Jeppa-mótmæli

Frétt á mbl.is: Jeppamenn fara hvergi

Liðsmenn Ferðaklúbbsins 4X4 sem lögðu jeppum sínum við birgðastöð olíufélaganna í Örfirisey snemma í morgun eru enn á staðnum og segjast ætla að láta olíufélögin finna fyrir því

Má ég leggja til enn betri leið fyrir liðsmenn í 4×4 klúbbnum til láta olíufélögin svo sannarlega **”finna fyrir því”**?

Jú, kaupið ykkur bíl sem eyðir ekki 50 lítrum á hverja hundrað kílómetra. Þá myndu olíufélögin klárlega “finna fyrir því”.

10 thoughts on “Jeppa-mótmæli”

 1. nei þú hlýtur að vera að grínast ?

  Jeppaferðir og jöklaferðir fyrir þá er eins og liverpool fyrir þér …

 2. hahaha, aðeins of fyndið.

  Þessi bensín mótmæli eru ekki alveg að gera sig.. Það væri mjög vitlaust að lækka álögur á bensíni og hella þannig olíu á verðbólgubálið.

 3. liverpool búningar eru svakalega dýrir, bæði hér heima og erlendis, og hækka væntanlega við veikingu krónunnar.

  Spurning með að mótmæla þessu háa verði?

 4. Nákvæmlega, Hagnaður. Það eru mjög há gjöld á treyjum – allir, sem hafa pantað sér treyjur af lfc.tv, vita það. Spurning að mæta í ráðuneytið og krefjast þess að ríkið felli niður gjöld af áhugamálinu mínu.

 5. Ég er með í treyju mótmælunum.
  Og eigum við eitthvað að ræða verðið á stuttbuxunum og sokkunum.
  Þá fyrst blöskrar manni.

  Ég reyndi að hringja í Árna M. en hann svaraði ekki. Helvítis dóninn.

 6. það er ekki eins og þessir gæjar séu að keyra á bílunum í vinnuna…
  …nema kannski þeir sem vinna við að keyra á jökla

  það er til fólk í ferðaþjónustu og björgunarsveitir sem VERÐA að eiga svona stóra bíla

 7. það er ekki eins og þessir gæjar séu að keyra á bílunum í vinnuna…

  Þá er væntanlega enn minni ástæða fyrir þá til að mótmæla ef þetta er eingöngu áhugamál þeirra að keyra á svona trukkum.

  það er til fólk í ferðaþjónustu og björgunarsveitir sem VERÐA að eiga svona stóra bíla

  Ég geri mér grein fyrir því og ég hef samúð með því fólki. Fólk í ferðaþjónustu veltir þessu væntanlega útí verðlagið, þar sem að veiking krónunnar gerir aðstæður þar væntanlega betri í greininni.

  Ég þekki nú ekki hvernig mál eru í björgunarsveitum. Fyrir mér mætti hygla þeim sérstaklega sem eru í björgunarsveitum. Ég leyfi mér samt að fullyrða að það sé ekki stór hluti jeppaeiganda, sem eru að vinna í ferðaþjónustu eða í björgunarsveitum.

 8. afhverju er enn minni ástæða til að mótmæla ef þetta er áhugamál ? Er ekki enn ríkari ástæða einmitt þessvegna ?

Comments are closed.