Jólafærslan

Jólin eru búin að vera fííín. Hefðbundin jólaboð, sem hjá minni fjölskyldu er fá en góð. Setti sennilega met í nammiáti á jóladag, sem ég mun seint slá.

Fékk góðar gjafir, en það skringilega er að mér finnst núna í alvöru skemmtilegra að gefa gjafir en þiggja. Veit ekki hvenær það gerðist í mínu lífi, en allavegana var ég mun spenntari að sjá viðbrögð þeirra, sem ég var að gefa, heldur en þegar ég var að taka upp mínar gjafir.

Allavegana, fékk fínar gjafir frá fjölskyldunni og var mjög sáttur. Á jóladag og annan í jólum eyddi ég mestum tímanum fyrir framan sjónvarpið, sem var afskaplega þægilegt. Í gær og í dag þurfti ég að vinna uppá veitingastað, þar sem við vorum svo indælir að gefa kokkinum okkar frí á milli jóla og nýárs.


Hef ekkert djammað um jólin, aldrei þessu vant. Spilaði með vinum mínum á annan í jólum og var þá í tapliði í Trivial Pursuit í fyrsta skipti í laaangan tíma.


Horfði á The Two Towers og ég verð að játa að sú mynd olli mér dálitlum vonbrigðum. Þetta eru góðar myndir, en ég er ekki sammála þessum yfirgengilegu yfirlýsingum hjá sumum um hversu ofboðslega frábærar þær eru. Mjög góðar myndir, en eiga ekki alveg skilið þetta ómælda hrós, sem þær hafa fengið. Held í raun að engar myndir geti staðið undir þessum hrósum, sem maður hefur heyrt um myndirnar.


Íbúðin mín er hreeeeein, sem er yndislegt. Held að það sé í fyrsta skipti, sem þessi íbúð er hrein síðan ég hóf niðurrifsstarfsemi einhvern tímann í september


Já, og by the way, veit einhver um sniðugan ókeypis teljara? Annaðhvort á netinu, eða sem maður setur upp sjálfur (ég er með Windows IIS). Ef teljarinn er virkilega góður má hann jafnvel kosta eitthvað smá.

3 thoughts on “Jólafærslan”

Comments are closed.