún er aftur komin í baráttuna og hún kemur inn af krafti með verulega góðri grein í Mogganum, sem að allir ættu að lesa.

Andrés tekur af mér ómakið og skrifar pistil, sem ég er 100% sammála hér: [ISG og krónukarlarnir](http://andres.eyjan.is/?p=724):

>Það er tími til kominn að forystumenn ríkisstjórnarflokkana setjist niður og semji upp á nýtt. Sjálfstæðisflokkurinn má stýra þeirri atburðarrás mín vegna.

>Bara ef menn taka hausinn upp úr sandinum og horfa framan í heiminn eins og hann er.

>Heiminn þar sem að íslenska krónan… er tilraun sem mistókst.

Nákvæmlega! Hversu lengi getur Íhaldið þrjóskast við? Vonandi ekki lengi.

One thought on “Ingibjörg Sólrún og ESB”

  1. Þetta heitir ekki íhald að ástæðulausu 🙂

    Það er í raun ótrúlegt að það er eins og það megi ekki einu sinni ræða þessi mál innan raða blámanna… ESB sé bara tabú.

Comments are closed.