Íslenskar konur

Ég held að íslenskar konur ættu að ráða sér PR-fulltrúa.

060106.jpg

Sjá [fyrri umræðu hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/06/15.50.37)

11 thoughts on “Íslenskar konur”

 1. Því miður er þetta bara satt! Þetta er alla vega mín litla upplifun af íslensku djammlífi. Alltof margar stelpur sem eru eins og fífl og ekki síður alltof margir strákar sem eru eins og asnar.

 2. En af einhverjum astaedum tha thykja thad ekki frettir thegar strakarnir lata eins og fifl, bara thegar stelpurnar lata eins og fifl…

 3. Ég held að þessi PR-fulltrúi ætti að setja upp svona Information Center inn á skrifstofu DV, þá væri hann að gera langt mesta gagnið.

 4. Álfheiður, það eru engar fréttir þegar strákar láta eins og fífl 🙂
  En það kemur hvergi fram í þessu viðtali að íslenskar konur séu lausgirtar. Hann talar bara um drykkjuna.

 5. Jamm, nákvæmlega Svana, það þykir ekki fréttaefni að strákar séu einsog fífl. Einnig, þá er fullkomlega eðlilegt að Tarantino tali um stelpur, þar sem hann hefur væntanlega umtalsvert meiri áhuga á stelpum en strákum.

  Svo er það líka rétt að íslenskar stelpur drekka meira og verða vitlausari á djamminu en allar aðrar stelpur, sem ég hef komist í kynni við. Það sama má að mörgu leyti segja um íslenska stráka.

  Og já, þetta með að þær séu lausgyrtar, það kom ekki fram í viðtalinu, en DV setti það inn sennilega af gömlum vana.

 6. Það kom reyndar fram að honum fannst erfitt að halda ísl. kvenfólki nógu edrú til að hægt sé að gera eitthvað þegar heim var komið, hvort það þýði að þær séu lausgyrtar eða fyllibyttur þá mætti deila um það.

 7. Ekki tek ég þetta nærri mér. Þá fyrst líka þyrfti ég að fara í sálarskoðun. Auðvitað finnst manni jafngaman á djamminu eins og hverjum öðrum.

  Er þetta ekki bara meira og minna sama liðið sem er alltaf þarna a forsíðunni. ? Held að þeir sem flokka allar íslenskar stelpur undir einn hattinn ættu að líta í eigin barm því ekki eru allir íslenskir karlmenn þjófar og handrukkarar. …. eða hvað?

 8. Í Hollandi eru stelpur upp til hópa sætar og góðar, ólíkt þeim íslensku. Þær drekka ekki bjór, því hann er ódýr (ergo þær eru ódýrar) og dansa ekki, til að „tapa ekki kvenleikanum“. Strákarnir sulla í bjórkrúsum og skerpa á kúlinu (missa kúlið?) á dansgólfinu.

  Mín upplifun af þessum heimsfrægu sögusögnum um ólætin í íslenskum konum er einfaldlega sú að hér leyfist kerlingum að gera það sama og körlum. Gott mál!

  Hvort karlarnir hagi sér svo eins og „fífl“ (og kvenfólkið skv. þessu líka) er svo önnur umræða.

Comments are closed.