Kenny vs. Spenny

Ég hef minnst á það [áður](https://www.eoe.is/gamalt/2005/01/13/23.39.12/), en það er vel þess virði að endurtaka að Kenny vs. Spenny á Popp TV er SNILLD! Án efa fyndnasti þátturinn í íslensku sjónvarpi!


Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að greinarvísitala fólks lækki um að minnsta kosti helming þegar það nálgast bílastæðið fyrir utan World Class. Hvernig er annars hægt að útskýra hegðun allra þessara spekinga, sem leggja jeppunum sínum uppá gangstétt og á miðri götu?

Annars fór ég í dag í fyrsta skipti í World Class eftir vinnu. Get staðfest að það eru fleiri sætar stelpur í WC eftir vinnu en í hádeginu. Fjöldi stráka með aflitað hár eykst einnig tífalt.

Lenti í því að öll hlaupabrettin voru frátekin. Hvernig er það hægt? Eru allar aðrar líkamsræktarstöðvar á landinu tómar?


Vá hvað monologue-ið hjá Chris Rock á Óskarnum var fyndið. Og Váááááá hvað Natalie Portman er sæt. Trúi ekki að hún skuli ekki hafa unnið. Ef það væri einhver sanngirni í þessum heimi þá værum við par og byggjum saman í Sydney.

3 thoughts on “Kenny vs. Spenny”

  1. Sammála þér með Rock. Flottur, ég óttaðist að hann yrði of mikið pússí þarna en hann var frekar beittur. Mun eflaust verða enn beittari á næsta ári, ef hann fær aftur að kynna.

    Flottasta setning kvöldsins:

    >You’re not gonna be able to take your eyes off these next four presenters… Penelope Cruz and Selma Hayek!

    😀 Þá frussaði ég næstum því af hlátri…

  2. vá hvað ég er sammála með World Class og bílastæðin – skil bara ekki hvers vegna fólk er að spara sér 15 sek í labbitíma frá bílastæðinu til þess eins að fara inn og hlaupa í 40 mín…magnað alveg hreint! 😡

Comments are closed.